Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 31

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 31
skilningi var þetta íyrst og fremst vilji til að endurmeta gömul gildi og fordæma ekki arf formæðra okkar líkt og okkur hætti áður til að gera. I Kvennalistanum hafa þrifist í gegnum árin alræmdar frekjur og gert það gott eins og allir vita. Hitt er annað mál að við vildum að konur gætu tekið þátt í stjómmálum á eigin forsend- um og þessi „milda, mjúka týpa“ fékk heil- mikið persónufylgi þó að hún væri ekki klæð- skerasaumuð fýrir hefðbundin stjómmál. Guðrún Agnarsdóttir var dæmi um hinn nýja stjómmálamann og vinsældir hennar voru sigur fyrir okkur allar og fullvissuðu okkur um að konur gætu haft áhrif og rödd þeirra heyrðist jafnvel þó þær reyndu ekki að yfirgnæfa karl- ana með raddstyrknum einum sarnan." Eru tjölmiðlar þá að markaðssetja Kvenna- listann á folskum forsendum? Er komin fram ný ijallkona og öflugri en fyrirrennari hennar? Undir skautbúningnum slær pínulítið róttækt hjarta sem er þó fljótt að hrærast til samúðar og samkenndar með gömlum og íhaldssömum gildum? „Arið 1991 setti Kvennalistinn fram nýja stefnuskrá sem lagði áherslu á ljölbreytileika kvenna og ólíkar þarfir. Þetta var gert vegna gagnrýni á að áherslur Kvennalistans á „kvennamenningu“ hentuðu ekki öllum konum jafn vel. Þrátt fyrir þetta á hreyfingin enn rætur í hugmyndum urn reynsluheim kvenna en í stað ofuráherslu á það sem sameinar er fjölbreytnin höfð að leiðarljósi.“ Reykjavíkurlistinn og landslag stjórnmála Þú hefur lýst núverandi flokkakerfi og uppbroti í hægri og vinstri sem úreldu fyrirbæri í íslenskum stjómmálum. Efþú seturþig í spákonustellingar, hvaða pólitísku lausnir sérðu þá fyrir þér sem leið úr öngstræti gömlu flokkanna? Hvernig getur þetta kerfi orðið í ffamtíðinni og hvar verð- ur þú inni í myndinni? „Við lifiim á tímum örra breytinga og stöðugs endurmats á rótgrónum hugmyndum. Allt er aðstæðum háð og hugtökin hægri og vinstri em að úreldast í heiminum og merking þeirra er komin á flot. Þetta skynjuðum við sem fórum af stað með Kvennaframboðið, kannski vegna þess að til þess að geta brotist úr flokka- kerfinu og skapað eitthvað nýtt þurftum við að leysa hugsunina úr viðjum hefðbundinna stjóm- mála. Við fall Berlínarmúrsins skýrðist þetta breytta landslag vestiænna stjómmála og varð öllum ljóst þó að afstæðni hugtakanna virðist enn vefjast fyrir sumu fólki. Hugtakið >,konservatívur” hefur aðra merkingu hér en til dæmis í Rússlandi, íhaldinu þar var þó ekki osýnna um að halda völdum. Heimurinn er i þörf fyrir nýjar hugmyndir og áherslur. Það er kannski draumsýn en ég hef þá trú að bæði kvennapólitík og umhverfisvernd eigi eftir að gegna stóru hlutverki í stjómmálum komandi ára.“ Gæti Reykjavikurlistinn orðið sá snjóbolti iSWCK, 1. Ingibjörg Sólrún flytur ræðu í árdaga Kvennaframboös 2. Borgarfulltrúi í fæðingarorlofi en samt að 3. Elin G. Ólafsd. tekur viö í borgarstjórn 1988 4. A landsfundi Kvennalistans sl. haust 5. A félagsfundi í Reykjavík í jan. sl. þar sem tekin var ákvörðun um sameiginlegt framboð sem vindur upp á sig nýja pólitíska hreyfingu og þá á sviði landsmála? „Það er hugsanlegt og reynsla mín af Kvennaframboðinu kenndi mér það að um leið og búið er að koma af stað einhverri atburðarás öðlast hún sjálfstætt líf. Það er vel hugsanlegt að með Reykjavíkurlistanum sé búið að leysa úr læðingi afl sem getur sameinað væntingar sem hafa lengi legið í dvala. Það fólk sem fylk- ir sér um þennan lista ræður í raun framhaldinu og það er töluvert stór hópur. Fólk sem hefur staðið utan flokka til þessa, og það er ekki lítill hópur, gæti fundið þama vettvang sem það vill starfa á. En það er bara ár í næstu þingkosning- ar og ég held að sjálfstæðismenn óttist fátt meira en að milli hinna flokkana geti myndast nýr gmndvöllur til samstarfs sem gæti leitt til myndunar ríkisstjómar.“ Kerlinganöldur og gildar fréttir Nú kom Sjálfstæðisflokkurinn upp með sína Öskubusku í borgarstjóraembættið á síðustu stundu þegar ljóst varð að fætur annarra kandídata væru of loðnir og stórkarlalegir til að passa í snjóhvíta kvenlega kosningaskóinn. Segjum sem svo að Öskubuska hafi ekki verið jafn óflekkuð af fortíð Sjálfstæðisflokksins og hún vill vera láta, er það þá ekki einkennileg staða þegar framboðslistamir eru komnir í hár saman vegna þess hve lík stefnumálin em? „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í sextíu ár að byggja upp og treysta það kerfi sem er stjómkerfi Reykjavíkurborgar. Þeim er ekkert heilagt nerna það að halda völdum. Það sýnir sig ekki hvað síst í þeirri hörku sem er hlaupin í kosningabaráttuna nú. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þegar sjálfstæðis- menn ákváðu að gera þessi mál að sinum mál- um urðu mál eins og dagvistar- og skólamál skyndilega áhugaverð urnræða fyrir Ijölmiðla sem áður höfðu fúlsað við þeim eins og þrán- uðu smjöri. Mál, sem konur hafa verið að berj- ast fyrir án þess að fá nokkum hljómgmnn, helst að það væri stimplað sem „kerlinganöld- ur“, urðu sjálfkrafa stómierkileg tíðindi í frétta- heiminum og enginn þar setur lengur spumingannerki við gildi þessara mála fyrst að þeir gáfu grænt ljós. Ekki er það þó svo að þeirra málflutningur sé á nokkurn hátt trúverðugur enda tala verkin þar best. Frjálshyggjan, sem hefur verið áber- andi undanfarin ár, er gengin sér til húðar og þá er henni fleygt fyrir eitthvað annað sem þeir halda að trekki betur í kosningum. Þegar ég sagði í viðtali við Morgunblaðið það sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum sjálfstæðismönn- um, að stjórnkerfi borgarinnar væri í raun hálf- sovéskt, rökstuddi ég það þannig að borgarbúar væm hættir að gera greinarmun á hagsmunum flokksins og borgarinnar. Skýrt dæmi um það er að þegar Markús Öm, sem Sjálfstæðisflokk- urinn réði til að gegna embætti borgarstjóra fyrir þremur árum, ákveður það í samráði við sinn fiokk að það henti flokknum sem slíkum betur að reka kosningabaráttu sína með annan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.