Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 19
alltaf hægt að sjá það utan á fólki hvort það er
haldið þessum kvillum.
„Það fer yfirleitt ekki á milli mála þegar
manneskjan er haldin sjálfssvelti á háu stigi,
vegna holdafarsins. Hins vegar er fólk með
lotugræðgi alls ekki alltaf þvengmjótt og getur
því leynt vanda sínum mun lengur fyrir um-
hverfínu. Ég hef það reyndar á tilfmningunni
að það séu hlutfallslega fleiri karlmenn í þeim
flokki en í sjálfssveltishópnum.“
Hver er ástœða þess að unglingsstúlkur svelta
sig heilu hungri mitt í allsnœgtunum?
„Það getur verið svo ótalmargt og erfítt að
alhæfa i þeim efnum. En það er alltaf einhvers
konar tilfínningaleg vanlíðan eða brotin sjálfs-
mynd sem hrjáir manneskju með átkvilla og
getur verið af margvíslegum toga. Henni líður
illa, fínnst hún ekki vera í lagi á einhvem hátt, á
t.d. við samskiptaerfíðleika að stríða eða ein-
hvers konar sálarkreppu. Hún reynir að leita
skýringa á vandanum og lagfæra í von um
vellíðan, ná taki á aðstæðunum og hafa stjóm á
þeim.
Þama held ég að tískuímyndin hafí áhrif á
einhvern hátt. Það er í sjálfu sér nærtæk skýr-
ing í samfélagi sem leggur svo mikið upp úr
ákveðnu útliti og æskudýrkun eins og raun ber
vitni. Maður hugsar sem svo að ef ég væri
grennri þá hlyti mér að líða betur. Það em
reyndar margir sérfræðingar sem telja löngun-
ina til að grennast og öðlast útlit, líkt og fræg-
ustu fyrirsæturnar, vera einu ástæðu þess að
margar konur þróa með sér þessa átkvilla. Það
er varasamt að setja fram slíkar alhæfingar, á
þessu eru svo margar hliðar og að mínu mati er
það alltaf einhver vanlíðan sem veldur þessu.
Utlitstískan umturnar ekki manneskju, sem er í
þokkalegu andlegu jafnvægi eða með sterka
sjálfsímynd, þó hún sé ekki í „réttum“ þyngd-
arflokki. Tískumyndin er hugsanlega meira
mannskemmandi á annan hátt, - því fjær sem
hún er raunverulegu vaxtarlagi þorra fólks þá
verður svo sláandi áberandi fyrir þann einstak-
Heiðdís Sigurðardóttir
ling, sem ber sig saman við hana, hversu
gallaður hann sjálfur hlýtur að vera. Mér fínnst
það einnig oft brenna við að þessar stelpur séu
skammaðar fyrir það að vera að reyna að eltast
við tískuna þegar þær eru í raun að leitast við
að ná tökum á vanlíðan sinni, sama af hvaða rót
hún er sprottin. Það er t.d. mjög algengt að
manneskja sem hefur orðið fórnarlamb kyn-
ferðislegrar misnotkunar sé haldin átkvillum.
Hún fær þá oft ógeð á líkama sínum og fínnst
hún vera saurguð eða óhrein, utan jafnt sem
innan. Sú tilfmning getur leitt til þess að það
sem líkaminn innbyrðir verður einnig óhreint
og manneskjan vill helst losa sig við það.
Þannig er með fleiri ástæður tilfínningalegrar
vanlíðunar, maður sér ekki alltaf bein tengsl á
milli hennar og þess sem orsakar hana, og þetta
verður tilraun til að gera eitthvað í vandanum.“
Gœtu verið einhverjar frekari skýringar á því
að unglingsstelpur eru fjölmennastar í þessum
hópi?
„Vissulega er þetta menningarbundið - á
vesturlöndum eru konur almennt uppteknari af
útlitinu en karlmenn, sem endurspeglast m.a. í
mismuninum á því hvemig talað er um konur
og karla, það er sjaldnast minnst á ístm þing-
mannsins sem stendur í pontu. Það hafa verið
gerðar rannsóknir á umræðuefni fólks í
búningsklefiim. An þess að gera því skóna að
karlar tali stöðugt um eitthvað merkilegt þá
snýst umræðan í kvennaklefanum hlutfallslega
meira um útlit, megrun og aukakíló. Gelgju-
skeiðinu fylgir einnig viss viðkvæmni fyrir út-
liti og líkamlegu atgervi. Það getur verið erfítt
fyrir stúlkur að horfast í augu við umskiptin er
hormónin fara að keppast við að ljá líkama
þeirra hin kvenlegu einkenni, allt í einu fara
brjóstin að bunga út og mjaðmir, rass og læri
verða stærri en áður. Þessi breyting gerist oft
mjög hratt og er miklu róttækari en verður á
líkama stráka.
I þessu sambandi má nefna að ýmsir hallast
að þeirri skoðun að orsök átkvillanna megi á
vissan hátt rekja til afneitunar á kynhlutverkinu
- stúlkum geti þótt það sem í vændum er ógn-
vekjandi á einhvem hátt. Hins vegar virðist
þetta oft vera einhvers konar sjálfstæðisyfírlýs-
ing; Þær neiti að lifa eftir forskrift, sem ein-
hverjum þeim eldri og reyndari fínnst vera sú
rétta, fínnist þær vanmáttugar og vilji hafa
stjóm á einhverju sjálfar, þó ekki sé nema því
sem þær láti ofan í sig.“
Aðspurð um fjölda þeirra Islendinga sem
eiga við átkvilla að stríða segir hún að erfitt sé
að meta tíðni og takmarkaðar rannsóknir séu til
hér á landi, en með hliðsjón af tíðnitölum
erlendis frá má gróflega áætla að fjöldi þeirra
hérlendis skipti hundmðum.
„Skýringin á aukinni umræðu um þessa sjúk-
dóma síðustu ár er ekki bara fólgin í því að það
er verið að svipta hulunni af erfiðum málum
sem lítið var talað um áður. Það er óhætt að slá
því föstu að tilfellunum hefur ijölgað.“ n
Viðtal NH
* Sjálfsvelti: anorexia nervosa, í Curator, blaði
hjúkrunarfræðinema, 1991
Gamer og Garfínkel (ritstj. j; Anorexia Nen>osa
& Bulimia, Guilford Press, 1985.