Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 16

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 16
16 StKpt CC4K FEGURÐARSAMKEPPNI Það er bara tvennt sem ég óska að dóttir mín lendi aldrei í, eiturlyfjum og fegurðarsam- keppni. Kona, 33 ára og móðir 2 ára stúlku. Þegar Hófí og Linda voru alheimsfegurðar- drottningar voru þær notaðar til að vekja athygli á landinu, en í kynningarstarfí þurfa fyrirtæki að vera með eitthvað slíkt. Alheims- fegurðardrottningar gera það svo sannarlega hvort sem okkur líkar betur eða verr. Einnig hefur Vigdís forseti gert mikið í landkynning- armálum. Smásölufyrirtækin á Spáni voru t.d. sérlega hrifin af Lindu og plaköt af henni hanga eflaust enn í fískbúðum víða um Spán. Markaðsstjóri hjá útflutningsfyrirtæki. Æ, mér finnst þetta eitthvað svo bjánalegt. Stúlka á fímmtánda ári. Mér finnst fegurðarsamkeppni afleit, stelpur að spranga um á sundbol í von um að vinna ein- hver verðlaun! Þetta er algjör lágkúra. Fyrir- sætukeppni er allt annað, það er bara bein starfsumsókn. Karlmaður, 25 ára. Ég hafði unnið um tíma sem fyrirsæta þegar mér var boðið að taka þátt í keppninni um Ung- frú ísland. Mér var sagt að það myndi hjálpa mér, en svo var ekki. Fegurðarsamkeppni og fyrirsætustörf eiga lítið sameiginlegt, en það er aldrei talað um það. Það eru ólíkar skoðanir á því hver er fallegur og hver ekki og það eru ekki til neinir sérfræðingar í fegurð. I fyrir- sætukeppni er verið að leita að góðri ljós- myndafyrirsætu sem er allt annað. Það eina gagnlega sem ég sé við fegurðarsamkeppni er að stúlkumar öðlast sjálfsöryggi. Mér fannst ég sosum hafa gott af því að taka þátt í þessu því ég fór í líkamsrækt og tók líkama minn í gegn sem ég held að allir hafi gott af og að hugsa um mataræðið, án þess að fara út í öfgar. Stúlka um tvítugt sem tók þátt í keppninni um Ungfrú Island fyrir nokkrum árum. Já, því miður heyrist ekkert frá konum núna um fegurðarsamkeppnir. Mér finnst það mjög miður því í þessum keppnum birtast ákveðin tákn um það hverjir verðleikar kvenna séu. Ég lít á þetta sem afturhvarf til fyrri tíma og hluta af þeirri lægð sem kvenréttindabaráttan er í núna. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi. Tíminn spurði hana o.fl. hvort kvennahreyfingin hefði gefist upp á að andmæla fegurðarsamkeppni. Þó gefur augaleið að sú sem stendur ein frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda þarf að hafa bein í nefinu. Straumþungi er- lendra fjölmiðla og annarra sem málið varðar getur verið slíkur að útvörður íslenskrar feg- urðar þarf að geta staðið hann af sér með sóma. Og þá kemur útlitið ekki eitt sér til hjálpar. Hins vegar getur stúlka sem geislar af gegnheilli fegurð orðið landi og þjóð til svo mikils sóma að eftir er tekið um heim allan. Það er oft aðeins um eitt tækifæri að ræða og það getur mótað viðhorf heilla þjóða gagnvart okkur öllum hér sem skipum höfðatöluþjóð- ina heimsfrægu. Jóhann Guðni Reynisson, Vikan 8. tbl.1993 How do you like Iceland? Ragnar Friðrik Ólafsson vinnur að doktors- verkefni þar sem hann kannar m.a. hugmynd- ir útlendinga um ísland. í könnun sem hann gerði meðal 84 nemenda í Bretlandi voru þátt- takendur m.a. beðnir um að lýsa hugmyndum sínum um Island. Einungis þrjár athuga- semdir komu um íslenskar konur, tvær jákvæðar og ein neikvæð. Þær jákvæðu: „Fallegar tígulegar stúlkur“ og „Sagt er að það séu aðlaðandi konur þar“. Sú neikvæða: „Þurrar á manninn, ekki mjög sexý“. Goðsag- an um fegurð íslenskra kvenna hefur því ekki sloppið inn í höfuðvígi Miss World sem er á Bretlandseyjum. ívuop'sysTCö'N y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.