Vera


Vera - 01.12.1995, Síða 2

Vera - 01.12.1995, Síða 2
I£iðari v^ra í tilefm jolri Nú tröllríða jólaauglysingarnar þjóðinni og börnin eru ekki látin óáreitt. Smarties og Barbie auglýsingarnar blikna og verða að engu í samanburði við auglýsingu á nýj- ustu afurð Happdrættis Háskóla íslands, svonefndri „Jólaþrennu". í þeirri auglýs- ingu er barn notað til að kynda undir spilafíkn og er þaö engu betra en að láta börn auglýsa áfengi eða önnur fíkniefni. Sú spurning er áleitin hvort þessi auglýsing brjóti ekki i bága við þær siðareglur sem hér gilda um auglýsingar, einkum þær sem beint er til barna, en svo mikiö er víst að á meðan Háskóli íslands beitir svo lúalegum brögöum hef ég engan áhuga á aö gerast „hollvinur" hans. Talandi um fíkniefni hvarflar hugurinn að þeirri umræðu sem verið hefur að und- anförnu um það að lækka áfengiskaupaaldurinn. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn skrifaði góða grein I Morgunblaðið 5. desember sl. þar sem hann sýnir fram á þá hættu sem ungmennum stafar af lækkun áfengiskaupaald- ursins. Og við skyldum auk þess hafa það í huga að áfengi og önnur fíkniefni eiga iðulega annað hvort beinan eða óbeinan þátt í ótímabærum dauðsföllum unglinga og ungs fólks. Að þessu sinni beinist þemaumljöllun VERU að trúmálum. Ekki eingöngu vegna þess að jólin eru framundan heldur einnig vegna þess að trúmálin eru pólitískari en margir vilja viðurkenna. Hin hefðbundna guöfræði þjóðkirkjunnar gengur út frá því að guð sé karlkyns og því séu karlmenn beinar eftirlíkingar hans með fullan rétt til þess að deila og drottna. Kvennakirkjan býður upp á annan boðskap, nefnilega þann að guð sé líka kvenkyns og þar er talað til söfnuðarins í kvenkyni. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða þýðingu það hef- ur fýrir stúlkubörn að alast upp við þessa guðsmynd og það að HÚN skiptir ekki minna máli en þessi „HANN" sem haldiö er að okkur frá blautu barns- beini. Sjálfsmynd kvenna verður örugglega önnur ef þær alast upp við það hvers HÚN sé megnug, HÚN hafi skapað heiminn, HÚN sé vinkona okkar - eöa móðir - og að til HENNAR getum við leitað með gleði okkar og sorgir. Áhrif guöfræðinnar eru ekki bundin við fjóra veggi kirkjunnar því kristin siðfræöi mótar gildismat ogumgengnisreglurí okkarsamfélagi. Upp- eldisleg áhrif hennar eru ótvíræð og því skiptir það engu máli hvort við erum trúaðar eða ekki - við get- um og eigum aö nýta okkur aðferðir kvennaguðfræð- innartil þess að breyta heiminum. Um þessi jól eiga margir um sárt að binda og eflaust eru þeir farnir að kvíða há- tíðahöldunum. Súðvíkingar og Flateyringar halda nú sín fyrstu jól eftir missinn í snjóflóðunum en svo er einnig um fleiri. Fólk missir ástvini án þess að það fari hátt í fjölmiðlum og sorg þess er ekki minni. Syrgjendum til ofurlítillar hughreystingar langar mig til að segja aö kvíðinn er oft verri en jólin sjálf og nauðsynlegt er að búa sig einnig vel undir áramótin því á slíkum tímamótum ristir sársaukinn dýpra en endranær. Ég bið til guðs að Hún hjálpi okkur að milda sársauka og veita öðrum hlýju því ekkert hjálpar eins mikið og skilningur góðra vina. Megi jólin verða öllum eins ánægjuleg og unnt er miðað við aðstæður. Sonja B. Jónsdóttir blað kvennabaráttu 6/95 -14. árg. Pósthólf 1685 121 Reykjavík Stmar 552 2188 og 552 6310 Fax 552 7560 útgefandi Samtök um kvennalista forsíða bára • Grafít ritnefnd Agla Sigriður Björnsdóttir Auður Styrkársdóttir Drifa Hrönn Kristjánsdóttir Ingibjörg Þórðardóttir Nína Helgadóttir Ragnhildur Helgadóttir Rannveig Traustadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Sigurbjörg Ásgeirsdóttir Vala S. Valdimarsdóttir Þorgerður Einarsdóttir ritstýra og ábyrgöarkona Sonja B. Jónsdóttir skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir útlit og tölvuumbrot Grafít Ijósmyndir bára o.fl. auglýsingar Áslaug Nielsen Sími: 564 1816 Fax: 564 1526 filmuvinna Offsetþjónustan hf. prentun G.Ben • Edda prentstofa hf. bókband Flatey plastpökkun Vinnuheimiliö Bjarkarás © VERA ISSN 1021-8793 ath. Greinarí VERU eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.