Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 46
'l
MÓÐIR KONA MELLA
Mannréttindi vændiskvenna
Undanfarin 10 -15 ár hafa vændiskonur í Evr-
ópu af og til látið í sér heyra. Þær hafa stofn-
að samtök sem hafa það að markmiði sínu
að vinna að mannréttindum þessa hóps og
oft með stuðningi kvenréttindakvenna. Þetta er
áhugaverð þróun, sérstaklega þegar haft er í
huga að tilvera vændiskvenna hefur oft verið
nefnd sem tákn um kúgun kvenna í þjóðfélagi
sem lítur á konuna sem söluvöru.
Árið 1980 voru fyrstu opinberu samtök
vændiskvenna í Þýskalandi stofnuð í Berlín.
Þau voru stofnuð af félagsráðgjöfum og kven-
réttindakonum. Samtökin fengu nafnið Hydra
en það er komið úr grísku goðafræðinni.
Hydra var slanga með niu höfuð og í hvert
skipti sem eitt þeirra var höggvið af uxu tvö í
staðinn.
Nýlega héldu kvennasamtök í Austur-
Berlín og Hydra kynningarfund fyrir konur. Þar
kynntu þrjár vændiskonur starfsemi sína og
samtakanna og svöruðu fyrirspurnum.
Slangan Hydra
Við vorum staddar í litlum sal sem brátt fylltist
af ungum konum. Vændiskonurnar þrjár
kynntu sig og byrjuðu að segja frá Hydra.
Fyrst í stað voru konurnar í salnum óöruggar
en fyrr en varði sveif andi systraþels yfir vötn-
um.
Markmið samtakanna eru mörg. Heil-
brigðisfræðsla gegnir mikilvægu hlutverki, t.d.
fyrir konur/karla sem eru nýbyrjuð í bransan-
um og einnig reyna þau að aðstoða fólk sem
vill skipta um starf, t.d. með fjárhagslegum
stuðningi og ráðgjöf. Utgáfustarfsemi er tals-
verð og á vegum samtakanna er rekið kaffi-
hús þar sem vændiskonur geta hist, kynnst og
miðlað af reynslu sinni. Mikið er af eiturlyfja-
neytendum í stéttinni og einnig eru margar er-
lendar konur, t.d. frá Tælandi og Austur-Evr-
ópulöndunum. Hydra reynir að nálgast þessa
hópa til að fræða þá um réttindi þeirra, heil-
brigði og fleira.
Fimm konur eru í hlutastarfi á vegum sam-