Vera


Vera - 01.03.1995, Page 47

Vera - 01.03.1995, Page 47
Þaö sem mér finnst helst vanta er tölva á skrifstofu nýbúa til þess að hægt verði að geyma upplýsingar um alla þá sem flytjast hingað. Ég vildi gjarnan fá nöfnin á öllum Tælendingum sem búa hér, en hef ekki get- að fengið þau hjá Hagstofunni. Mér finnst því nauðsynlegt að allir innflytjendur verði látnir gefa upplýsingar til nýbúaskrifstofunn- ar um leið og þeir koma til landsins. Ég held að það ætti að vera auðvelt í framkvæmd að afla sams konar upplýsinga og útlendinga- eftirlitið fær, og þá jafnvel á afriti af þeirra eyðublaði." sbj Hvítkál með svínakjöti og rækjum 2 bollar saxað hvítkál 1/2 bolli smátt skorið steikt svínakjöt 7 stórar soðnar rækjur, skornar í tvennt 1 msk. saxaður hvítlaukur og rauðlaukur 1 msk. grófmalaðar ristaðar hnetur 11/2 msk. sítrónu- eða súraldinsafi (lime) 1 msk. fisksósa/soð 1 msk. salt 1/2 bolli kókóshnetumjólk 1 msk. saxað þurrkað chilipiparaldin (steikt) 1/2 bolli jurtaolía Hitið olíuna á pönnu viö fremur lágan hita. Brúnið laukinn og hvítlaukinn. Geymið. Steikið síðan chilipiparaldinið. Setjið kálið ofan í sjóðandi vatn og sjóð- ið í tvær mínútur. Látið vatnið drjúpa af. Setj- ið soðið kál, salt, fisksósu/soð, sítrónu- eöa súraldinsafa, hnetur, kókóshnetumjólk og steikt svínakjöt í skál. Blandið þessu vel saman. Setjið síðan á fat og rækjurnar ofan á. Stráið steiktum rauðlauk, hvítlauk og chilipiparaldininu yfir. HITAVEITA SUÐURNESJA Brekkustíg 36 260 Njarðvík Sími 92-15200 Þróun atvinnulífs á landsbyggðinni Umsókn um styrki Stjórn Byggöastofnunar hefur ákveðiö að verja verulegum hluta af ráðstöfunarfé sínu á árinu 1995 til að styrkja þá sem vilja stuðla að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Stefnumótandi áætlun í byggða- málum var samþykkt af Alþingi 6. maí 1994. í samræmi við hana verður lögð megináhersla á nýsköpun í atvinnu- lífinu, styrkveitingar til vöruþróunar og markaðsmála og til að auka hæfni starfs- manna. Lögð verður áhersla á samstarfs- verkefni milli fyrirtækja á landsbyggð- inni og við rannsókna- og menntastofn- anir. Stofnunin hefur til ráðstöfunar fé af almennu framlagi af fjárlögum auk sér- staks framlags til að styrkja nýjunagar í atvinnulífi á þeim svæðum sem eru sérstaklega háð sauðljárrækt. Vakin er áthygli á því að styrkveitingar vegna sauðQársvæða eru ekki bundnar starf- semi sem fer fram á lögbýlum eða í sveitum. Umsækjendur geta verið einstakling- ar, fyrirtæki, atvinnuþróunarfélög eða sveitarfélög. Lögð er áhersla á vandaðan undirbúning verkefna að því er varðar markmið og umfang, vinnuaðferðir og fjármögnun. Þátttaka umsækjenda í kostnaði er nauðsynleg. Tvæt úthlutanir verða á árinu 1995. Umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar er til 1. apríl. Gert er ráð fyrir því að uinsóknir verði afgreiddar í maí. Um- sóknarfrestur vegna seinni úthlutunar er til 1. september og verður hann auglýstur sérstaklega. Umsóknir má senda til allra skrifstofa Byggðastofnunar. Þar er hægt að fá um- sóknareyðublöð og allar nánari upp- lýsingar. Atvinnuráðgjafar víðs vegar um landið veita aðstoð við undirbúning verkefna og umsókna. Byggðastofnun Engjateigi 3 • 105 Reykjavík • Sími 560 5400 • Bréfsími 560 5499 • Græn lína 800 6600 Hafnarstræti I • 400 ísafirði • Sími 94-4633 • Bréfsími 94-4622 Skagfirðingabraut 17-21 • 550 Sauðárkróki • Sími 95-36220 • Bréfsími 95-36221 Strandgötu 29 • 600 Akureyri • Sími 96-12730 • Bréfsími 96-12729 Miðvangi 2-4 • 700 Egilsstöðum • Sími 97 12400 • Bréfsími 97-12089 Hefur þú séð 1JfST í dag? m°tur

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.