Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 15

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 15
hvað að liggja að baki. I rannsókn minni á Ungfrú íslandskeppn- inni, 1990, spurði ég viðmælendur mína hvað þeim hefði fundist um uppákomu Kvennafram- boðsins árið 1985. Viðbrögðin voru flest á sama veg. Konurnar höfðu hagað sér kjánalega og voru öfundsjúkar út í fegurðardísirnar. Einnig þótti viðmælendum ekki við hæfi að aðrar en ungar og rétt mótaðar stúlkur skörtuðu í aðskornum kroppavænum síðkjólum. Forsvarsmenn fegurðarsamkeppna eru ekki bara málsvarar stúlknanna. Þeir eru líka vernd- arar þeirra og hafa jafnvel stigið fram fyrir skjöldu til að verja heiður keppenda. Segi ég hér litla sögu af viðskiptum mínum við SAM- útgáfuna sálugu. Þórarinn J. Magnússon Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir SAM-ÚTGÁFAN Haustið 1991 skrifaði ég grein um áðurnefnda rannsókn á fegurðarsamkeppni. Fólk getur spáð í annarlegar ástæður bak við þessa fram- takssemi. Það skal upplýst hér og nú að grey mér hefur aldrei verið boðin þátttaka í fegurðarsamkeppni og hef þrátt fyrir þroskað- an fatasmekk aldrei verið kosin best klædda kona ársins. Enda tókst mér að klambra saman greinarkomi og ræða þar í mörgum orðum um þær kvenímyndir sem notast er við í fegurðar- samkeppni (Mbl. 15/9, 1991). Nokkram dögum síðar barst mér fróðlegt bréf frá lögmanni SAM-útgáfunnar. Til glöggvunar á tengslum SAM-útgáfunnar og fegurðarsamkeppna skal hér tekið fram, að auk þess að standa fyrir keppni hér heima hafa þeir sent stúlkur í keppni erlendis. Meðal annars í keppnina um „Milljón dollara gæludýr ársins“ sem tímaritið Penthouse stóð fyrir árið 1984. Hugleiðing sem þeir birtu um „íslenska fegurð í Kapelluhrauni“ gefur hugmynd um viðhorf þeirra til kvenna og hvemig þeir vildu nýta þessa náttúruauðlind. Myndimar sýndu andlitslausa stúlku bera brjóst sín og sköp í margvíslegum stellingum við kádiljákbifreið. Yfirskriftin var „Kádilják, rennireið“. Lýsingin átti vafalaust að sýna kitlandi tvíræðni og vitna ég í hluta hennar orðrétt: „Hún var tekin í gegn af fmgrafimum norðanmönnum, klædd, snyrt og snurfúsuð að tjaldabaki af hagleiksmönn- um... Hún er fædd 1963 og ein af unaðssemd- um hennar er að bmna um á 200 km hraða. í sumar var hún notuð í brúðkaupsveislu og er föl fyrir rétt verð. En kádiljákbifreiðin er þó ekki fáanleg með stúlkunni“ (Samúel, sept. 1989). Það er nefnilega bannað að selja konur á Islandi. Hvar höfundur þessa pistils var að klóra sér þegar hann skrifaði þetta veit ég ekki. Hitt veit ég að ég klóraði mér í kollinum þegar ég fékk bréf frá lögmanni SAM-útgáfunnar nokkrum dögum eftir að fegurðargreinin mín birtist. SAM-útgáfan hugðist fara í meiðyrðamál og meira að segja fá miskabætur vegna greina- skrifa minna í Morgunblaðið. Enn á ný var verið að persónugera andmæli við fegurðarsamkeppni sem árásir á einstaka keppendur. Þeir töldu mig vera að halda því fram að Samúel væri klámblað og að keppend- ur væru „drósir“ sem væru til í að láta misnota sig kynferðislega. Kröfðust þeir opinberrar af- sökunarbeiðni í blaði allra landsmanna. Ég út- skýrði efni greinarinnar í bréfi til lögmannsins og frétti ég ekki meira frá þeim SAM-mönn- um. ERU KONUR KONUM VERSTAR? Þetta vakti mig til umhugsunar um hvernig reynt er að snúa vopnunum í höndunum á kon- um sem vilja tjá sig um þessi mál. Málflutning- ur okkar er túlkaður sem árás á konur, en ekki árás á kvenfyrirlitningu. Sú litla hæfni og/eða vilji sem aðstandend- ur fegurðarsamkeppna hafa sýnt til málefna- legrar umræðu hefur vakið furðu mína. Það ber að hafa í huga að vafalaust eiga þeir fjárhags- legra hagsmuna að gæta. Má minna á að Þórar- inn Jón Magnússon, fyrrum ritstjóri Samúels, lét í þessu sambandi svo um mælt, í gömlu við- tali við Þjóðviljann (1977), að kvenlíkaminn hefði meira sölugildi en karlmannslíkaminn. Ekki ætla ég að rengja hann. Það er hættulegt og villandi ef gera á kvenfrelsi að subbuhugtaki. Enn verra ef sá útlitsfasismi, sem holdgerður er í fegurðarsamkeppni, á að vera notaður sem viðmið um það hvort konur hafa rödd eða ekki. Það er skrípaleikur að mæla fegurð í sentimetrum. Fegurð kvenna er ekki söluvara, heldur felst hún í sjálfsvirðingu og mannlegri reisn. Við eram sætastar með kjaftinn opinn, a.m.k. getum við þá sagt „Jibbí, hér er ég“. Það er nefnilega eitt að skiptast á augngotum við strákana eða spegilinn. Annað að leggjast undir augað eða allsber i kuldanum undir kádiljákbifreið í Kapelluhrauni. n GAGNRÝNI... „Andstæðingar kvenfrelsis hafa verið furðu íhaldssamir í aðferðum við að verja sinn málstað alla tíð. Fæstar hafa aðferðir þeirra verið málefnalegar. Ein sú vin- sælasta hefur verið, og er enn, sú að skipta einfaldlega um umræðuefni. Tali til að mynda kvenfrelsiskonur um fegurð- arsamkeppnir tala þeir um fegurð. Hefji kvenfrelsiskonur máls á þeim viðhorfúm samfélagsins sem birtast í fegurðarsam- keppnum, tala þeir um viðhorf málshefj- anda til eigin útlits. Felli kvenfrelsiskon- ur dóm á fegurðarsamkeppnir tala þeir um dónia á persónu fegurðardrottninga. Allt era þetta útúrsnúningar til þess eins gerðir að forðast kjama málsins. Gagnrýnin á fegurðarsamkeppnir beinist gegn viðhorfúnum sem með þeim er viðhaldið og gegn samfélagi sem kemur fram við konur í samræmi við þau viðhorf. Sú gagnrýni er ekki áfellisdómur á þá eða þær sem þar taka þátt. Ef rök- hyggja sem heldur slíku fram, væri almennt viðhöfð mætti með sams konar rökvísi halda því fram að gagnrýni á bónuskerfið væri áfellisdómur yfir þeim konum sem taka þátt í því kerfi með því að vinna og taka laun samkvæmt því!“ Magdalena Schram, DV27.1.1986 KymexHote KymexQote W/ 404 012 LÍTIL LOSUN MENGUNAREFNA VIÐ FRAMLEIÐSLU Kjfntex^j ote Kymex^jote Kymex[jote K^mex^*ote Kymex[;ote Prentað á umhverfisvænan ■ m ÓLAFUR Kr ÞORSTEINSSON & Co HF. VATNAGARÐAR 4, PÓSTHÓLF 551,121 REYKJAVÍK, SÍMI (91) 6 88 200, FAX (91) 6 89 925
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.