Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 28

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 28
krnur og kosningar „Þegar pabbadrengirnir taka við fyrirtækjum feðra sinna - sem þeir gera í flestum tilfellum jafnvel þótt hæfari kona finnist í fjölskyidunni - eru þeir ekki spurðir um hæfni og þekkingu, enda er þeim reddað með launalækkunum ef þeim verður á að gera mistök. Engin ástæða hefur verið fyrir pabbadrengina aö velta sér of mikið upp úr því hvernig auka megi verðmæta- sköpun fyrirtækjanna, þar sem alltaf hefur verið hægt að ráða ódýrara og ódýrara vinnuafi. ástæða hefur verið fyrir pabbadrengina að velta sér of mikiö upp úr því hvernig auka megi verðmætasköpun fyrirtækjanna, þar sem alltaf hefur verið hægt að ráða ódýrara og ódýrara vinnuafl. Pabbadrengirnir hafa jafnframt haft svigrúm til að hygla „strákun- um" í vina- og ættingjahópnum viö ráðning- arí ábyrgðarstöður innan fyrirtækjanna. Það einkennilegasta við þetta allt saman er að verkalýðshreyfingin virðist vera búin að sam- þykkja að launafólk bjargi þessum pabba- drengjum og fyrirtækjum þeirra. Þetta virðist vera ákveðin efnahagsstefna sem menn hafa komið sér saman um og hún bendirtil þess að íslendingar séu búnir að gefast upp og sætti sig viö að tilheyra hópi láglauna- landa. Ef þetta er „þjóðarsáttarleiðin" þá býður okkar ekkert annað en lægri laun. en jafna skiptingu launanna. Það er athyglisvert að atvinnu- leysið virðist ekki hafa orðið til þess að fólk á Islandi minnki við sig vinnu. Vinnustundum hefur ekki fækkað nema um eina klukkustund á viku að meöaltali frá 1980-93, þrátt fyrir að skráð atvinnuleysi, sem er mun minna en raun- verulegt atvinnuleysi, hafi á sama tíma auk- ist úr innan við einu prósenti í um 6% að meöaltali. Þeir sem hafa atvinnu á annað borð virðast því vinna jafnmikla yfirvinnu og áður á meðan sífellt fleirum er neitað um vinnu. Atvinnuleysið leggst þyngst á ungt fólk og konur. Það er því brýnt að tryggja rétt- látari skiptingu vinnunnar þannig að þeir sem hafa vinnu séu ekki í tvöfaldri eða þre- faldri vinnu á meðan sá hópur stækkar sem hefur enga vinnu. Þekking og hugvit kvenna Krafan um 35 stunda vinnuviku sem oft heyrist í Evrópulöndunum varð til vegna auk- ins atvinnuleysis og þá var hugsunin sú að með því að stytta vinnuvikuna fengju fleiri tækifæri til aö vinna. Það hefur hins vegar ekki náöst samstaða um þessa kröfu innan koma á í veg fyrir aukið misrétti á íslenskum vinnumarkaði verða aðilar vinnumarkaðar- ins og ríkisvaldið aö gripa inn í, þar sem markaðurinn hefur sýnt að hann er ófær um að tryggja réttláta skiptingu vinnunnar. Til að ná fram styttingu vinnutímans þarf að koma á stighækkandi sköttum, tryggja að stöðu- gildi eða annað rekstrarfé rikisstofnana sé ekki notað til að greiða fyrir yfirvinnu starfs- fólks, setja þak á yfirvinnu og hækka lág- markslaun. Ef tryggja á að hækkun lág- markslauna leiði ekki til fækkunar starfa verður jafnframt aö stórefla nýsköpunarstarf Það einkennilegasta við þetta allt saman er að verkalýöshreyfingin virðist vera búin að samþykkja að launafólk bjargi þessum pabbadrengjum og fyrirtækjum þeirra. Þetta viröist vera ákveðin efnahagsstefna sem menn hafa komið sér saman um og hún bendir til þess að íslendingar séu búnir aö gefast upp og sætti sig viö aö tilheyra hópi láglaunalanda. á vegum ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja ásamt því að nýta betur helstu „ónýttu" auð- lind íslands sem er þekking og hugvit kvenna. Réttlátari skipting vinnunnar Á undanförnum árum hafa aðstæður á vinnumarkaði breyst mjög mikið I kjölfar auk- ins atvinnuleysis þannig að bilið milli há- launafólks og láglaunafólks er orðið að minna vandamáli en það djúp sem nú skilur á milli þeirra sem hafa atvinnu og þeirra sem ekki hafa atvinnu. Nú er farið að tala meira um jafna skiptingu vinnunnar heldur verkalýðshreyfingarinnar í viðkomandi lönd- um, því hún vinnur fyrst og fremst fyrir þá sem hafa vinnu og hefur takmarkaöan hag af því að vinna fyrir atvinnuleysingjana, sem borga lítið sem ekkert í sjóði hreyfingarinn- ar. Atvinnurekendur biðja jafnframt frekar sitt starfsfólk um að vinna yfirvinnu heldur en að ráða nýtt fólk til starfa enda er ákveð- inn kostnaður fólginn í nýráðningum. Ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.