Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 47

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 47
Þaö sem mér finnst helst vanta er tölva á skrifstofu nýbúa til þess að hægt verði að geyma upplýsingar um alla þá sem flytjast hingað. Ég vildi gjarnan fá nöfnin á öllum Tælendingum sem búa hér, en hef ekki get- að fengið þau hjá Hagstofunni. Mér finnst því nauðsynlegt að allir innflytjendur verði látnir gefa upplýsingar til nýbúaskrifstofunn- ar um leið og þeir koma til landsins. Ég held að það ætti að vera auðvelt í framkvæmd að afla sams konar upplýsinga og útlendinga- eftirlitið fær, og þá jafnvel á afriti af þeirra eyðublaði." sbj Hvítkál með svínakjöti og rækjum 2 bollar saxað hvítkál 1/2 bolli smátt skorið steikt svínakjöt 7 stórar soðnar rækjur, skornar í tvennt 1 msk. saxaður hvítlaukur og rauðlaukur 1 msk. grófmalaðar ristaðar hnetur 11/2 msk. sítrónu- eða súraldinsafi (lime) 1 msk. fisksósa/soð 1 msk. salt 1/2 bolli kókóshnetumjólk 1 msk. saxað þurrkað chilipiparaldin (steikt) 1/2 bolli jurtaolía Hitið olíuna á pönnu viö fremur lágan hita. Brúnið laukinn og hvítlaukinn. Geymið. Steikið síðan chilipiparaldinið. Setjið kálið ofan í sjóðandi vatn og sjóð- ið í tvær mínútur. Látið vatnið drjúpa af. Setj- ið soðið kál, salt, fisksósu/soð, sítrónu- eöa súraldinsafa, hnetur, kókóshnetumjólk og steikt svínakjöt í skál. Blandið þessu vel saman. Setjið síðan á fat og rækjurnar ofan á. Stráið steiktum rauðlauk, hvítlauk og chilipiparaldininu yfir. HITAVEITA SUÐURNESJA Brekkustíg 36 260 Njarðvík Sími 92-15200 Þróun atvinnulífs á landsbyggðinni Umsókn um styrki Stjórn Byggöastofnunar hefur ákveðiö að verja verulegum hluta af ráðstöfunarfé sínu á árinu 1995 til að styrkja þá sem vilja stuðla að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Stefnumótandi áætlun í byggða- málum var samþykkt af Alþingi 6. maí 1994. í samræmi við hana verður lögð megináhersla á nýsköpun í atvinnu- lífinu, styrkveitingar til vöruþróunar og markaðsmála og til að auka hæfni starfs- manna. Lögð verður áhersla á samstarfs- verkefni milli fyrirtækja á landsbyggð- inni og við rannsókna- og menntastofn- anir. Stofnunin hefur til ráðstöfunar fé af almennu framlagi af fjárlögum auk sér- staks framlags til að styrkja nýjunagar í atvinnulífi á þeim svæðum sem eru sérstaklega háð sauðljárrækt. Vakin er áthygli á því að styrkveitingar vegna sauðQársvæða eru ekki bundnar starf- semi sem fer fram á lögbýlum eða í sveitum. Umsækjendur geta verið einstakling- ar, fyrirtæki, atvinnuþróunarfélög eða sveitarfélög. Lögð er áhersla á vandaðan undirbúning verkefna að því er varðar markmið og umfang, vinnuaðferðir og fjármögnun. Þátttaka umsækjenda í kostnaði er nauðsynleg. Tvæt úthlutanir verða á árinu 1995. Umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar er til 1. apríl. Gert er ráð fyrir því að uinsóknir verði afgreiddar í maí. Um- sóknarfrestur vegna seinni úthlutunar er til 1. september og verður hann auglýstur sérstaklega. Umsóknir má senda til allra skrifstofa Byggðastofnunar. Þar er hægt að fá um- sóknareyðublöð og allar nánari upp- lýsingar. Atvinnuráðgjafar víðs vegar um landið veita aðstoð við undirbúning verkefna og umsókna. Byggðastofnun Engjateigi 3 • 105 Reykjavík • Sími 560 5400 • Bréfsími 560 5499 • Græn lína 800 6600 Hafnarstræti I • 400 ísafirði • Sími 94-4633 • Bréfsími 94-4622 Skagfirðingabraut 17-21 • 550 Sauðárkróki • Sími 95-36220 • Bréfsími 95-36221 Strandgötu 29 • 600 Akureyri • Sími 96-12730 • Bréfsími 96-12729 Miðvangi 2-4 • 700 Egilsstöðum • Sími 97 12400 • Bréfsími 97-12089 Hefur þú séð 1JfST í dag? m°tur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.