Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 33
meðal þeirra eins og annarra stétta, til dæmis blaða- og fréttamanna.
Þetta eru venjulegar mannlegar tilfinningar en ekki slík eigingirni og
mætti ætla þegar fólk vill færa stjórnmálin upp á æðra plan og útiloka þá
staðreynd að þau eru mannleg líkt og vonandi allir þeir sem þar starfa.
En maður velur sér ekki samverkamenn og fólk á mismunandi vel skap
saman. En ef það starfar í sama þingflokki verður það að gera svo vel
og fmna út úr því og gerir það oftast nær líkt og á öðrum vinnustöð-
um.“
En eru konur viðkvæmari íyrir slíku vegna þess hve óskil-
greind valdahefðin er meðal kvenna?
„Það má vel vera. Og þó. Oftast er þetta ekki spumingin
um völd heldur aðra og smásmugulegri hluti. Kínverska
kvikmyndin Rauði lampinn, sem sýnd var í Háskólabíói í
vetur, lýsir því vel þegar konur bítast um litla og ómerkilega
bita sem hrjóta af borðum karlmanna og eru svo uppteknar af
því að þær gleyma sjálfum sér og vináttu þeirra, hverrar við
aðra.“
En getur líka verið að það sé reynt að ala á sundmng innan
Kvennalistans með því að hampa sumum konum, sumum sjónar-
miðum en halda öðrum niðri?
„Allir stjómmálaflokkar þekkja hvemig andstæðingarn-
ir reyna að auka við áhrif sín með því að spila inn á
sundmngu eða mismunandi fylkingar innan ilokk-
anna. Ef andstæðingunum hentar að hampa
manni þá gera þeir það en þeir víla heldur
ekki fyrir sér að rakka mann niður. Ég hef
prófað hvorttveggja og grein Bjöms
Bjarnasonar í Morgunblaðinu er gott
dæmi um það síðamefnda. Mig rak í
rogastans þegar ég las hana því að mín
kynni af Bimi hafa verið á þann veg að ég
hef frekar freistast til að telja hann víð-
sýnni en ég hafði áður haldið. Við höfum
oft átt ágæta og málefnalega umræðu.
Frjálshyggjan er auðvitað sem slík sterk
einstaklingshyggja sem gefur sig ekki út
fyrir að mismuna fólki eftir kynferði, það
þarf þó ekki að koma á óvart þegar glyttir
í úlfseyrun undir sauðargæmnni. Bjöm
segir til dæmis í grein sinni að Kvennalist-
inn hafí tapað sérstöðu sinni með fram-
boði mínu til borgarstjómar, sjónarmið
hinnar hagsýnu húsmóður hafí orðið að
víkja fyrir sókn eftir völdum. Hugmyndir
Bjöms um hina hagsýnu húsmóður fara
því ekki saman við völd og áhrif. Hin hag-
sýna húsmóðir á samkvæmt þessu ekki að
ganga í fylkingarbrjósti né heldur að hafa
raunveruleg áhrif. Hún á með öðrum orð-
um að puða og juða, koma með hugmynd-
lr og tillögur en skorast undan því að ffam-
kvæma þær. Þetta er boðskapur greinar-
■nnar og þarf það engum að koma á óvart
þvi ef þessari uppskrift væri fylgt væram
v>ð ekki sú ögran við veldi Sjálfstæðis-
Bokksins sem við erum í dag.“
En kom hin hagsýna húsmóðir ekki
sem himnasending fyrir Sjálfstæðisflokk-
Uto i borgarstjórnarslaginn 1982 og klauf
minnihlutann í herðar niður? Þetta er búin
uð vera samfelld Þórðargleði í tólf ár. Er
hægt að lá Sjálfstæðisflokknum þó hann
8ráti húsmóðurmissinn, þegar ný og öflug
samstaða minnihlutaflokkana er orðin stað-
reynd?
„Kvennalistinn var ekki jafn ögrandi við valdið sem nýtt afí á útjaðri
stjómmálanna og hann var við hefðbundna hugsun og pólitíska sögu-
skoðun. Eftir margra ára starf höfum við náð þeim ár-
angri að geta verið örlagavaldar í stjómkerfinu
og það óttast Sjálfstæðisflokkurinn.“
Ertu að yfírgefa þingflokk-
inn vegna átakanna í vetur? Ertu
að flýja af hólmi?
„Ég hljóp ekki óð og upp-
væg til þegar haft var sam-
band við mig og ákvað að
fara í framboð. Ég var
fylgjandi því fyrir íjórum
áram að Kvennalistinn
tæki þátt í slíku framboði
en það fékk ekki hljómgrann
þá. En þetta er sögulegt tæki-
færi og þess vegna er ég
reiðubúin þó