Vera


Vera - 01.03.1995, Qupperneq 6

Vera - 01.03.1995, Qupperneq 6
þór nni á þing kannt ekki tungumáliö og lítur ööru vísi út. Fólk þarf mikla og góða aðstoö viö að koma sér inn í samfélagið. Þessu verkefni lauk eftir áramót 1992 og þá komst ég aö í sex mánaöa starfsþjálfun hjá EFTA I Genf, vann á upplýsingaskrif- stofu. Ég hélt raunar að þá myndi ég setjast aö á meginlandinu en svo varö þó ekki. Ég kom heim um sumarið þegar starf losnaði á skrifstofu Kvennalistans og ég ákvað að sækja um að gamni. Ég fékk starfið og þar með voru örlög mín ráðin/' segir Þórunn fjör- lega ogfull af eldmóði. Komum og rifum kjaft Þegar hér var komiö sögu hafði Þórunn kynnst starfi Kvennalistans töluvert því sum- arið 1991 hafði hún, ásamt nokkrum kon- um úr Háskólanum, gengið til liös við sam- tökin. Undirbjuggu þær sig vel fyrir landsfundinn 1991, sem haldinn var á Sel- tjarnarnesi, og létu talsvert til sín taka. „Við mættum á þennan landsfund og rif- um kjaft," segir hún prakkaralega. Um hvað var rifist? „Við vorum stundum kallaðar „ungu, reiðu konurnar" en þegar við fórum að tala kom í Ijós að við vorum reiðar út af nákvæm- lega sömu málum og eldri Kvennalistakonur 10 til 15 árum fyrr. Við vorum nýkomnar úr námi, sumar byrjaðar að eiga börn og lýst- um aðstæðum okkar. Eldri konurnar þóttust hafa heyrt þetta allt áður en viö bentum „Ég hef ekki fundið að við séum feimnar við að takast á um mál þegar við erum ekki sammála. Nútímalegir stjómunarhættir miða einmitt að því að fólk tali saman til að komast að niðurstöðu og við þomm alveg að breyta stefnunni þegar nauðsyn krefur.“ þeim á að aðstæður hefðu bara ekkert breyst frá því þær voru í okkar sþorum. Þær yrðu að kyngja þeim sára sannleika að bar- áttan hefði skilaö allt of litlu. Þetta fór auð- vitað fram í mesta systerni, eins og venjan er í Kvennalistanum, en mér þótti þetta skemmtilegt og áhugi minn var vakinn. Þeg- ar starfið losnaöi svo sumarið 1992 sló ég til og síðan hefur Kvennalistinn verið mitt líf og yndi." Þórunn metur mikils hvað henni var strax treyst vel, þrátt fyrir ungan aldur, enda finnst henni mesti kostur hreyfingarinnar hvað auðvelt er að komast þar til áhrifa ef konur landsfunda og vorþings og í því eiga sæti tveir fulltrúar frá hverjum anga, eða 16 kon- ur, einnig þingkonur, varaþingkonur og starfskonur. Mér finnst tengslin út T angana hafa batnað og upplýsingastreymiö frá skrif- stofunni út um land orðið auðveldara og skýrara," segir Þórunn. En finnst henni þátt- taka í starfi Kvennalistans nógu almenn? „Sem starfskonu finnst mér hún auðvitað aldrei nógu almenn og vildi að miklu fleiri konur kæmu til starfa. En við stöndum þó vel miðað við aðra stjórnmálaflokka. Þátttakan var t.d. mjög góð fyrir síðustu kosningar." Efnahagslegt sjálfstæði mikilvægast Starfsaðferðir Kvennatistans eru oft gagn- rýndar, t.d. þykir hann lengi að taka ákvörð- un og komast að niðurstöðu. Finnst þér vinnuaðferðirnar réttar? „Já, mér finnst sú grundvallarregla rétt að ræða málin T gegn til að finna sameiginlega niðurstöðu. Ég hef ekki fundið að við séum feimnar við að takast á um mál þegar við erum ekki sammála. Nútímalegir stjórnunarhættir miða einmitt að þvt að fólk tali saman til að komast aö niðurstöðu og við þorum alveg að breyta stefnunni þegar nauðsyn krefur." Nú var verið að ganga frá stefnuskrá fyrir kosningarnar. Eru miklar breytingar frá fyrri stefnuskrá? „Nei, ekki í grundvallaratriðum en hún erít- arlegri en stefnuskráin frá 1991 og í henni eru nýir kaflar, m.a. um ofbeldi gegn konum, of- beldi gegn börnum og um réttarvörslukerfið, t.d. um afskipti lögreglu af ýmsum málurn." Á hvað vilt þú teggja mesta áherslu? „Mér finnst efnahagslegt sjálfstæði kvenna vera mikilvægasta málið. Það er engin spurning," segir Þórunn og kveður fast að orði, „en ég hef einnig áhuga á utan- ríkismálum, mannréttinda- ogfriðarmálum," bætir hún við. „Hér á landi er ennþá 50% launamunur á körlum og konum. Það segir allt sem segja þarf. Mér sýnist ekkert vera að gerast sem mun breyta þessu enda hefur verkalýðs- hreyfingin sannað getuleysi sitt. Það þarf að stokka upp meingallað launakerfi ríkisins þar sem yfirmenn, sem flestir eru karlar, fá ýmsar aukagreiðslur, sporslur og hlunnindi, en konurnar sitja uppi meö taxtakaupið." Getur Alþingi breytt þessum launamun? „Já, Alþingi getur komið lögum yfir ýmis- legt og haft þannig áhrif. Kvennalistinn vill að fram fari ókynbundiö starfsmat sem hafa áhuga á að beita sér og vilja leggja sitt af mörkum. „Vinkvennahópur minn úr Háskóla ís- lands hefur verið virkur innan Kvennalistans enda er þaö svo að ef þú hefur áhuga og vilt taka þátt í starfinu, stendur enginn í vegi fyr- ir þér. Við tókum að okkur að endurskoða lög og starfsreglur Samtaka um kvennalista og mér finnst starfið hafa batnað eftir að nýju reglurnar voru settar. Markmiðið var að skilgreina betur hvar ábyrgðin T starfinu lægi og gera það markvissara. Lagöar voru skýr- ari línur um vinnu málefnahóþa, sem viö köllum þankabanka, þar sem áhersla er lögð á að vinnan hafi upphaf, miðju og endi en renni ekki út í sandinn eins og oft vill ger- ast. Ein kona var því gerð ábyrg fyrir hverjum hóþi því áður var oft óljóst hver bæri ábyrgð- ina. Mikilvægasti árangur þessara breytinga er markvissara starf samráösins en þaö er fulltrúasamkoma 28 kvenna sem kemur saman fjórum til fimm sinnum á ári. Sam- ráðið er æðsta vald samtakanna á milli

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.