Vera - 01.05.1994, Síða 14

Vera - 01.05.1994, Síða 14
HALTU KJAFTI OG YERTU SÆT Annadís Gréta Rúdólfsdóttir 14 HERFUR í MÓTMÆLASTOÐU Viðbrögð aðdáenda keppnanna við aðgerðum af þessu tagi hafa siður en svo verið til þess að kitla hláturtaugarnar og langt frá því að vera mál- efnaleg. Heiðar Jónsson snyrtir lýsir kvígukrýnendunum í ævisögu sinni á eftirfarandi hátt: „Ég var þá kynnir á fegurðarsamkeppnum og þar voru konur að mótmæla. Flestar kvennanna sem þar voru fremstar gengu um eins og herfur. Ég held að það hefði verið miklu sterkara ef við inngang- inn hefðu staðið huggulegar, vel klæddar konur og mótmælt“ (bls. 214). Konurnar höfðu merkilegri mál í sínum huga en að taka með sér Gucci tösku. Hvernig gat þær grunað að sama mælistika yrði notuð á þær og feg- urðardísimar? Dóm- arar fegurðarsam- keppninnar gáfu þeim falleinkunn fyrir útlit- ið og gerðu málflutn- ing þeirra þar með ómarktækan. Þeir virðast reyndar telja opinn munn eitt mesta lýti sem hægt er að fínna á konum. Hverjir mega þá mæla fyrir hönd kvenna? Einungis þeir, sem virkilega skilja konur og nátt- úru þeirra, geta skil- greint þarfir þeirra og eðli. Raddir kvenna virðast því í auknum mæli verða að koma úr karlmannsbörkum. Þessar druslulegu konur geta ekki verið málsvarar okkar fallegu kvenna og auðlinda. Almannarómur hefur tekið upp þessa röksemdarfærslu. Auðvitað eru ástæður fyrir því þegar ljótar og „subbulegar“ kon- ur „ráðast gegn“ fallegum kynsystrum sínum. Hvílík ónátt- úra! Hér hlýtur eitt- ífrétt um fyrirsœtuskóla (Stöð 2) likti fréttamaður íslenskum konum við náttúruauðlind og íslenskri fegurð við vörumerki. Hagnýting þokkadísa hefur ekki verið öllum jafn munntöm, enda reisn og virðing kvenna orð- in lítil ef„ virkja “ á líkama þeirra sem söluvarning og skemmtiatriði. Konur hafa gripið til ýmissa aðgerða til að mótmæla boðskap feg- urðarsamkeppna. Erfróðlegt annars vegar að líta á í hverju þessar að- gerðir hafa falist og hins vegar hvernig þcer hafa verið túlkaðar af„sér- frceðingum “ og nytjendum hinna íslensku náttúruauðlinda. MANNESKJA EÐA MARKAÐSVARA? Aðgerðir kvenna hafa gjaman verið táknrænar og þær notað líkingar til að minna á að konan er „manneskja en ekki markaðsvara“. Einna eft- irminnilegust er krýning kvígu þar sem kjör Ung- frúar íslands fór fram. Boðskapurinn var skýr, konur em ekki búfénaður og vilja ekki láta með- höndla sig sem slíkan. Árið 1985 gripu kon- ur aftur til táknrænna að- gerða. í þetta skiptið til að mótmæla „gamanmál- um“ borgarstjóra við krýningu fegurðardrottn- ingar Islands. Hafði borgarstjóri látið þau orð falla að ef stúlkumar væm Kvennaframboðið myndu þeir ekki bjóða fram. Kvennaframboðs- konum var nóg boðið og mættu á borgarstjómar- fund klæddar eins og fegurðardrottningar. Þar mátti m.a. sjá nýkrýndar Magdalenu Schram sem „ungfrú Spök“ og Guð- rúnu Jónsdóttur sem „ungfrú Meðfærileg". Með þessari uppákomu vildu þær mótmæla þeirri kvenímynd sem að kon- um er haldið.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.