Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 13

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 13
Lækpis- hjálpin ókeypis Galina Akbacheva og Valeri Akbachev Fyrir þremur og hálfu ári flutti Galina Ak- bacheva frá Moskvu til íslands ásamt eigin- manni sínum Valeri og tveimur börnum, níu og ellefu ára. Þau komu hingað fyrst í sumarfríinu sínu til að heimsækja foreldra Valeris en fað- ir hans, Boris Akbachev, þjálfaði handboltalið Vals um átta ára skeið. Og það var kunningi hans sem útvegaði Valeri vinnu hjá Marel hf., en þar vantaði mann til að sjá um rússneska markaðinn. Valeri er verkfræðingur en Galína þíanóleikari og kórstjóri, en hún vinnur nú í þvottahúsinu Fönn. Þeim líkar það vel hér að þau eru búin að kaupa sér Tbúð í Kópavogin- um, en Valeri segir reyndar að íbúðakaupin hafi sérstaka þýðingu fyrir þau, og þau séu dá- lítið „kreisí“ á því sviði, vegna þess að til skamms tíma var erfitt fyrir Rússa að eignast íbúðir. Börnin eru í Kársnesskóla og tala ís- lenskuna eins og innfædd. Þótt foreldrar Valeris séu nú farnir úr landi eru ættingjar ekki langt undan því bróðir hans, Mikhael, hefur nú tekið við þjálfarastarfinu hjá Val. „Við höfum ekki fundið mikiö fyrir ári fjöl- skyldunnar," segir Galina, „en mér finnst mjög nauðsynlegt að láta fólk vita hvað sterk- ar fjölskyldur eru mikilvægar, þannig er það í Rússlandi, þar er mjög gott að eiga sterka fjöl- skyldu." „Mér finnst frekar lítið hafa verið talað um fjölskylduna hér á íslandi," segir Valeri, „það hefur lltið verið fjallað um hana í sjónvarpinu þannig að ég hef mínar upplýsingar um ár fjöl- skyldunnar frá öðrum löndum. Ég ferðast mik- ið vegna starfsins og hef því fylgst talsvert meö erlendum fjölmiðlum. Ég held að Evróþu- þjóðirnar hafi gert miklu minna úr þessu ári en Bandarikjamenn því það sem ég man best eft- ir af umfjöllunum í fjölmiðlum er sjónvarps- þáttur um fjölskylduna sem ég sá T Bandaríkj- unum. Annars finnst okkur svolítið skrýtið hvernig stofnað ertil fjölskyldu hér á landi þvT það er lögð miklu meiri áhersla á hjónaband- ið T Rússlandi. Ef fólk ætlar aö vera saman giftir það sig fyrst og fer síðan að búa saman, öfugt við það sem hér gerist." AFAR OG ÖMMUR - MINKAR OG TÓFUR „Frá því í maí 1991 koma til dæmis aldr- aöir foreldrar uppkomnum börnum sínum lagalega ekkert við. Þeir eiga iögvarinn rétt til heimaþjónustu sveitarfélagsins en engan til barna sinna. Samkvæmt gild- andi lögum um íslensk börn koma þau öfum sínum og ömmum lagalega ekki frekar viö heldur en minkum og tófum, og þaö eins þó afar og ömmur sannan- lega sinni þeim jafnvel meira en foreldr- arnir. Þögn laga flytur stundum boöskap. í þessu tilviki þann aö viö kjósum aö láta þessi tengsl fjölskyldumeölima - sem í reynd eru mikilvæg og eftirsóknarverö - liggja lagalega milli hluta, viö kjósum aö styöja þau hvorki né styrkja meö lögum á neinn hátt. “ (Úr grein Jóns Bjömssonar í ritinu: Fjölskyldan uppspretta lífsgilda, Félagsmálaráöuneytið 1994.) Ókeypis morgunmatur „Ég held að það mætti gera meira fýrir barna- fjölskyldur," segir Galina, „hér eru bamabæt- ur t.d. mjög lágar miðað við þaö sem gerist í Rússlandi og þar er læknishjálþin ókeypis fyr- ir alla. Fæðingarorlofið er líka lengra, konur fá greidd laun frá ríkinu í eitt ár og geta verið í launalausu leyfi í tvö ár I viðbót, þannig að starfinu er haldið fyrir þær í þrjú ár. Leikskól- arnir eru líka miklu ódýrari þar og tónlistar- skólarnir líka. Annað sem var ágætt í Rúss- landi var það að þar fá börnin ókeypis morgunmat í skólanum. Annars er erfitt að bera þessi tvö lönd saman því það er að verða dýrara að lifa T Rússlandi en áður var. Mér fannst þó mjög gott að þar gátu börnin veriö á skóladagheimili eftir skóla þar sem þeim var hjálpað með heimanámið. Þessi þjónusta kostaði ekkert en það þurfti að borga fyrir matinn. Mérfinnst þó betra að vera með börn hér á íslandi vegna þess að ég er ekki eins hrædd um þau. Moskva er svo mikil stórborg að það er ekki óhætt að leyfa börnum einum út, við þurftum aö fylgja þeim í skólann og sækja þau og mér fannst ég alltaf þurfa að halda fast í þau.“ íslenskir karlmenn duglegri Galina og Valeri kunna vel við sig á íslandi. Þau vilja vera nálægt náttúrunni og reyna því að ferðast um landið á sumrin. Þau fara oft upp í Heiðmörk þar sem þau tTna sveþpi og blaðakonan rak upp stór augu þegar Galina sýndi henni Heiðmerkursveþpina, annars veg- ar niðursoðna í krukku og hins vegar þurrkaða í stórum stamþi. Samræöurnar beinast ósjálfrátt að matargerð og Valeri bendir á að fólk sem kemur hingað frá öðrum löndum geti lagt ýmislegt til samfélagsins, t.d. auðgað matarmenninguna. Blaðakonan smakkar á rússneskri rúllutertu með súrsætu ávaxta- mauki og er sammála. Og svo tölum við meira um landið og lífiö. „Trén í Heiðmörk minna mig á Rússland," segir Valeri og brosir dreyminn á svip. „Við för- um líka oft T Öskjuhlíðina og stundum í lautar- ferðir til Þingvalla. Við leggjum áherslu á það að fjölskyldan sé saman í fristundunum og mér finnst mjög undarlegt að heyra vinnufé- laga mína tala um að þeir verði með börnin á laugardaginn en fái svo „frí“ á sunnudaginn og þá verði konan með þau. Annars er staða konunnar allt önnur hér en í Rússlandi." „Já," segir Galina, „líf kvenna er allt öðru vísi hér. Rússneskar konur gera allt. Þær þurfa að fara á marga staði til að kaupa mat, vinna fullan vinnudag utan heimilis og vinna svo öll heimilisstörfin. Karlarnir taka engan þátt í þeim. Mér sýnist líf Tslenskra kvenna mun auðveldara að þessu leyti því íslenskir karlmenn taka miklu meiri þáttí því sem gera þarf.“ „Núúú," segir blaðakonan og hvessir aug- un á Valeri. „Ég er ekki þannig," segir hann afsakandi og bætir við, „við gerum allt saman hvort sem það er að ryksuga eða fara í bíó." Og Galina kinkar kolli til merkis um það að eiginmaðurinn segi satt. Viötöl: Sonja B. Jónsdóttir LJósmyndir: bára ár fjölskyld nnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.