Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 24

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 24
júlí na rún Agla Sigríður Björnsdóttir ræðir við Júlíönu Rún Indriðadóttur sigurvegara TónVakans 1995 stærðfræðinguPinn við pían< Hún er ekki nema þrítug en samt er eins og að hún hafi lifað marg- falt lengri ævi, því hún hefur framkvæmt svo ótrúlega margt. Júlíana Rún er dóttir hjónanna Rakelar Jónsdóttur píanókennara og Indriða H. Þorlákssonar. Systir hennar stundar einnig tónlistarnám og fjög- urra ára dóttir Júlíönu, Neval Rakel, er byrjuð að læra á fiðlu. Það má því segja að tónlistin ráði ríkjum hjá þeim mæðgum. Skömmu fyrir viötalið fór ég á tónleika í Háskólabíói þar sem Júlíana flutti Pí- anókonsert nr. 20 í d-moll K466 eftir Mozart, ásamt Sinfónluhljómsveit !s- lands. Tónleikarnir voru hluti af verölaunum í TónVakakeppni Ríkisútvarpsins 1995 en hún deildi þeim meö Ármanni Helgasyni klarinettuleikara. Á sviðinu í Háskólabíói virtist Júlíana vera yfirveguö og róleg og var eins og hún kæm- ist f einhvern annan heim um leiö og hún settist viö flygilinn. Við flutning verksins sveiflaöist hún á milli mýktar og hörku og stundum varö hún bein- línis grimm á svipinn - en þaö var allt annaö en grimm kona sem tók á móti mér í Nökkvavoginum þegar ég knúöi þar dyra. Júlíana lauk námi frá píanókennaradeild Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar 1988 og einleikaraprófi 1989. Sama voriö lauk hún BS prófi í stæröfræöi frá Háskóla íslands. Píanókennari hennar síðustu sex árin var Brynja Guttormsdóttir. Ég byrja á aö spyrja Júlíönu hvað hafi tekiö viö aö námi loknu. „Ég fór til Berlínar viku eftir útskriftartónleikana og fyrsta verkiö var aö finna íbúö og hljóðfæri. Fyrsta árið bjó ég á ýmsum stööum og með allskon- ar fólki því ég skipti sjö sinnum um samastað! Þremur dögum eftir aö ég kom til Þýskalands hrundi Berlínarmúrinn og í kjölfar þess varö stööugt erf- iöara aö finna húsnæöi en hentugt húsnæöi fyrir píanóleikara er ekki á hverju strái eins og gefur aö skilja!" Júlíana var í einkatímum hjá prófessor Georg Sava í Berlín í fjögur ár og sótti einnig tíma í söng og kórstjórn hjá Peter lljunas Knack. Síðasta árið sitt úti notaöi hún til aö æfa sig og stjórna íslenska kórnum. Kórstjórnandi í Berlín „í íslenska kórnum voru 20-25 manns - ekki bara íslendingar heldur einnig útlendingar sem gátu sungið á íslensku og höföu áhuga á málinu. Á tónleik- um sem að viö héldum í júní 1994 var flutt íslensk tónlist og þá flutti ég píanóverkið „Hans tilbrigöi" eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Viö fengum góöar viðtökur og í kjölfar þeirra baö íslenski konsúllinn í Berlín okkur aö koma fram á tónleikum sem halda átti I desembertil heiöurs Vigdísi Finnbogadótt- ur forseta. Á tónleikunum komu líka Vovka og Dimitri Ashkenazy fram auk Deutsches Kammerorchester. Skiþuleggjandi listahátíöar á vegum Museumspádagogoscher Dienst Berlin bauö mér einnig aö taka þátt í há- tíðinni í janúar 1995 og setja saman tónleika meö verkum eftir Jón Leifs en þetta var „Gespráchskonzert" þar sem fyrirlestur um Jón Leifs fléttaöist inn í tónlistaratriöin. Einn kórfélaginn setti saman mjög góöan fýrirlestur úr efni

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.