Vera


Vera - 01.03.1995, Page 32

Vera - 01.03.1995, Page 32
kfflmr og kosningar málum þar sem eitt meginmarkmiðið var að tryggja að sérhver einstaklingur hefði tæki- færi til að leita sér lögfræðiþjónustu án til- litstil efnahags. Ekki var mæltfyrirtillögunni og hún því ekki rædd á þinginu. Anna Ólafs- dóttir Björnsson bar í tvígang fram fyrirsþurn varöandi þýöingu á „Skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna í heiminum 1970-1990“. í fýrra skiþtið varö utanrikis- ráðherra fyrir svörum en í síðara skiþtið var sþurningunni beint til félagsmálaráöherra sem svaraði munnlega. Svavar Gestsson, þingmaöur Alþýðubandalags, bar svo fram fyrirsþurn til sama ráðherra um „Staðfest- ingu alþjóðasamþykktar um jafnrétti karla og kvenna" og blönduðu bæöi Anna Ólafs- dóttir Björnsson og Guðrún J. Halldórsdóttir sér í umræðurnar sem fýlgdu í kjölfarið. Ingibjörg Sólrún lýsti þeirri skoðun sinni að engin kona ætti að missa laun við að fara i fæöingarorlof en virtist fremur svart- sýn á að ríkisstjórnin legöi fljótlega fram frumvarp um þetta efni, sem varð og raun- in, því enn bólar ekkert á því frumvarpi. Kvennapólitík Ef fyrrgreind efnisflokkun Alþingistíðinda er höfð aö leiðarljósi virðast fá mál er varöa konur rædd á hinu háa Alþingi. Við nánari at- hugun kemur hins vegar í Ijós að undir yfir- skriftina „Konur" vantar fjölmörg mál, eða hvar ætti til dæmis umræða um Fæðingar- heimili Reykjavíkur betur heima? Skilgrein- ingin á svokölluðum „kvennamálum" vefst reyndar fyrir fleirum en þeim sem slá inn á tölvur þingsins. Trúlega eru allir sammála um að réttur kvenna til launa í fæðingaror- lofi sé hagsmunamál sem varði konur fyrst og fremst. Lög um fæðingarorlof gera hins vegar ráð fyrir þeim möguleika að feður geti tekið sér launað leyfi til að sinna börnum sínum og því deginum Ijósara að lögin eiga að þjóna báöum kynjum en ekki sérhags- munum kvenna. En hvaða mál eru hags- munamál kvenna og hvernig útlistum við kvennaþólitík? Þaö þykir eölilegt aö konur beiti sér í málum sem varða Ijölskylduna sérstaklega og því þykja félags-, heilbrigðis- og menntamál sérlega kvenlegir málaflokk- ar. Þetta eru hin svokölluðu „mjúku mál" sem er ákaflega undarleg nafngift þegar til- lit er tekið til þess að um er aö ræöa stærstu útgjaldaliði fjárlaga. Umræða um þessa málaflokka helst líka mjög í hendur við umræður um fjárlög en eins og alþjóð er kunnugt var niðurskurður í heilbrigðismálum Kristín Ástgeirsdóttir einmitt eitt helsta ágreiningsmál stjórnar og stjórnar- andstöðu á yfir- standandi kjörtíma- bili. Frumvarþ ríkisstjórnarinnar um breytingar á lög- um um Lánasjóð ts- lenskra náms- manna, sem var lagt fram í desem- ber 1991, varð líka tilefni deilna. í um- fjöllun um frumvarp- íð bentu Kvenna- listakonur réttilega á að ýmis ákvæði, bæði varðandi veitingu lána og þá ekki síður end- urgreiðslu þeirra, kæmu sér sérstaklega illa fýrir konur því eins og kannanir á launaþró- un sýna er háskóla- og framhaldsmenntun engin trygging fyrir betri launum. Gildir einu hvort um heföbundin kvennastörf er að ræða eöa ekki því eins og áður var vikið að fá konur og karlar ekki nærri alltaf sömu laun fyrir sömu vinnu. Þrátt fyrir andstöðu minnihlutans tókst ekki að koma í veg fyrir lögfestingu frumvarpsins þann 15. maí 1992 en strax sama haust lögðu þingkonur Kvennalistans fram breytingarfrumvarp þar sem gert var ráð fyrir að ef reglur um úthlut- un námslána breyttust á þeim tíma sem námsmaður væri í námi gæti hann valið milli þess að taka lán samkvæmt nýju regl- unum eða þeim sem giltu þegar hann hóf nám sitt. Þessar breytingar hefðu oröið mjög til bóta en því miöur var frumvarþ þetta eitt af þeim fjölmörgu sem dagaði uppi t nefnd. En aftur að kvennapólitíkinni sem er svo erfitt að skilgreina. Ef allar bækur skrif- aðar af konum eru kvennabókmenntir mætti ætla aö öll mál sem konur flytja á þingi væru kvennaþólitísk mál, en svo er auðvitað ekki. Og þá erum við kannski komin aö kjarna málsins; kvennapólitík er ekki síöur spurn- ing um afstööu en málefni. Það að reka kvennapólitík hlýtur þvt aö felast í þvt aö leggja sérstaka áherslu á hagsmunamál kvenna. BreytingatiIlögur Kvennalistakvenna á prlagafrumvarpi ársins 1992 eru einmitt t þeim anda. í fyrsta lagi lögðu þær til breyt- ingatillögu varðandi Byggðastofnun sem átti að tryggja að 50 milljónir króna yrðu sérstak- lega ætlaðarí atvinnuþróun kvenna á lands- byggðinni. í hinum breytingatillögunum fólst hækkun flárframlaga til Kvennasögusafns- ins, UNIFEM (Hjálparstarfs Sameinuðu þjóð- anna fyrir konur í þróunarlöndunum), Kvennaathvarfsins, Stígamóta og Fæðingar- heimilis Reykjavíkur. Ári síðar, eða þegarfjárlagafrumvarþ fyrir 1993 var til umræðu, báru Kvennalistakon- ur enn fram breytingati11ögur sem gengu út á að auka framlög til UNIFEM, Kvennaat- hvarfsins og Stígamóta. Auk þess lögðu þær til að undir þá grein fjárlaganna sem snertir Háskóla íslands kæmi nýr liöur, Það þykir eðlilegt aö konur beiti sér í mál- um sem varða fjölskylduna sérstaklega og þvi þykja félags-, heilbrigöis- og menntamál sérlega kvenlegir málaflokkar. Þetta eru hin svokölluðu „mjúku mál“ sem er ákaflega undarleg nafngift þegar tillit er tekið til þess aö um er að ræða stærstu útgjaldaliði fjárlaga. „Kvennarannsóknir", en samkvæmt tillög- unni áttu 3 milljónir króna að fara T það verk- efni. Breytingatillaga um aukin framlög til Kennaraháskóla íslands var einnig lögð v ra er tímarit fyrir allar konur Áskriftarsíminn er 22188 Hringið núna og fáið blaöið sent um hæl Athugið að áskrifendur fá afslátt ef þeir greiöa með korti

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.