Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 55

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 55
Stundum er ég spurö hver sé helzti kosturinn viö að vera rithöfundur. Þá segi ég og reyni að vera hróöug, aö þaö sé næsta sama hvaö og hversu slæmt hendi mann, þegarmaöurer búinn aöjafna sig, þágeturmað- ur skrifaö um þaö og selt bágtiö. Þannig tryggi starfið eins konar skaöabætur fýrir lífiö. í dag uppgötvaði ég seint og um síðir hvað ég er í rauninni aö gera: Selja fólki sína eigin eign, orö ís- lenzkrartungu. Þessa skarplegu athugun geröi ég þeg- ar ég heyrði einn ráöherranna segja, aö kannski bæri okkur aö líta á snjóflóöiö i Súöavík sem kostnaöinn viö aö vera íslendingur. Ég fann ekki betur en maöurinn væri aö selja okkur eitthvaö sem við áttum þegar. Eitt er, þegar viö í Vélritunarsambandinu stundum þá blekkingu sem heiðarlega iöju aö selja fólki sitt eig- iö tungumál með góöri kápumynd. Fólk gengur að því meö opin augun aö kaupa bók og þaö stendur á henni hvort innihaldið er hreinn uppspuni eöa einstaklings- bundin hugmynd um sannleikann. Ef menn eru óá- nægöir með bókina, þá geta þeir boriö hana á næstu fornbókasölu og losaö sig viö hana. Eða, skrifaö and- styggilegar athugasemdir á saurblaöið. Þær eru verð- merktar og við sendum fólki ekki aukareikninga heim þaö sem þaö á eftir ólifaö. Aö auki getur fólk með hóg- værar fjárhagsáætlanir fengiö þær að láni á safninu og skilaö þeim þangað aftur, óháð innihaldi, en án at- hugasemda á saurblaöi. Þaö er allt annaö, þegar stjórnmálamenn eru farn- ir aö selja okkur íslendinginn. Kápumyndin er oft góö, égjáta þaö. En veröið er lauslega áætlaö og þaö koma oftast bakreikningar. Veröi varan uppvís aö lélegu inni- haldi, þá situr maöur uppi meö hana. Þaö er ekkert hægt aö fara niöur á Hagstofu og segja: Ég er soldið óánægöur, get ég fengið aö vera Norður-Kórei smá? Hitt, sem maöur situr uppi meö: Sölumanninn. Þaö er hvergi nein fomsala sem tekur viö notuðum stjómmála- mönnum. Það er ekki einu sinni hægt aö endun/inna þá, hvervildi hjartaö úr heilbrigöisráöherra, lifrina úrforsætis- ráöherra eða nýrun úr utanríkisráðherra? Viö í Vélritunarsambandinu erum meö leyfisbréf upp á að selja landsmönnum þeirra eigin eign, orð tungunnar. En viö erum á sérsamningi viö þjóðina og ég veit ekki til þess aö stjórnmálamenn hafi myndað hagsmunasamtök og fengiö kennitölu og grænt Ijós á aö selja okkur íslendinginn. Ég bara minnist þess ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er orðin þreytt á kostn- aöinum viö að vera íslendingur. Hann sundurliðast í seigar beljur sem við getum ekki tuggið af því aö tann- lækningar njóta lítils stuönings sjúkrasamlagsins og meyrari beljur eru geymdar fyrir noröan heimskauts- bauginn. Annar liöur eru kröflur, sem færa sig um leiö og búiö er aö berja túrbínu niður i þær. Enn annar full- komnasti fiskifloti heims sem er geröur út á útdauöan fisk. Og enn annar rollur sem ganga sjálfala og ættu aö kosta 15 kr. kg, en standa undir ungmennafélög- um, prestssetrum, bílstjórasamtökum og kaupfélög- um um land allt og kosta þvi eins og líffæri á svörtu. Núna siöast kostaöi þaö mannslíf og eignatjón aö vera íslendingur og þennan kaupi ég ekki. Þaö er hvorki betra né verra en annað aö vera ís- lendingur. Þaö er óþarfi aö gylla hann, viö vitum oröiö aö það er bara glanskápumynd, því innihaldiö er jafn kunnuglegt og gömul skuld. Hættiö aö selja okkur ís- lendinginn, sumum gæti fariö aö finnast þeir hafa of- fjárfest og vilja bara setja Islendinginn sinn inn í geymslu hjá fótanuddtækinu. Ef menn treysta sér ekki til aö hætta sölumennsku á því sem þegar er almenningseign, gætum við þá fengiö Islendinginn á tilboösverði, ekki bara fyrir, held- ur líka eftir næstu kosningar? Annars er hætt viö aö hrjóti út úr einhverjum í heyranda hljóöi, aö þarna fari ekki kostnaöurinn viö Islendinginn, heldur kostnaður- inn viö Vitleysinginn sem tók ranga ákvöröun. Húsnæðisstofnun ríkisins minnir á, að markmið laganna um stofnunina er sem hér greinir: Að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála og húsbygginga, að landsmenn geti búið við öryggi í húsnæðismálum. Að stuðla að jafnrétti í húsnæðismálum, þannig aðjjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta eru þau markmið sem Húsnæðisstofnunin starfar að. Þess vegna er hún ein af velferðarstofnunum þjóðfélagsins. □»£] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HUSBREFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 - 1 08 REYKJAVIK • SIMI 69 69 00 OPIÐ KL. 8-16 VIRKA DAGA d gbókin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.