Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 39

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 39
Jóna Gróa Sigurðardóttir borgarfulltrúi, er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í borgarmálunum frá 1982 og er nú for- maður atvinnumálanefndar, situr í byggingar- nefnd aldraðra, menningarmálanefnd og i stjórn heilsugæslu Miðbæjarumdæmisins. Hefur þú sem formaður atvinnumálanefndar Reykjavíkur beitt þér sérstaklega í atvinnumál- um kvenna? - Eg hef ekki beitt mér sérstaklega í atvinnu- málum kvenna, hins vegar hafa borist mál frá konum og körlum og við höfum reynt að leysa úr þeim eftir bestu getu. Hvaða mál koma einkum frá konum? - Til dæmis um stofnun fyrirtækja, stuðningur við nýsköpun í atvinnulífi. Það em ákveðnar reglur sem við förum eftir og reynum að styrkja allt sem við getum sem fellur inn í þann ramma og það er það skilyrði að þetta sé nýsköpun og ekki í samkeppni við annað sem fyrir er. Ég hef þá ánægju að segja frá því að nýráðinn fram- kvæmdastjóri Vinnumiðlunar Reykjavíkur er kona. Hvað telur þú brýnast að gera í málefnum reyk- vískra kvenna á næsta kjörtímabili? - Ég vil beita mér fyrir stuðningi við ijölskyld- una, að hún hafi næga atvinnu þannig að hún geti framfært sig og lifað menningarlífi. Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar að beita sér fyrir því að fullnægja þörf fyrir dagvistari-ými, stórefla uppbyggingu hjúkrunarheimila og auka gæði umhverfis með uppbyggingu göngustíga og að- stöðu fyrir fjölskylduna til að njóta útiveru saman. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi skipar 1. sæti á lista Reykjavíkurlistans. Hún hefur setið í borgarstjóm í 8 ár og á nú sæti i borgarráði. Auk þess situr hún í skólamálaráði, byggingar- nefnd aldraðra og í stjórn veitustofnana. Hvað telur þú brýnast að gera í málefnum reyk- vískra kvenna á næsta kjörtímabili? - Það er erfitt að taka einn þátt út úr því að allt verkar þetta saman. Undirstaðan er traust og góð fjánnálastjórn borgarinnar og að vel sé far- ið með fjármuni borgarbúa. Atvinnulífið verður að vera blómlegt þannig að allar vinnufúsar hendur hafi verkefni. Atvinnu- leysi kemur verr niður á konum og því er al- gjört grundvallaratriði að konur fái sömu laun og karlar fyrir sambærileg störf. Það er margt sem þarf að bæta í umhverfi kvenna og fjölskyldna í heild svo að þær fái notið sín. Umönnun heimilis hvílir enn oftast meira á konum og slæmar aðstæður, t.d. skort- ur á leikskólaplássi, sundurslitinn skóladagur og vöntun á hjúkrunarrými fyrir aldraða eru þættir sem hindra framgang kvenna í störfum og félagslífi. Steinunn V. Óskarsdóttir starfskona hjá Kven- félagasambandi íslands er í 7. sæti Reykjavík- urlistans. Hvernig ætlar þú sem borgarfulltrúi að beita þér í málefnum reykvískra kvenna ? - Mér finnst mjög brýnt að gera eitthvað fyrir konur í atvinnumálum þvi þau eru mál mál- anna. Það er grundvallaratriði fyrir allar fjöl- skyldur að fólkið hafi atvinnu. Það hefur ekkert verið gert sérstaklega fyrir konur á vegum Reykjavíkurborgar en það þarf að gera og ég hef áhuga á því að beita mér fýrir sérstöku atvinnuátaki fyrir reykviskar konur. Það þarf líka að jafna launamun í Reykjavík og hjá Reykjavíkurborg. Borgarstarfsmenn eru smánarlega launaðir. Og það er staðreynd að launamunur milli kynja hjá Reykjavíkurborg er meiri heldur en hjá ríkinu. Það þarf einnig að vinna að starfsmati með verkalýðshreyfing- unni. 'fi Vi: i §f I Islensk list við ÖII tækifæri Skipholt 60B. Sími 814020 II :v.:v.v».-.v.vx*;:x*.v>xv.v.*.v.v.v.-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.