Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 24
kfmur og kosningar
200000
nema fyrir takmarkaöan hóp lágtekjufólks.
Einn fjölmennasti láglaunahópurinn er ein-
stæöar mæöur. Skattlagabreytingar sem
heyrst hafa frá verkalýðshreyfingunni gera
lítið sem ekkert fyrir þær eöa aðra sem ekki
búa í hefðbundinni kjarnafjölskyldu. Það er
til dæmis athyglisvert að verkalýðshreyfing-
in skuli ekki hafa tekið undir tillögu Kvenna-
listans um að einstæðir foreldrar geti nýtt
persónuafslátt unglinga sem búa hjá þeim
og eru oft á tíðum þungur baggi á mörgum
láglaunakonum. Þess vegna vill Kvennalist-
inn að börn fái persónuafslátt strax við fæð-
ingu sem yrði í fyrstu helmingur af persónu-
afslætti fullorðinna, en stefnt skal að því að
hann verði 2/3 af þersónuafslætti fullorö-
inna. Þannig gætu foreldrar nýtt sér ónýttan
persónuafslátt þeirra barna sinna sem búa
heima eða eru á framfæri foreldra og kæmi
þvf tekjulágum konum til góða. Á móti
myndu barnabætur falla niður í núverandi
mynd. Að sjálfsögöu þarf svo að hækka
skattleysismörk og greiða fólki ekki laun
undir þeim mörkum sem talið er eölilegt að
skattgreiðslur séu miðaðar við.
Þaö verður fróðlegt aö sjá hvaða móttök-
ur þessar tillögurfá hjá ráðandi öflum í þjóð-
félaginu. Sér í lagi þar sem nýliðið ár var ár
fjölskyldunnar og nánast ekkert gert fyrir fjöl-
skylduna. Þá eru þessar hugmyndir í takt við
þjóðmálaumræðuna um einstaklinginn sem
fjárhagslega sjálfstæöan. Ég sé þetta kerfi
fyrir mér sem fyrsta skrefið í þeirri þróun. Á
fyrstu árum ævinnar, þegar börn eru algjör-
lega háð umsjá og umhyggju foreldra, fái
þeir einhverja umbun í formi persónuafslátt-
ar sem nýtist sem frádráttur í skattkerfinu.
Þegar því stigi lýkur og við tekur þátttaka á
vinnumarkaðnum verður hver einstaklingur
sjálfstæður skattgreiðandi. Annað væri
tímaskekkja.
Einn fjölmennasti láglaunahópurinn er
einstæðar mæður. Skattlagabreytingar sem
heyrst hafa frá verkalýös-
hreyfingunni gera lítið sem ekkert fyrir þær
eða aðra sem ekki búa í hefðbundinni
kjarnafjölskyldu.
Fæðingarorlofssjóður
Því er stundum haldið fram að konur séu
óstöðugt vinnuafl vegna þess að þær fæða
af sér börn og þess vegna þeri þeir atvinnu-
rekendur meiri kostnað sem hafa konur í
vinnu. í reyndinni er það ekki svo því alltof
margar konur lækka í launum viö að fara í
fæðingarorlof. Til að ráöa bót á þessu legg-
launamunur milli og kvenna í ýmsum starfsgreinum
150000 _
100000
50000
ur Kvennalistinn til aö stofnaður verði sér-
stakur fæðingarorlofssjóður sem allir at-
vinnurekendur greiði I hlutfall af launum
starfsmanna sinna, jafnt karla sem kvenna.
Úr þessum sjóði fái síöan foreldrar greidd
full laun í fæðingarorlofi, þannig að laun
þeirra skerðist ekki eins og nú er. Með
þessum hætti hefðu feður ekki lengur neina
afsökun fyrir því að taka ekki fæðingarorlof.
Þessari tillögu Kvennalistans ættu karlar að
fagna mjög þar sem um mikla réttarbót fyrir
feður er að ræða. Kostnaður atvinnurek-
enda yröi heldur ekki mjög mikill því gert er
ráö fyrir að Tryggingastofnun ríkisins greiði í
þennan sama sjóð líkt og gert er í dag.
Brennivín eöa dömubindi
Konur hafa á liðnum árum tekið frumkvæð-
ið á ýmsum sviðum en það er eins og þær
hafi haldið sér of mikiö til hlés í kjaramála-
umræðunni. Því má segja að viðmiö karla
séu enn alltof mikið ráðandi. Ennþá er mið-
að við hversu lengi viðkomandi einstakling-
ur sé að vinna fyrir sígarettupakka eða
brennivínsflösku. Hvernig væri að miða
launamálaumræðuna við það hversu lengi
hver kvennastétt sé að vinna sér inn fyrir
einum pakka af þessum þægilegu, öruggu
og rakadrægu dömubindum sem fylla alla
auglýsingatíma?
Því er stundum haldiö fram að launamisrétti sé til
komið vegna þess aö vinnumarkaðurinn sé kyn-
skiptur. Konur séu í þeim störfum sem áður voru
unnin inni á heimilunum en hafi síöan flust út af
þeim og orðiö hluti af nútímavelferöarkerfi. Þannig
séu flest kvennastörf annað hvort þjónustu-
og/eða umönnunarstörf. í Ijósi þessa er fróðlegt
að skoöa aöeins úttekt sem VR lét gera á raun-
verulega greiddum launum eftir starfsgreinum í
nóvembersl. Þarkemurfram að grunnlaun kvenna
eru alls staðar lægri en karla nema í feröaþjón-
ustu. Samt sem áður eru heildarlaun karla hærri
þar. Grunnlaun kvennanna eru 90.247 kr. en karl-
anna 83.005 kr. Heildarlaun kvenna eru hins veg-
ar 104.088 kr., en karlanna 116.176 kr.
Apótekin skera sig úr aö því leyti aö þar eru engir karf
ar. Þaö er því fróölegt aö bera saman laun sem greidd
eru fyrir aö afgreiða meöul annars vegar og hins vegar
þau laun sem greidd eru iyrir aö selja bíla. Meöalheild-
arlaun í apótekum eru 91.353 kr. en í bílasölunni eru
laun kvenna 120.525 kr. en karla 140.118 kr.
í byggingaþjónustu annars vegar og heildsölu hins
vegar líta meöalheildarlaun þannig út: Bygginga-
þjónusta: konur 127.535 kr., karlar 149.166 kr.,
Heildsölur: konur 133.239 kr., karlar 147.172 kr.
Aö lokum skulum viö skoöa laun I stórmörkuöum
og hjá tryggingafélögum. Meðalgrunnlaun í stór-
mörkuöum eru: konur 63.225 kr., karlar 71.663
kr., Heildarlaun: konur 82.686 kr., karlar 101.590
kr. Meöalgrunnlaun hjá tryggingafélögum eru: kon-
ur 103.641 kr., karlar 129.192 kr. Heildarlaun:
konur 116.625 kr., karlar 159.413 kr.
J