Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 24

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 24
/ VERUM VARKARAR VIRÐUM LÍFIÐ í kaffiboði hjá Ame húsverði sem vildi fá að vita hvað "gradda" (borið fram ,,gredda“) þýddi á íslensku. Ingrid reynir að snúa sig út úr því en Heimir lngimarsson og Bragi Guðbrandsson þerra tárin. Á leið í reykbaðstofu: Amdís Steinþórsdóttir, Kristrún B. Jónsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Bryndís Róbertsdóttir, Sigríður Simonardóttir, Auður Böðvarsdóttir og einn af gestgjöfum okkar. Greinarhöfundur og lngrid Westin. Vackre Apollo, nu ar jag din syster á, var inte trumpen, och fáll ingen tár! Nu gár jag till kamp (jag kanner mig yster) för kvinnomas rike i framtidens vár Jag alskat din skuldra, din mun var mig kar jag trampat med dig genom hela várt harad men nu ár jag trött, en skandal det ju ar att kvinnans person ej battre blir arad. Fagrir tónar óma um stofuna. Söngkonan syng- ur vel og fróðleiksfusir nemendur fylgjast með erindunum tíu á textablaði og líta annað slagið á glósumar. Kennarinn, Ingrid Westin, skrifar nokkur atriði á töfluna sem nemendur eiga að íhuga i hópum sínum. Flestar konumar em sammála um að þetta sé gullfallegt ástarljóð og sjaldgæft sé að heyra konu lýsa líkamlegri ást sinni á karlmanni. Allir eru sammála um að sjónarhornið sé nýstárlegt því konan í ljóðinu er að yfírgefa elskhuga sinn til að breyta heim- inum. Þegar hann ásakar hana fyrir að hafa gert sig að „hlut“ eða viðfangi mótmælir hún og segir að hann verði að líta á þetta í stærra sam- hengi, í baráttu hennar fyrir mannréttindum kvenna. Þegar Ingrid spyr hvort ljóðskáldið Elisabet Hermodsson sé ofstækisfull kvenrétt- indakona og karlahatari segja allir nei, en telja að hún sé femínisti. Allir, er kannski fulldjúpt í árinni tekið því karlmennimir í hópnum em þöglir. Þeir horfa ígrundandi á spurningarnar á töflunni, uns einn bendir á að höfundur tali um kvennaríki, kon- urnar ætli aö taka völdin og hvort það verði nokkuð betra en það sem við búum við. Ingrid svarar strax játandi og skrifar á töfluna karla- ríki - kvennaríki. Við karlaríkið stendur: Stríð, fátækt, óréttlæti, eymd, tækni, hagfræði, vald. Lýsingin á kvennaríkinu hljómar svo: Friður, allir fá það sem þeir þurfa, þar ríkir réttlæti og hamingja, og sálfræði og trúarbrögð em i há- vegum höfð í stað tækni og hagfræði. Vald er óþarfi. Umræðurnar verða ekki eins íjömgar og ætla mætti enda er orðaforði nemenda á sænsku ófúllnægjandi. Spyrjandinn segist efast um að þetta yrði svona fullkomið þó konur tækju völdin og bendir á að það séu aðeins ör- fáir karlar sem hafí einhver völd og ekki mætti dæma allt karlkynið út frá þeim. Og hann spyr hvemig lífí karla yrði háttað undir yfírráðum kvenna? Ingrid segir að ekki yrði um hefð- bundin yfirráð að ræða og telur það einkenn- andi fyrir þankagang karla að halda að konur ætli að taka völdin. Hún segir að það þurfí ekki að taka völd. Jafnframt segir hún að málið snú- ist ekki um hvort ríki kvenna verði betra en karla. Aðalumhugsunarefnið ætti að vera böm- in. „Ef allir hugsuðu fyrst og fremst um velferð barna yrði þjóðfélagið allt öðruvísi,” segir Ingrid af sannfæringarkrafti. Síðar um daginn sitjum við flestar í hvíldar- herberginu eftir hið daglega gufubað. Ein út- deilir andlitskremi sem hún segir gera krafta- verk, önnur nuddar þær sem eru ekki enn laus- ar við vöðvabólguna sem þær komu með að heiman, við bemm saman nýfengin mýbit og berum sárasmyrsl hver á aðra. Fyrirhugað sænskunám næsta vetur og sameiginleg ferð okkar á Nordisk Fomm ber auðvitað á góma og við föram að ræða um umræðuefni dagsins. Hvað Ingrid sé mikil kvenréttindakona og að líklega hafí karlamir bara gott af þessu. Skyndilega réttir ein úr sér og segir stundar- hátt: „Ragnhildur, þú ættir að taka viðtal við Ingrid í Vera.” Eg hrekk við þar sem ég flat- maga á handklæðinu og játa því. Ingrid Westin hefúr kennt mörgum landan- um sænsku, bæði sem sendikennari við Há- skóla Islands og á sænskunámskeiðum Nor- ræna félagsins í Framnas í Norður-Svíþjóð. Eg var svo heppin að komast að á námskeiðinu í Framnesi 1993, þar sem níu konur og sex karl- ar deildu saman súru og sætu í hálfan mánuð meðan þau lærðu sænsku. Það sem markaði námskeiðinu nokkra sérstöðu, að sögn kennar- ans, var hve margir femínistar voru meðal þátt- takendanna, „og fyrir bragðið þorði ég að spila ljóðin hennar Elisabetar,” segir Ingrid og bros- ir, „en mörgum finnst þau of opinská.” Meðan skólasystkini mín undirbúa loka- hófið hreiðmm við Ingrid um okkur í vistlegri kennarastofú. Hún byrjar á að ítreka hve henni hafi þótt skemmtilegt hvemig við kvöddum hana fyrr um daginn, en konumar í hópnum settu saman smá revíu og sungu m.a.s. eitt lag á nokkuð góðri sænsku. En okkur er ekki til set- unnar boðið því dagskráin er stíf og við vind- um okkur í viðtalið. Ingríd, heldur þú virlcilega að samfélagið yrði allt öðruvísi ef konur sœtu við stjórnvöl- inn? „Já, ég held það. Eg er sannfærð um að konur em öðmvísi en karlar og hafi aðra reynslu en þeir og því yrði samfélagið allt öðmvísi — og betra. Konur fæða bömin og það markar lífs- viðhorf þeirra því þær hugsa fyrst og fremst um þarfír barnanna. Karlmenn hafa í aldanna rás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.