Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 6

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 6
LESENDABREF UPPELDI: LYKILL AÐ JAFNRÉTTI! Kæra Vera! Það sker mig alltaf svolítið í hjartað þegar jafnréttissinnuðum konum finnst uppeldismál ekki koma jafnrétti við. Þvi í mínum huga erþað augljóst að uppeldi barna og unglinga er lykillinn að framtíðinni, framtíð sem ég hef ákveðnar hugmyndir um. Eg sé fyrir mér framtíð þar sem karlar og konur njóta sömu réttinda jafnt í orði sem á borði. Þá á ég við að konur hafí jafn mikið vægi og karlar þar sem ráðum er ráðið í þjóðfélaginu, hafí sama rétt til vinnu og sömu laun, auk þess að hafa sömu ábyrgð á persónulegu lífi sínu og ijölskyldu sinnar. Ég held að flestar konur geti verið sam- mála um einhvem slíkan ramma um þau aðalatriði sem við viljum stefna að. Ef til vill er erfiðara fyrir okkur að sam- einast um leiðir að markmiðinu en það þarf ekki endilega að vera verra að fleiri en ein leið sé farin. Ef markmiðin em skýr hljótum við að enda á sama punktinum. Margar mismunandi leiðir að markmiðinu em til. Sem dæmi má nefna það að konur bjóði fram eigin lista til Alþing- is eða sveitarstjórna. Að konur kjósi að vinna með körlum í flokkunum og koma viðhorfum kvenna þannig að. Að ræða málin og benda á misrétti við eldhúsborðið og í ijölmiðlum. Að sýna gott fordæmi með því að taka að sér hefðbundin karlastörf og standa sig vel. Að stuðla að samþykki laga um jafnrétti, svo eitthvað sé nefnt. Allar þessar leiðir og margar fleiri hafa verið farnar á undanfömum áratug- um (og reyndar lengur). Þrátt fyrir alla þessa vinnu finnst okkur við finna fyrir bakslaginu sem Susan Faludi hefur nefnt svo. Ymislegt hefur áunnist en annað hefur staðið í stað eða hrakað. Ég skeyti ekki um að finna sökudólga að sinni en velti því fyrir mér hvað við getum gert til að ferðinni verði ffam haldið. Þegar við lítum yfir þá vinnu sem unnin hefur verið og ár- angur hennar, hvað vantar þá uppá? Þrátt fyrir að lög um jafn- rétti hafi verið samþykkt kemur þjóðfélagið, jafnt karlar sem konur, enn fram við konur og karla á mismunandi hátt. Gömlu brandaramir um ákveðna karl- manninn og frekjudósina em í fullu gildi og í notkun víðsveg- ar. Viðbrögð við orðum og at- höfnum kvenna og karla eru oft mjög misjöfn. Þetta em ekki alltaf meðvituð viðbrögð og oft höldum við okkur jafn- réttissinnuð og emm svo eitt- hvað allt annað í verki. Allir kannast við það að ætla ekki að nota sömu uppeldisaðferð við börnin og notuð var í þeirra eigin uppeldi. Sitja síð- an uppi einn góðan veðurdag og hafa gert eins og fyrir þeim var haft, en ekki eins og þeir ætluðu sér. Uppeldi bama og unglinga er því aðalatriðið í jafnréttisbaráttunni. Það er í æsku sem gmnnur að sam- skiptamáta manna er lagður, viðbrögð sem lærast í æsku em grunnurinn undir viðbragða- kerfi sem hver einstaklingur kemur sér upp. Þennan gmnn getur Vera átt þátt í að leggja. Með því að vekja athygli for- eldra, kennara og annarra sem vinna með eða umgangast böm og unglinga, á því hvemig viðhorf þeirra mótast. Flestar höfum við rekist á veggi fordómafullra viðhorfa gagnvart konum, bæði í einkalífinu og opinberu lífi. Uppeldisaðferðir sem stefna að jafnrétti kynjanna eru besta leiðin til að rífa niður þessa veggi. Því spyr ég: Af hverju er ekki meiri umfjöllun um upp- eldismál i Veru? Kristín Karlsdóttir fóstra og fyrrverandi ritneíhdarkona Veru. FRANSKUR LEIKUR Kæra Vera! Þegar ég fletti í gegnum líflegt desemberblaðið brá mér í brún. Vera mælti þar með nokkrum bókum sem áhugaverðu lesefni og þar á meðal var norska skáldsagan Franskur leikur eftir Vigdísi Hjorth. Að mínum dómi er þessi bók ekki aðeins illa unnin og yfirborðsleg heldur er efni hennar mjög andstætt kvenfrelsis- hugmyndum og þeirri sjálfsvirðingu sem mér finnst Vera boða konum með frjórri umræðu. I sögunni er lýst brengluðu kynferðislegu sambandi konu og karls og leggur konan sig fram við að vera leikfang karlmannsins og fullkominn þol- andi í sambandinu. Þama er um að ræða leik aðalpersónunn- ar við að ganga sem lengst fram af sjálfri sér sem gagn karl- manns en hann kemur og fer án orða. Persónusköpun er eftir þessu, vægast sagt léleg. Ég vil benda lesendum Veru á að nota tíma sinn í annað en að lesa Franskan leik því í mínum huga flokkast hún undir rusl. Hrund Olafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.