Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 41

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 41
Oopinbera kvennaráðstefnan í Peking: heimurínn með augum &/<enn& Irene M. Santiago, framkvæmdastjóri NGO-ráöstefnunnar, eða óopinberu kvennaráðstefnunnar, var hér á ferð í byrjun febrúar til að kynna óopinberu kvennaráðstefnuna sem verður haldin í Peking í haust samhliða kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Óopin- bera ráöstefnan, sem er ráðstefna frjálsra félagasamtaka, hefst 30. ágúst n.k. og er tilgangur hennar sá að hafa áhrif á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst fjórum dögum síö- ar. Irene kom til íslands til að kynna ráöstefnuna og afla henni stuönings. „Á óopinberu kvennaráðstefnunni fjöllum við um það hvernig viö konur viljum hafa heiminn á 21. öldinni og reynum að koma þeim skilaboöum til ráðstefnu Sameinuðu þjóöanna," segir Irene. „Um leið verða þetta hátíðahöld 30 þúsunda kvenna víðs vegar að úr heiminum sem fagna þarna bæði margbreytileika sínum og öllu því sem sam- einar þær. Á ráðstefnunni setjum við sjónar- horn kvenna á heimsmálin og fjöllum m.a. um heilbrigðismál, atvinnumál, umhverfis- mál, alþjóðaviöskipti og alþjóðasamstarf, stjórnmálaþróun eftir að kalda stríðinu lauk, tækniþyltinguna og allt það sem getur ógn- að friði og öryggi mannkynsins. Við þurfum að gera okkur grein fyrir hvernig við eigum aö bregðast við öllu því sem mun steðja að konum á næstu öld. Við höfum þegar haft heilmikil áhrif á undirbúning S.Þ. ráðstefnunnar, meö því að hafa áhrif á ályktanir þeirra ráðstefna sem haldnar hafa veriö í ýmsum löndum til undir- búnings ráðstefnunni í Peking, þannig að ég er viss um að við getum haft heilmikil áhrif á ályktanir og niðurstöður ráðstefnunnar I haust. Við vitum að fyrri kvennaráðstefnurn- ar hafa skilað okkur miklum árangri. Ráð- stefnan í Mexíkó 1975 gerði umræöuna um stöðu kvenna og misrétti kynjanna réttlæt- anlega og skapaði konum í ólíkum heimsálf- um umræðuvettvang. Sú ráðstefna markaði upphaf kvennaáratugarins og síðan þá hef- ur hlutur kvenna á vettvangi stjórnmálanna aukist þótt hann sé ekki oröinn nógu mikill." Allar með - heima eða í Peking Irene hefur verið á ferð um Norðurlöndin til að afla tjár til óopinberu kvennaráðstefnunnar. Hún hefur fengið styrk frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð og vonast einnig eftir stuðningi frá Finnlandi og íslandi. Hún leitar bæði til stjórnvalda, opinberra stofnana og einkaað- ila, en stuðningurinn getur verið með ýms- um hætti. Þeir sem ekki geta veitt beinan fjár- stuðning geta lagt fram mannskap, tæki eða þekkingu ogt.d. hefur Apple fyrirtækið í Banda- ríkjunum styrkt ráðstefnuna um meira en eina milljón dollara meö tölvum og hugbúnaði. „Við ætlum að nota tölvutæknina til þess að við getum allar talað saman. Þannig get- ur ekki aðeins óopinbera kvennaráðstefnan haft áhrif á konur um allan heim heldur geta þær haft áhrif á ráðstefnuna með beinum samskiptum í gegnum tölvu- og videokerfi. Við tökum tæknina t okkar þjónustu til þess að allar konur geti fylgst með ráðstefnunni hvar sem þær eru staddar í veröldinni, og ekki bara konur, því við viljum tryggja að á 21. öldinni geti allir séð heiminn meö aug- um kvenna." kvnnaráöstefnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.