Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 37

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 37
xO o L. o c L. 3 C o * O) 0 t/> xO O > c 0 s E _o xO | :0 '0 ín E 3 C _C 'Z 3 O) o tn i_ 0 L. 0 £ 0 _Q. L- o O) 0 n. o c c o k. *- in X V) E 3 C v*. _0 'O E E 3 c M- 0 O k :2. >n w O O) !_ o JO 12 o _Q Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi skipar 2. sæti hjá Reykjavíkurlista, hún situr nú í félags- málaráði og umhverfismálaráði. Hvað telur þú brýnast að gera í málefnum reyk- vískra kvenna á næsta kjörtímabili? - Það er stórt spurt. Því það þarf að gera bylt- ingu í málefnum kvenna í Reykjavíkurborg og í landinu almennt. Svo langt erum við frá kven- frelsi og jafnrétti. Ýmislegt bitnar frekar á kon- um en körlum, þar má t.d. nefna atvinnuleysið, niðurskurð í heilbrigðisþjónustu og félagslegri aðstoð. Útrýming atvinnuleysis, öflugri félags- leg þjónusta, nægir og góðir leikskólar, sniðnir að þörfum foreldra, einsetinn lengdur grunn- skóli (í samræmi við markmið grunnskólalag- anna) myndu breyta lífi allra í borginni - en þó mest lífí kvenna. Annað sem ég vil nefna eru launamál. Launamisrétti kynjanna hér á landi er mun meira en í nágrannalöndum okkar. Lág laun kvenna er liður í kvennakúgun og jafn- launasteína, þar sem byggt er á skynsamlegu starfsmati, myndi skipta konur í borginni veru- legu máli. Síðast en ekki síst vil ég nefna konur og völd. Nútímalegir stjórnunarhættir stofnana, fyrirtækja, borga og landa felast m.a. í því að konur jafnt og karlar séu i stjómunarstöðum. Aðeins örfáar konur hjá Reykjavíkurborg eru í yfírmannsstöðum. Þvi þarf að breyta. Hér hafa nokkur brýn verkefni verið nefnd. Þau em flest í málefnasamningi Reykjavíkur- listans. Allt þetta næst ekki á fjórum árum. En það er hægt að komast býsna langt með því að breyta forgangsröðun verkefna. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft nægan tíma og nægt fjár- magn til þess að breyta - en skort vilja. Við á Reykjavíkurlistanum höfum vilja en lítið íjár- magn. Fjámrunum borgarbúa hefur því miður verið sóað að undanfömu. Þess vegna þurfum við að beita útsjónarsemi og nota hugmynda- flugið, fáurn við vald til þess að stjóma borginni a.m.k. næstu tjögur ár. Þá verður unnið fyrir fólkið - en ekki flokkinn. Sjálfstæðisflokksins, hún er formaður félags- málaráðs, situr í jafnréttisnefnd og stjóm veitu- stofnana. Hvað telur þú brýnast að gera í málefnum reyk- vískra kvenna á næsta kjörtímabili? - Ja, ég hef ekki liugsað þetta sérstaklega út frá málefnum kvenna, utan málefni fjölskyldunnar. Konur koma inn í ýmis mál en ég held að konur hafí mismunandi þarfír eins og annað fólk. En nú situr þú bæði í jafnréttisnefnd og í félags- málaráði. Hefúr þér ekki fundist vera nein sér- stök mál sem brenna á konurn öðrurn frernur? - Ekki konum sem slikum, það em auðvitað ákveðnir hópar kvenna. 1 félagsmálaráði verður maður auðvitað mikið var við einstæðar mæður og við munum reyna að bæta hag bamafjöl- skyldna eins og við getum og þá sérstaklega efnalítilla fjölskyldna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.