Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 26

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 26
knur og kosningar V: En hvaö áttu viö meö „hlutlægum grundvelli"? J: Þá er ég að tala um þá aðferð, sem notuð er við starfsmatið, en hún felst í þvi að störf eru metin út frá fjórum megín þátt- úm, þ.e. ábyrgð, áreynslu, vinnuskilyrðum og hæfni. V: Ég hnýt nú strax um orðið ábyrgð, en eins og við vitum er sú ábyrgð, sem konur hafa, metin allt öðruvísu og eftir öðrum stik- um en sú ábyrgð, sem fylgir kariastörfum. Samkvæmt jafnréttislögum ber aö greiöa kon- um og körlum jöfn laun fyrir jafnverömæt og sambærileg störf. Þaö viröist hins vegar vera svo aö verkalýösfélögin geti ekki tryggt í samningum sínum við vinnuveitendur aö eftir þessu sé fariö og þar ætti starfsmatiö aö geta hjálpaö, t.d. við röðun í launaflokka. J: Já, já, eins og þú segir, þá er t.d. ábyrgð á þeningum öðruvísi metin en ábyrgð á börnum, en í starfsmatinu er ábyrgðin greind niður í undirþætti og þá er mikilvægt að allir þættir séu teknir inn í matið. Þá erum við komnar aö því sem við köllum kynhlutlaust starfsmat, þ.e. að taka bæði þá eiginleika, sem einkenna störf kvenna og störf karla. Það vill nefni- lega brenna við í hefö- bundnu starfsmati, að eiginleikar kvenna séu bara taldir „eðlilegir", en ekki neinir sérstakir eig- inleikar, sem skuli meta til launa. Þannig má segja að sú menntun sem konur fá utan menntakerfis nýtist þeim ekki til launa en það er sþurning hvort það sama gildi um karlana. V: Hver eru rökin fyrir því, að þínu mati, að fara út í svona starfsmat? J: Samkvæmtjafnrétt- islögum ber að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Það virðist hins vegar vera svo að verkalýðsfélögin geti ekki tryggt í samningum sínum við vinnuveitendur að eft- ir þessu sé farið og þar ætti starfsmatið að geta hjálpað, t.d. við röðun í launaflokka. Það má nefna hér að m.a. Alþjóðavinnu- málastofnunin hefur bent á að illmögulegt sé að framfylgja þessu ákvæði án þess að láta fara fram starfsmat. V: En nú hlýtur að skipta máli hvernig að þessu er staðið, hverjir eiga t.d. að fram- kvæma starfsmat? J: Þaö myndu vera starfsmatsnefndir og í þeim nefndum verða að sitja fulltrúar þeirra starfsstétta, sem verið er að meta hverju sinni og það þarf að gæta þess að kynjahlut- fall í nefndinni sé í samræmi viö kynjahlut- fallið í stéttinni. V: En nú gæti svona starfsmat raskað núverandi kerfi og á auðvitað að gera það ef eitthvað er T því og sú staða getur komið upp að kvennastéttir verði jafnverðmætar og karlastéttir. Hvað þá, á þá að hækka kvennastéttirnar, eða á kannski að lækka karlastéttirnar? J: Það yrði að hækka alla þá, sem vegna kynferðis síns lentu neðar en þeim bæri. En auðvitað verður slíkt ekki gert í einu vet- fangi. I Kanada, þar sem starfsmat hefur gefiö góða raun, hafa verið gerðir samning- ar um að launaleiðréttingar fari fram á ein- hverju tilteknu tímabili, t.d. 2-3 árum, en það er náttúrlega pólitísk ákvörðun hverju sinni. En Kanadamenn hafa ýmislegt fleira gert gott T jafnlaunamálum, þar er vinnuveit- endum t.d. skylt að greiða í sérstakan sjóð, sem nemur 1% af þeim launamismun milli kynja sem er á þeirra vinnustað, og þetta hefur leitt til verulegra breytinga til hins betra fyrir konur. V: Að lokum Jóhanna, er starfsmat töfra- lausn, er vandi okkar kvenna nú leysturí eitt skipti fyrir öll? „ Nú veröa konur svo sannarlega aö taka til hendinni til aö nýta sér þetta tækifæri, en reynslan annars staðar frá sýnir okkur það að virkt starf kvennahreyfinga og verkalýðs- hreyfingar er skilyrði þess að vei takist til.“ J: Starfsmatið er kannski ekki töfra- lausn, en ég held að það sé eina leiðin sem fólk getur komið sér saman um og færir okk- ur nær launajöfnuði, þvT staðan eins og hún er T dag er algjörlega óviðun- andi. Það er ánægjulegt hvað þetta er að koma mikið inn í umræðuna hér, jafnréttisnefnd BSRB er meö starfsmatiö á sinni stefnuskrá, stjórn- málaflokkar bæði til hægri og vinstri virðast fylgjandi því og svo mætti lengi telja. Og ég spyr, hvað ætlum við konur að gera til að nýta okkur þennan byr, sem aldrei þessu vant er þvert á pólitíska flokka? Nú verða konur svo sannarlega að taka til hendinni til að nýta sér þetta tækifæri, en reynslan annars staðar frá sýnir okkur það aö virkt starf kvennahreyf- inga og verkalýðshreyf- ingar er skilyrði þess að vel takisttil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.