Vera


Vera - 01.03.1995, Page 2

Vera - 01.03.1995, Page 2
Iciðari Viö höfum lifaö og starfaö þessa fyrstu mánuöi ársins í skugga náttúruhamfara og sorgar og vott- ar VERA öllum þeim sem eiga um sárt aö binda samúö sína. Fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun um snjóflóö- in í Súöavík og geröu margt vel en annað miður. Þótt þeir sem misstu ástvini sína eigi eftir langa þrautagöngu til aö ná aftur tökum á lífi sínu eru fjölmiölarnir nú búnir aö jafna sig eftir áfalliö og farnir aö ásaka sýslumann ísfiröinga fýrir aö hafa haldið þeim frá vettvangi. Fréttir af náttúruhamför- um og slysum eru sorgarfregnir sem flytja ber fólki meö öörum aðferðum en þeim sem fjölmiölarnir ráöa yfir og því veröur að tryggja þaö aö þeir séu ekki með svo nákvæmar lýsingar af vettvangi aö fólk þekki þar sína nánustu. Aögeröir sýslu- mannsins voru til fyrirmyndar og gerði hann vel í því aö halda gluggagægjurunum aö sunnan í hæfi- legri fjarlægð. Nú líöur senn að kosningum og margir komnir í kosningaham. VERA fjallar því um konur og kosn- ingar í þessu blaöi, en hún fékk Félagsvísinda- stofnun Háskólans til aö gera fyrir sig könnun á því hvaö konur teldu mikilvægast aö gert yröi á næsta kjörtímabili til að bæta stööu þeirra. Niöur- staöa könnunarinnar er skýr og afdráttarlaus, því 70% kvenna telja mikilvægast aö jafna laun kynj- anna. Þessi niöurstaöa gefur til kynna aö könnun Jafnréttisráðs um kynbundinn launamun á íslandi komi konum ekkert á óvart. Uaunamunur kynj- anna er staðreynd sem konur geta aö sjálfsögöu ekki sætt sig viö. Þær ætlast til þess aö nú veröi tekið á þessu máli og mismunun eftir kynferöi aflétt. í launakönnuninni kemur einnig fram að viöhorf til heföbundinna hlutverka kynjanna breyt- ast ótrúlega seint. I stefnuskrá Kvennalistans eru settar fram til- lögur sem geta breytt þessum úreltu viöhorfum til kynjanna. Meöal þeirra er tillaga um fæðingaror- lofssjóö sem gerir ráö fyrir þvt aö foreldrar af báö- um kynjum geti tekiö fæöingarorlof án þess aö lækka í launum. Þessi hugmynd er bæöi mikiö hagsmunamál kvenna og réttlætismál fyrir feöur. Þegar þetta er skrifað eru kennarar nýbyrjaðir í verkfalli, en launakjör þeirra endurspegla í raun- inni ekkert annaö en þá vanviröingu sem íslenskt samfélag sýnir börnum sínum. Kennarar, og reyndar einnig leikskólakennarar, sinna mjög ábyrgöarmiklum störfum og ættu þvl aö standa miklu ofar I launastiganum. Skoöanakannanir undanfarinna vikna hafa verið ótrúlegar og undarlegt aö ríkisstjórn sem meö ýmsum aðgeröum sínum hefur skert ráðstöf- unartekjur meöalljölskyldunnar um tæpa hálfa milljón króna á ári skuli fá gott veöur hjá stórum hluta þjóöarinnar. Er fólk búiö að gleyma öllum kjaraskeröingaraðgeröum ríkisstjórnarinnar? Er fólk hætt aö taka eftir atvinnuleysinu sem er af- leiöing aögeröaleysis rikisstjómar, sem hefur haldið aö sér höndum I efnahagslægð undanfar- inna ára, svo fjöldi fýrirtækja og einstaklinga hafa oröið gjaldþrota, I staö þess aö ráðast I fram- kvæmdir sem heföu getaö haldið atvinnulífinu gangandi á meöan lægðin var hvaö dýpst. Nú boð- ar hún framkvæmdir I vegagerð sem heföu verið afar jákvæð aögerö fyrir fjórum árum, þegar atvinnulífið þurfti á blóögjöfinni að halda, en er ekki eins nauðsynleg núna, þegar þaö er loks aö hjarna við. Þeir viröast aldrei læra neitt af mistök- unum þessir strákar sem stjórna landinu og gera sér enn ekki grein fyrir því að ríkisstjórnir eiga aö draga úr efnahagssveiflum meö auknum fram- kvæmdum á krepputímum og minni framkvæmd- um á þensluskeiðum. En tímasetningin er náttúr- lega engin tilviljun - eru ekki aö koma kosningar? Kvennalistinn hefur átt á brattann aö sækja I skoðanakönnunum að undanförnu en konur láta það ekki draga úr sér kjarkinn. Konur hafa allt aö vinna, karlarnir hafa sýnt þaö og sannað I aldanna rás að þeir beita sér ekki fyrir hagsmunum kvenna. í grein VERU um kvennapólitík á Alþingi kemur fram að þegar kemur að hagsmunamálum kvenna er ekki sama I hvaöa flokki þær konur eru sem sitja á Alþingi Islendinga. Þar eru þaö þing- konur Kvennalistans sem gæta hagsmuna kvenna. Launajafnrétti er kosningamál kvenna aö þessu sinni. Karlar hafa haft nægan tíma og völd til aö leiörétta launamisréttiö, en þaö hafa þeir ekki gert. Konur veröa sjálfar aö halda áfram bar- áttunni fyrir launajafnrétti og þess vegna stöndum viö saman. Sonja B. Jónsdóttir blaö kvennabaráttu 1/95 -14. árg. Pósthólf 1685 121 Reykjavík Símar 91-22188 og 91-26310 Fax 91-27560 útgefandi Samtök um kvennalista forsíöa bára ritnefnd Auöur Styrkársdóttir Drifa Hrönn Kristjánsdóttir Guörún Ólafsdóttir Kolfinna Baldvinsdóttir Nína Helgadóttir Ragnhildur Helgadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Rannveig Traustadóttir Sigríöur Ingibjörg Ingadóttir Vala S. Valdimarsdóttir ritstýra og ábyrgöarkona Sonja B. Jónsdóttir skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir útlit og tölvuumbrot Grafít - Halla Helgadóttir Ijósmyndir bára o.fl. auglýsingar Áslaug Nielsen Sfmi: 91-641816 Fax: 91-641526 filmuvinna Prentþjónustan hf. prentun ísafoldarprentsmiðja bókband Flatey plastpökkun Vinnuheimiliö Bjarkarás © VERA ISSN 1021-8793 ath. Greinar IVERU eru birtar á ábyrgö höfúnda sinna og eru ekki endilega stefria útgefenda.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.