Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 9
ERDA - húövörur úr íslenskum jurtum:
Því er stundum haldiö fram aö maöurinn sé
það sem hann etur. Sumirganga enn lengra
og segja að maðurinn sé einnig þaö sem
hann ber á húðina - vegna þess að þau efni
sem borin eru á húð síast inn í líkamann. í
þeim snyrtivörum sem við berum á okkur
daglega eru m.a. hreinsaðar olíur, jurtir, ilm-
og litarefni, og sumir framleiöendur veigra
sér ekki við að nota efni úr dýrum, fóstrum
og legkökum! Iðnaðarframleiðendur sem
skeyta lítið um gæði nota ódýr hráefni en
selja mikið út á auglýsingar og umbúðir. Svo
eru smáfyrirtæki sem leggja metnað sinn í
gæði hráefnisins en mega sln lítils á mark-
aönum. Og hver getur fullyrt að þekkt vöru-
merki sé betra en hið óþekkta sem ekki er
á allra vörum? Margar konur eyða miklum
tíma og fé í fegrunarmeðul og gefa innihald-
inu lítinn gaum. Aðrar stilla neyslunni T hóf,
þær velja náttúrulegar snyrtivörur og huga
að framleiðsluferlinu.
Leggjumst út á fjöll og tínum jurtir
Erda er lítið fyrirtæki sem framleiöir og selur
húðvörur, unnar úr íslenskum jurtum, en
nafn þess þýðir „jörð“ á latínu. Það er ekki
aðeins nafn Erdu sem er táknrænt. Merki
lyrirtækisins er fornt kvennamerki, úr goða-
fræði, og vísar til höfuðskepnanna fjögurra,
náttúrunnar og óendanleika hennar. Það
sem veitir Erdu-kremunum sérstöðu er að
þau eru svo „hrein" að óhætt væri aö leggja
þau sértil munns!
Dagný E. Einarsdóttir, ung kona frá
Reykjavík, annar eigenda Erdu kom til Veru
á dögunum og kynnti mér starfsemina. Hún
stofnaði fyrirtækið, ásamt Guðriði Þ. Val-
geirsdóttur, sem búsett er á Arnarstöðum,
nálægt Selfossi. Dagný er þaulkunnug jurt-
um og snyrtivöruframleiðslu og dregur enga
dul á smæð Erdu, við hlið risanna á mark-
aönum. En kremin þeirra eru góð og þær eru
staðráðnar í að halda velli.
Þaö er áhugavert að snyrtivörur séu fram-
leiddar úr villtum íslenskum jurtum og einnig
að þetta sé atvinnuskapandi. Ég spyr Dag-
nýju um tildrög þess aö þær Guðriður hófu
snyrtivöruframleiðslu.
„Hugmyndin varð til fyrir 3 árum, en báð-
ar vorum við þá þegar miklarjurtaáhugakon-
semóhœtterdð
BORÐA!
ur og bjuggum til seyði. Jurtaþekking á sér
rætur I Ijölskyldu Guðriðar og lærði hún af
ömmu sinni, en ég hef lesið mér til. Ég hef
sótt námskeið í efnafræði snyrtivara og
stunda nú nám í „hómópatíu" - smá-
skammtalækningum í breskum skóla,"
svarar Dagný.
Hvert sækið þið hráefnið og hvernig gengur
framleiðslan fyrir sig?
„Það hefur reynst erfitt að fá góð hráefni
á heimsmarkaði, en olíur þurfum við að
kaupa að utan og viljum að þær séu lítt unn-
ar og meðhöndlaðar. Við leggjumst út á fjöll
og tínum jurtir á besta tíma og á kjörsvæði
hverrar jurtar. Allt er tínt í óbleikt léreft og við
gætum þess að ganga ekki of nærri gróðrin-
um. Vinnuaðstöðu höfum við á Arnarstööum
og þar gerum við kremin. Þau eru hrærð I
höndunum og við setjum sjálfar í krukkur og
límum miða á. Það er erfitt að vinna með
okkar hráefni og hver kremtegund er unnin
frá grunni. Við höfum lagt mikla vinnu í að
þreifa okkur áfram til þess að ná þeim ár-
angri sem við vildum," segir hún stolt. „Við
höfum síðan fengið fólk til aö prófa kremin
á sér. Það lætur vel af þeim og segir þau
gefa góða tilfinningu," segir Dagný glaðlega.
Hvers konarkrem framleiðið þið? Leysið þið
húðvandamál?
„Við erum með krem fyrir allar húðteg-
undir og snyrtivörulínu, þ.e. augnkrem, and-
litskrem og líkamskrem. Og auk þess krem
sem eru góö gegn exemi og bólum en við
læknum enga húð, ef um sjúkdóma er að
ræða,“ svarar Dagný, og mér líkar hrein-
skilnin í svari hennar.
Hvernig hefur markaðssetning gengið?
„Hún er afar lítið farin af stað, enda erum
við núna fyrst að verða tilbúnar. Við kynntum
Erdu á Nordisk Forum og höfum veriö með
kynningar hjá ýmsum samtökum og félög-
um. Svo spyrst út hvað við erum með og fólk
snýr sér beint til okkar. Við ætlum að hefja
markaðssetningu af alvöru í vor eða sumar
hér á landi og erlendis. Umbúðir þarf að
hanna og einnig ímynd fyrirtækisins. Þá þarf
aö auglýsa og þessi þáttur framleiðslunnar
er mjög dýr,“ segir Dagný íhugul á svip.
Snyrtivöruverksmiðjur upp um allar
heiöar...
Er grundvöllur fyrir stórframleiðslu á snyrti-
vörum úr íslenskum jurtum, spyr ég og sé
fyrir mér snyrtivöruverksmiðjur upp um allar
heiöar.
Dagný E. Einarsdóttir, t.v. og Guöríöur Þ. Valgeirs-
dóttir sýna framleiöslu sína á kvennaráöstefnunni i
Finnlandi sl. sumar.
„Nei, alls ekki," svarar Dagný ákveðin.
„Magn jurtanna býður ekki upp á það. Ég
veit að erlendir aðilar hafa komið hingað og
skoðaö hvað hér megi nýta af hráefni. Mér
flnnst þaö uggvænleg þróun, því meö mikilli
ásókn væri hægt að eyðileggja þaö gróður-
lendi sem hér er á örfáum árum."
Svar hennar leiðir hugann að þessari
perlu, íslenskri náttúru, og mikilvægi þess
að gróður jarðar fái að dafna. Að skilnaði
þakka ég Dagnýju fyrir spjallið og hún fær-
ir mér gjöf. Þaö er lítil glerkrukka meö
handáburði sem ilmar af íslenskum grös-
um. Þessi áburöur hefurfariö vel með hend-
urnar á mér í vetrarkuldum janúarmánaðar.
Viötal: Vala S. Valdimarsdóttir