Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 37

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 37
Hun stendur við eldavelina þegar eg kem til hennar í hádeginu og færir fisk upp á disk, fyrst handa 6 ára dóttur sinni, Heru, og síð- an handa vinkonu hennar. Þær sitja við eld- húsborðið og dingla fótunum, nýkomnar úr skólanum, kðtar og svolítið spenntar, kannski bara yfir öllu þessu lífi sem er framundan. Svo þurfa þær að sýna mér leik- rit. Nema hvað! Það er engu líkara en ég sé stigin beint inn í Hvíta dauðann, áður en Alma fór á Hæl- ið eða rétt eftir aö hún kom heim, læknuð af berklunum. Þórey Sigþórsdóttir vakti athygli þjóðarinnar í hlutverki um berkla á íslandi sem sýnd var í Sjón- varpinu um jólin og Hera var áfram dóttir móður sinnar, líka í myndinni. Vera heim- sótti þær mæðgur dag nokkurn í janúar þegar buldi á kvist- um í risíbúð þeirra í Hlíðunum. Þórey hellir uppá velsterkt kaffi í Ttölsku pressukönn- unni sinni og við hreiðrum um okkur í rústrauöu stofunni hennar. Húsgögnin muna tímana tvenna, Þórey hefur gaman af því að hafa gamla hluti í kringum sig, fjölskylduarfinn eða sérstaka hluti sem hún finnur á fornsölum hér og þar og hefur með sér heim. Það fer vel um Ölmu í þessari mynd okkur því þetta er hlýlegt heimili. Við byrjum á því að tala um Hvíta dauðann og Ölmu. „Mér fannst ég eiga auðvelt með að skilja Ölmu og ég reyndi að setja mig eins vel og ég gat inn T aðstæður hennar og per- sónuleika. Hún er einstæð móðir, eins og ég er reyndar líka, en á þeim tlma var það mjög erfið staða og fólk leit jafnvel niður á einstæðar mæður. Henni er kippt út úr sín- um veruleika og send á Vífilsstaði en það var eins og dauðadómur. Þegar ég vinn hlut- verk reyni ég að finna efni sem hjálpar mér og leikstjórinn var líka duglegur við að út- vega mér heimildir. Ég ræddi við fólk sem var á Vífilsstöðum á sögutímanum og með- al þess sem ég las var ævisaga Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, en hún þurfti að fara frá sínum börnum þegar hún fékk berkla. Ég get vel ímyndað mér hvaö það hefur verið erfitt að skiljast við börnin sín við þessar aðstæð- ur. Hins vegar var lífið á VTfilsstöðum mjög sérstakt og virðist oft hafa verið eins og líf í stríði. Það markaðist náttúrlega af því hvað dauðinn var nálægur, þá verður lífshvötin svo sterk og lífsgleðin svo mikil að fýrir þá sem voru ekki mjög veikir var þetta kannski meira spennandi líf en endranær og stutt í rómantíkina. Þarna var alls konar fólk sam- ankomiö, skáld og aðr- ir listamenn innan um og saman viö, og þarna kynntust margir menningu og listum, sumir heyrðu t.d. klassíska tónlist í fyrsta sinn á Hælinu. Ein konan sem vann við búninga myndarinn- ar var á Vífilsstöðum á sínum tíma og það kom alltaf glampi T aug- un á henni þegar hún sagði okkurfrá því." Ein á ferð í Finnlandi Þórey útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1991 og hefur haft nóg að gera síð- Úr stuttmyndinni „í draumi sérhvers manns", eftir Ingu Lísu Middleton m lli tveggja heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.