Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 22

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 22
kefnur og kosningar 70% kvcnna telja mikilvœgast ad jafna laun kynjanna Þetta er niöurstaða könnunar sem Fé- lagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir VERU í lok síðasta mánaðar, en VERU lék forvitni á því að vita hvað konum fyndist mikiivægast að gert yrði á næsta kjörtímabili til að bæta stöðu kvenna. Niðurstaðan er skýr og af- dráttarlaus og veröur spennandi að fylgjast með komandi kjarasamning- um, umræðum fram að kosningum, og efndunum á næsta kjörtímabili. VERA fékk Guðnýju Guðbjörnsdóttur vara- þingkonu Kvennalistans, sem er í 2. sæti framboðslistans í Reykjavík, til að tjá sig um niðurstöðu könnunarinnar. Launajafnrétti er eðlileg krafa - síðan koma kröfurnar um aukin áhrif, völd, viröingu og fleira Þaö kemur ekki beint á óvart að 70% kvenna telja aö mikilvægast sé að jafna laun kynj- anna til að bæta stöðu kvenna. Bæði vegna þess að laun kvenna eru svo lág og mun lægri en laun karla og vegna hins að fjár- hagslegt sjálfstæöi er auðvitað algjör for- senda fyrir þvl aö jafnrétti náist á öðrum sviðum. Á meöan laun kvenna eru lægri en karla er þaö hún sem minnkar viö sig vinnu ef þannig stendur á t.d. vegna barnaumönn- unar og hann sem tekur yfirvinnu ef hún er í boði. Þetta viðheldur þeim hugsunarhætti að konur séu ekki fyrirvinnur heimila og því að laun þeirra halda áfram aö vera lág. At- hyglisvert er hvað konur eru sammála þessu óháð aldri, menntun eða búsetu. Fyrir ein- stæðar konur, og auðvitað margar aðrar, eru launin bein sþurning um að geta fram- fleytt sér og sínum. Launajafnrétti er því eölilega krafa númer eitt, tvö og þrjú, áður en konur fara fram á aukin áhrif eða völd, virðingu, jafna athygli í skólum, jafnrétti fyrir dómstólum, lengra fæðingarorlof, lengri skóladag eða hvað annað það er sem gæti bætt stöðu kvenna. Að öðru leyti finnst mér athyglisvert hvað það eru fáir sem segja aö það muni bæta stöðu kvenna að konur geti verið heima, eða aðeins 5%. Þaö staðfestir það viðhorf að konur eru á atvinnumarkaði til að vera, en ekki sem bráðabirgðavinnuafl. Þá er ég hissa á að tæþ 11% telja aö ekkert þurfi að bæta, en tek eftir því aö það viöhorf er al- gengast í elsta aldurshóþi kvenna og meðal karla. Þá er verulega athyglisvert að aðeins tæþ 5% úrtaksins segja aö það sé mikilvæg- ast að bæta stööu fjölskyldunnar til aö bæta stööu kvenna. Þaö viðhorf er algeng- ast meðal kvenna 50-75 ára. Einnig vekur athygli, ekki síst þar sem um opna spurningu án gefinna svarmögu- leika var að ræöa, hve fáir nefna leikskóla eða lengdan grunnskóla. Það gæti verið vís- bending um að þessi mál séu eitthvað að lagast frá því sem verið hefur, þó að einnig sé Ijóst að aukið atvinnuleysi kvenna og minnkandi atvinna hefur sitt að segja í því sambandi líka, samanber það að 10% úr- taksins segja að mikilvægast sé að bæta atvinnumál og það viðhorf er algengast hjá konum á aldrinum 30-50 ára. Að lokum vil ég benda á að það eru fleiri karlar (11.7%) en konur (6.7%) sem segja að þaö þurfi að auka jafnrétti almennt og að þessi munur er mestur í yngsta aldurshópn- um, þ.e. aðeins 3.9% kvenna og 16.9% karla á aldrinum 18-29 ára nefna þetta. Það fær mig til að hugsa um skólakerfið og hve erfitt virðist vera að koma til skila fræðslu um misjafna stöðu kynjanna í landi þar sem jafnréttislög eru í gildi. Það mál þarf að taka fastari tökum. En umhugsunarverðast af öllu er kannski það að aðeins tæp 6% svar- enda telja mikilvægast til að bæta stööu kvenna aö konurfái meiri áhrif. Þetta viðhorf er þó algengast meðal kvenna í yngsta ald- urshópnum (9.2%), sem er I samræmi við þann kraft sem við finnum hjá ungum kon- um í starfi Kvennalistans. Um leiö gefur það vísbendingu um að ungar konur haldi bar- áttu formæðra okkar ótrauðar áfram, því að enn er mikið verk að vinna. Takmarkið er kvenfrelsi og vandinn er sá að konur verða að fá meiri völd og áhrif til að líkur séu á því að launin, sem eru grundvallarforsenda kvenfrelsis, og allt hitt batni. Enginn mun berjast fyrir þessu nema konur sjálfar. í heild finnst mér þessi könnun ákaflega gagnleg fyrir starfið framundan og færi ég Veru mínar bestu þakkir fyrir framtakið. auka jafnrétti bæta atvinnumál þarf ekkert að bæta konur fái áhrif ýmislegt auki metnað sinn fjölskylduna geti veriö heinta jafna laun kynjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.