Vera


Vera - 01.03.1995, Qupperneq 7

Vera - 01.03.1995, Qupperneq 7
breytt gæti gildi hinna ýmsu starfa í þjóðfé- laginu. Stundum er talað eins og ekki sé hægt að koma lögum yfir einkafyrirtækin en það er gert í öðrum löndum og við hljótum að geta þaö líka. Við höfum t.d. jafnréttislög þar sem m.a. er ákvæði um jákvæða mis- munun. En þessi lög hanga ónotuð uppi á snúru og enginn hefur pólitískt þor til að nota ákvæðið og rétta hlut kvenna. Kven- frelsið næst ekki nema konur hljóti efna- hagslegt sjálfstæði og enn vantar mikið upp á það hér á landi. Sumar konur verða t.d. að vinna hlutastörf vegna þess hvernig leik- skóla- og skólamálum er háttað. Þannig helst allt í hendur við að gera konum lífið erfitt og því viljum við breyta." Leiðin liggur upp á við Finnst þér Kvennalistinn hafa náö mikium árangri á þingi sl. kjörtímabil? „Já, Kvennalistinn hefur haft mikil áhrif, bæði bein og óbein. Þingkonur Kvennalist- ans eru alltaf vakandi fyrir kvennamálum á þingi og ástandið væri heldur dapurlegt ef þeirra nyti ekki við því þingkonur annarra flokka hafa ekki sinnt þeim málum sem skyldi. Það er hins vegar lýjandi að vera svona lengi í stjórnarandstöðu og leggja fram alls kyns frumvörp sem ekki eru sam- þykkt en svo leggur rikisstjórnin fram sömu mál, örlítið breytt, ári síðar og fær þau sam- þykkt. Það er auðvitað á brattann að sækja í lok þriðja kjörtímabilsins í stjórnarand- stöðu en við gefumst ekki upp. Kvennalist- »Við höfum t.d. jafnréttíslög þar sem m-a- er ákvæði um jákvæða mismunun. Þessi lög hanga ónotuð uppi á snúru °g enginn hefur pólitískt þor til að nota ákvæðið og rétta hlut kvenna." inn hefur breytt allri umræðu um pólitík í landinu, það sást best í borgarstjórnarkosn- ingunum sl. vor þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók upp mál sem Kvennalistinn hefur hamr- að á sl. tólf ár.“ / yfírlýsingu frá síöasta landsfundi Kvenna- listans var tekiö fram aö listinn vildi fara í rík- isstjórn. Hefur reynsian af samstarfinu á Reykjavíkurlistanum einhver áhrif á hugsan- legt samstarfaö loknum kosningum? „Kvennalistinn hefur alltaf verið tilbúinn til að fara f ríkisstjórn, aðstæöur hafa bara ekki skapast til þess. Sigur R-listans sýnir okkur vissulega að þaö er ýmislegt hægt. Við eigum að geta náö málefnalegri sam- stöðu um mörg mál með félagshyggjuflokk- unum og ég útiloka ekkert en þetta fer allt eftir niðurstöðu kosninganna." Hvaöa áhrif hefur léleg útkoma Kvennalist- ans í skoöanakönnunum undanfariö á fram- bjóöendur? Þær gera ekkert annað en að stappa 1 okkurstálinu. Leiðin liggur vonandi bara upp á við. Staðreyndin er sú að stór hluti kjós- enda, eða 30%, á enn eftir að gera upp hug sinn. Baráttan er rétt að byrja og hún verður stutt en snörp. Þaö er enginn beygurí okkur og andinn á listanum er mjög góður. Við stefnum að þvt að fá að minnsta kosti þrjár þingkonur í Reykjavík, eins og við höfum haft frá 1987, og vonandi fjórar. Maria Jóhanna Lárusdóttir er f fjórða sæti og kemst vonandi inn á þing," segir Þórunn í kosningaham. Vera óskar henni og öðrum frambjóöendum Kvennalistans góðs gengis. þór/pni á þing

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.