Vera - 01.05.1994, Side 15
hvað að liggja að baki.
I rannsókn minni á Ungfrú íslandskeppn-
inni, 1990, spurði ég viðmælendur mína hvað
þeim hefði fundist um uppákomu Kvennafram-
boðsins árið 1985. Viðbrögðin voru flest á
sama veg. Konurnar höfðu hagað sér kjánalega
og voru öfundsjúkar út í fegurðardísirnar.
Einnig þótti viðmælendum ekki við hæfi að
aðrar en ungar og rétt mótaðar stúlkur skörtuðu
í aðskornum kroppavænum síðkjólum.
Forsvarsmenn fegurðarsamkeppna eru ekki
bara málsvarar stúlknanna. Þeir eru líka vernd-
arar þeirra og hafa jafnvel stigið fram fyrir
skjöldu til að verja heiður keppenda. Segi ég
hér litla sögu af viðskiptum mínum við SAM-
útgáfuna sálugu.
Þórarinn J. Magnússon Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir
SAM-ÚTGÁFAN
Haustið 1991 skrifaði ég grein um áðurnefnda
rannsókn á fegurðarsamkeppni. Fólk getur
spáð í annarlegar ástæður bak við þessa fram-
takssemi. Það skal upplýst hér og nú að grey
mér hefur aldrei verið boðin þátttaka í
fegurðarsamkeppni og hef þrátt fyrir þroskað-
an fatasmekk aldrei verið kosin best klædda
kona ársins. Enda tókst mér að klambra saman
greinarkomi og ræða þar í mörgum orðum um
þær kvenímyndir sem notast er við í fegurðar-
samkeppni (Mbl. 15/9, 1991).
Nokkram dögum síðar barst mér fróðlegt
bréf frá lögmanni SAM-útgáfunnar. Til
glöggvunar á tengslum SAM-útgáfunnar og
fegurðarsamkeppna skal hér tekið fram, að auk
þess að standa fyrir keppni hér heima hafa þeir
sent stúlkur í keppni erlendis. Meðal annars í
keppnina um „Milljón dollara gæludýr ársins“
sem tímaritið Penthouse stóð fyrir árið 1984.
Hugleiðing sem þeir birtu um „íslenska
fegurð í Kapelluhrauni“ gefur hugmynd um
viðhorf þeirra til kvenna og hvemig þeir vildu
nýta þessa náttúruauðlind. Myndimar sýndu
andlitslausa stúlku bera brjóst sín og sköp í
margvíslegum stellingum við kádiljákbifreið.
Yfirskriftin var „Kádilják, rennireið“. Lýsingin
átti vafalaust að sýna kitlandi tvíræðni og vitna
ég í hluta hennar orðrétt: „Hún var tekin í gegn
af fmgrafimum norðanmönnum, klædd, snyrt
og snurfúsuð að tjaldabaki af hagleiksmönn-
um... Hún er fædd 1963 og ein af unaðssemd-
um hennar er að bmna um á 200 km hraða. í
sumar var hún notuð í brúðkaupsveislu og er
föl fyrir rétt verð. En kádiljákbifreiðin er þó
ekki fáanleg með stúlkunni“ (Samúel, sept.
1989). Það er nefnilega bannað að selja konur á
Islandi.
Hvar höfundur þessa pistils var að klóra sér
þegar hann skrifaði þetta veit ég ekki. Hitt veit
ég að ég klóraði mér í kollinum þegar ég fékk
bréf frá lögmanni SAM-útgáfunnar nokkrum
dögum eftir að fegurðargreinin mín birtist.
SAM-útgáfan hugðist fara í meiðyrðamál og
meira að segja fá miskabætur vegna greina-
skrifa minna í Morgunblaðið.
Enn á ný var verið að persónugera andmæli
við fegurðarsamkeppni sem árásir á einstaka
keppendur. Þeir töldu mig vera að halda því
fram að Samúel væri klámblað og að keppend-
ur væru „drósir“ sem væru til í að láta misnota
sig kynferðislega. Kröfðust þeir opinberrar af-
sökunarbeiðni í blaði allra landsmanna. Ég út-
skýrði efni greinarinnar í bréfi til lögmannsins
og frétti ég ekki meira frá þeim SAM-mönn-
um.
ERU KONUR KONUM VERSTAR?
Þetta vakti mig til umhugsunar um hvernig
reynt er að snúa vopnunum í höndunum á kon-
um sem vilja tjá sig um þessi mál. Málflutning-
ur okkar er túlkaður sem árás á konur, en ekki
árás á kvenfyrirlitningu.
Sú litla hæfni og/eða vilji sem aðstandend-
ur fegurðarsamkeppna hafa sýnt til málefna-
legrar umræðu hefur vakið furðu mína. Það ber
að hafa í huga að vafalaust eiga þeir fjárhags-
legra hagsmuna að gæta. Má minna á að Þórar-
inn Jón Magnússon, fyrrum ritstjóri Samúels,
lét í þessu sambandi svo um mælt, í gömlu við-
tali við Þjóðviljann (1977), að kvenlíkaminn
hefði meira sölugildi en karlmannslíkaminn.
Ekki ætla ég að rengja hann.
Það er hættulegt og villandi ef gera á kvenfrelsi
að subbuhugtaki. Enn verra ef sá útlitsfasismi,
sem holdgerður er í fegurðarsamkeppni, á að
vera notaður sem viðmið um það hvort konur
hafa rödd eða ekki. Það er skrípaleikur að
mæla fegurð í sentimetrum. Fegurð kvenna er
ekki söluvara, heldur felst hún í sjálfsvirðingu
og mannlegri reisn. Við eram sætastar með
kjaftinn opinn, a.m.k. getum við þá sagt „Jibbí,
hér er ég“. Það er nefnilega eitt að skiptast á
augngotum við strákana eða spegilinn. Annað
að leggjast undir augað eða allsber i kuldanum
undir kádiljákbifreið í Kapelluhrauni. n
GAGNRÝNI...
„Andstæðingar kvenfrelsis hafa verið
furðu íhaldssamir í aðferðum við að verja
sinn málstað alla tíð. Fæstar hafa aðferðir
þeirra verið málefnalegar. Ein sú vin-
sælasta hefur verið, og er enn, sú að
skipta einfaldlega um umræðuefni. Tali
til að mynda kvenfrelsiskonur um fegurð-
arsamkeppnir tala þeir um fegurð. Hefji
kvenfrelsiskonur máls á þeim viðhorfúm
samfélagsins sem birtast í fegurðarsam-
keppnum, tala þeir um viðhorf málshefj-
anda til eigin útlits. Felli kvenfrelsiskon-
ur dóm á fegurðarsamkeppnir tala þeir
um dónia á persónu fegurðardrottninga.
Allt era þetta útúrsnúningar til þess eins
gerðir að forðast kjama málsins.
Gagnrýnin á fegurðarsamkeppnir
beinist gegn viðhorfúnum sem með þeim
er viðhaldið og gegn samfélagi sem
kemur fram við konur í samræmi við þau
viðhorf. Sú gagnrýni er ekki áfellisdómur
á þá eða þær sem þar taka þátt. Ef rök-
hyggja sem heldur slíku fram, væri
almennt viðhöfð mætti með sams konar
rökvísi halda því fram að gagnrýni á
bónuskerfið væri áfellisdómur yfir þeim
konum sem taka þátt í því kerfi með því
að vinna og taka laun samkvæmt því!“
Magdalena Schram, DV27.1.1986
KymexHote KymexQote
W/
404 012
LÍTIL LOSUN MENGUNAREFNA
VIÐ FRAMLEIÐSLU
Kjfntex^j ote Kymex^jote Kymex[jote K^mex^*ote Kymex[;ote
Prentað á umhverfisvænan
■ m ÓLAFUR
Kr ÞORSTEINSSON & Co HF.
VATNAGARÐAR 4, PÓSTHÓLF 551,121 REYKJAVÍK, SÍMI (91) 6 88 200, FAX (91) 6 89 925