Vera


Vera - 01.12.1995, Side 35

Vera - 01.12.1995, Side 35
Höfundur verksins spyr margra spurninga á bókarkápu og leitast við að svara þeim. Ein er sú hvort það sé píslarsaga Guðríðar Símonardóttur sem beini sjónum skáldsins að píslarsögu Krists og umskapast T Passíusálmunum? Það er ekki ólíklegt þar sem þau bjuggu aldrei við öryggi né góð kjör, jafnvel svo að Guðríður saknaði suðrænu sólarinnar og ávaxta hennar. Líf hennar hélt áfram að vera erfitt löngu eftir að hún kom heim úr þrældómi. Sé svo er það kvenleg reynsla sem ratar T samfélagið í formi sálma eftir karlhöfund. Saga Guðríðar hefði líklega fallið T gleymskunn- ar dá, líkt og ótal annarra íslendinga sem voru hnepptir í þræl- dóm, ef hún hefði ekki eignast Hallgrím. Leikurinn var góður og leikarar sannfærandi í hlutverkum sTn- um. Nöfnurnar Helga Bachmann og Helga Elínborg Jónsdóttir sem leika Guðríði voru sannfærandi líkar. Þröstur Leó Gunnars- son sýndi vel þroska Hallgríms og náði að stökkva úr gleði skóla- piltsins í harm hins miðaldra prests. Textinn ferfram ogtilbaka T tíma og alltaf kallar einn harmur á annan en gleðin og fegurðin komast þó að öðru hverju. Guðríður gamla sem rifjar upp ævi sína kallast á við Guðríði yngri sem segir frá samtíma sínum. Þetta form heppnast mjög vel á sviði en gerir jafnframt erfitt fyrir við lestur leikritsins af bók. Sama má segja um orgelleikinn. Hann magnar áhrif sýningarinnar en er hljóðlaus og áhrifalaus í lestri. Enn áhrifaríkara væri að hafa orgelleikinn lifandi. Þannig gæti hann aukið hughrifin til muna. Sýningin lét engan ósnortinn og glitti í tár á hvarmi öðru hvoru. Kristín Ólafs wra Nú fer hver að verða síðust/astur að skrá sig til leiks í áskrifendahappdrætti VERU en allir áskrifendur verða sjálfkrafa þátttakendur I happdrættinu, nýir jafnt og þeir sem hafa verið með okkur lengur og eru skuldlausir. Vinningarnir eru glæsilegir og það verður dregið 22. desember næstkomandi. vinningar í áskriftarhappdrætti VERU: ekkert ve&en, en$in umfierð, Pakki A - 5 - 6 klst. Andlitsbaö Augnmaski Litun og plokkun Vax að nnjám Handsnyrting Fótsnyrting Slökunarnudd Nuddpottur Vatnsgufa Kr. 12.200 Pakki B - 4 - 5 klst. Andlitsbað Litun og plokkun Handsnyrting Heilnuda Nuddpottur Vatnsgufa Nudd og maski Augnmaski PloKkun Lökkun og þjölun Fótsnyrting Vax að hniám Partanuda Nuddpottur Vatnsgufa kr. 9.100 Húðhreinsun Litun og plokkun Handsnyrting Fótsnyrting Vax að nnjám Nuddpottur Vatnsgufa kr. 8.000 Ef þú villt enda daginn með stæl bióðum við þér hárgreiöslu og förðun á kr. 3.200,- stgr. BAÐHÚSIÐ 1- Helgarferð fyrir tvo til Akureyrar Innifalið: Flug með Flugleiðum Reykjavík - Akureyri - Reykjavík Gisting á Hótel Kea í tvær nætur með morgunmat. Og rúsínan í pylsuendanum: Leikhúsmiðar fyrir tvo hjá Leikfélagi Akureyrar. 2. Helgardvöl á Hótel Örk í Hveragerði - tvær nætur fyrir tvo með öllu tilheyrandi. 3. Pönnusett frá ALPAN. 4.-6. WOK-panna frá ALPAN. 7-9. Karfa með tekatli og fleiru fyrir teboöið frá Te og kaffibúðinni. 1014 . Miðar fyrir tvo á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói. Áskriftarsíminn er 552 2188 og þú getur greitt meö korti. Hafðu samband - þú getur haft áhrif með því að skrifa í VERU eða benda okkur á mál sem brýnt er að taka á!

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.