Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 44

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 44
KVENNAKV OLD HJÁ FÁKI Hið árlega kvennakvöld hestamannafélagsins Fáks var haldið 1 2. mars sfðastliðinn. Kvöldið var með austurlensku ívafi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Anna Fjóla, annáluð hestakona auk þess að vera Ijósmyndari, tók. Fyrsta kvennakvöldið var haldið árið 1 982 og hefur þróast í áranna rás f það að vera „þvílik gleði" eins og Edda Hinriksdóttir formaður kvennadeildarinnar komst að orði við Veru. „Undirbúningurinn hefst þegar upp úr áramótum þvf margar kvennanna búa til búningana sína sjálfar. I raun ætti að tilkynna strax á haustin hvaða þema er til að auðvelda þeim verkið," segir Edda. Starfið í kvennadeildinni er mjög virkt, á hausfin hitfasf konurnar vikulega og fara saman f klukkustundar göngu, ýmist um Heiðmörkina eða aðra fagra staði. Þær sfanda fyrir kaffihlaðborði nokkrum sinnum yfir veturinn og gera sér alltaf dagamun rétt fyrir jólin. I vetur hefur einnig verið boðið upp á myndakvöld, snyrtivörukynningu og þær keyptu efni f gluggatjöld sem saumuð voru og sett upp í félagsheimilinu. Ekki má gleyma hinni árlegu kvennareið sem farin verður 27. maí næstkomandi. I fyrra mættu á annað hundrað konur, sem grilluðu, sungu og riðu greitt. Vert er að taka fram að utanfélagskonur eru einnig velkomnar. HAPHAZARDESS Eppu Nuotio, Maikki Haijanne og Johanna Ðruun fyrir framan eitt af verkum sínum um hvunndagshetjuna Haphazardess. I Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, stendur yfir sýning á silkiverkum og teikningum eftir þrjár finnskar lisfakonur. Þær Eppu, Maikki og Johanna hófu samvinnu f upphafi árs 1993 og þá kviknaði hugmyndin að kvenfmyndinni og hvunndagshetjunni Haphazardess. I apríl hóf kvennatfmaritið „Me Naiset" að birta skopmyndaraðir eftir þær og f nóvember 1993 opnuðu þær sýningu I Nytjalistasafninu f Helsinki. Þar sýndu þær myndaraðir úr silki, risastór verk sem einkennast af litagleði og góðlátlegu grfni. Nú um sumarmál 1994 er þessi sama sýning komin til Islands. Sýningin verður opin til 7. maf, virka daga frá 12.00 til 18.00 og laugardaga frá 1 2.00 til 1 ó.oo. Frá vinstri: Agncs Einarsdóttir, Friðgcröur Guðnadóttir, Edda Hinriksdóttir, Hrönn Ægisdóttir, Ámý Ægisdóttir Tölvan er helsta hjálpartæki starfsmanna Prentþjónustunnar. I hugskoti hennar er meðal annars unnt að fullvinna alla skeytingu, hversu umfangsmikið sem verkið er. Flókin verk, með mörgum og stórum myndum, renna Ijúflega eftir vinnslukerfi Prentþjónustunnar, gegnum öflugan tækjakost undir síkvikum augum starfsmannanna. PRENTÞJÓNUSTAN BOLHOLTI 6 SlMI 687760 FAX 688761 MÓTALD 687073
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.