Vera


Vera - 01.12.1995, Page 31

Vera - 01.12.1995, Page 31
koma títillega viö sögu, skemmtileg- ustu hjón, en aðrar per- sónureruvin- ir cg skólafe- lagar Möggu Stínu og fa- einir óhæfir kennarar. Sagan er öll sögð frá sjónar- hóli Möggu Stínu, á líf- legan og gráglettin hátt því Magga er óvægin og sér einatt hiö spaugilega við lífið, jafnt í bar- áttunni við skólakerfið sem aukakílóin, en inn á milli skjótast alvarlegri pælingar hennar um menntun, misskiptingu auðs og óréttlætið í heiminum. Á fáeinum haustvikum gerist margt í lífi hennar. Hún lendir í stórátök- um í skólanum, m.a. við Hólku handavinnukennara sem lét hana alltaf „bíða fram yfir alda- mót” og „lagði frá sér brosiö" (85) þegar hún loksins sinnti henni. Þó frásögnin sé fyndin þá fær grunnskólinn haröa krítík og kennararnir faliein- kunn, enda ekkert gert fyrir framúrskarandi nemanda eins og þessa stelpu. í skólanum eru Vala besta vinkona, Sigga Rósa kúgaði píanóleikarinn, Heiða sætasta stelpan, Jónas meö nefið sem spilar á fiölu og stofnar bílskúrsbandið og Matti „leynilegur ástmaður minn. Leynilegur þýðir að hann veit þaö ekki sjálfur.“(ll) Einn þátt- ur sögunnar spinnst um erfið- leika Völu vinkonu og þarfærís- lenska hamingiusamfélagiö slæma dóma. Olga Guðrún tek- ur mörg mikilvæg mál til umfjöll- unar og á köflum er þjóöfélags- umræðan óþarflega plássfrek í vangaveltum Möggu Stínu, en gagnrýnin nýtur sín betur T svið- setningum atburöa og samtöl- um. Baráttan við kaloríudraug- ana, samband mæðra og dætra, trúnaöur vina, vinkonu- sambönd og strákar fá sinn skerf; „Stundum finnst mér nefnilega eins og ég sé hrifin af sitt hvorum helmingnum af tveimur strákum - öör- um útvortis og hinum innvortis.“(146) Þessi mál málanna hjá flestum stelpum eru vel með- höndluö t bókinni, á nærgætinn en húmoriskan hátt, og af rikum skilningi á mikilvægi þeirra fyr- ir Möggu Stínu ogjafnöldrur hennar. Frásagnar- mátinn, að Magga Stína segirfrá í 1. persónu, gerir strákum ef til vill erfitt að lifa sig inn í at- burðarásina og þankaganginn, en ég er þess fullviss að þeir sem komast yfir fordómana gagnvart kvennamálum munu finna að sagan er bæöi spennandi og skemmtileg. Frágangur og prófarkalestur á bókinni er prýðilegur og forsíðan fjörleg, - frísklegur blár liturinn í tón við söguna sjálfa. Olga Guðrún skrifaði Búrið fyrir tæpum tveimur áratugum og enn bendi ég nemendum mínum á hana, því góðar unglingabækur eru ekki á hverju strái. Því er virkilega gaman að lesa nú nýja unglingabók frá Olgu Guðrúnu, bók sem er gagnrýnin og fyndin í senn. Stóri kostur- inn við Peö á plánetunni Jörö er þó að hún er um alvörustelpur sem eiga sér áhugamál, vandamál, vilja, langanir ogframtíðardrauma, - og ég fullyrði að íslenskar unglingsstelpur þyrst- ir í að lesa um sig og sínar vinkonur. Kristín Jónsdóttir T gegnum tíðina hef ég lesið þó nokkrar mannræktarbækurnar og flestar koma þær frá Ameríku. Sumar nota ég raunar sem uppsláttarrit þegar á þarf að halda en aðrar rykfalla í hillunum. Þegar ég hóf lestur Leitarðu svara? Vantar þig upplýsingar um þjónustu, rekstur eða stjórnkeríi Reykjavíkurborgar? Efsvoer, vinsamlega hringdu í upplýsingaþjónustu ráðhússins í síma 563-2005 Reykjauíkurborg ííttrfar mt fm 0Pfar$t liututr mtfm5öctttt£ John Gray Vöxtur 1995 Jól bækurnar

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.