Vera


Vera - 01.12.1995, Side 43

Vera - 01.12.1995, Side 43
að þessi umræða getur verið skemmtileg ekki síður en fróðleg. Niður- staðan úr þessum þreifingum hefur verið sú að fólk vill auka víddina í jafnréttisumræðunni og vill hafa frjálsar hendur í vali á umræðuefni. Ég tel að það beri vott um mjög leitandi hug fðlks! málefnum kynjanna og að fólk sé farið að vilja nýjar áherslur. VERA: Hverjar eru þínar áherslu í þessu starfi? SIGRÚN: Ég vil fyrst ogfremst beita mérfyrir því að móta stefnu Stúd- entaráös tjafnréttismálum, sem hefur ekki enn verið gert. Jafnframt á að vera starfandi jafnréttisnefnd innan stúdentaráðs sem hefur ekki verið og á því þarf að ráða bót. Ég tel einnig mikilvægt að auka samstarf við kvennafulltrúa í öðrum löndum. Breytingar á fyrirkomu- lagi kvennafulltrúans eru einnig brýnar og tel ég t.d. að kvennafulltrúi eigi að vera valinn úr röðum þeirra sem sitja í Stúdentaráði til þess aö auka skilvirkni starfsins og tengsl fulltrúans við helstu stofnanir Stúdentaráðs, enda kveður reglugerðin á um að gott samstarf eigi að vera þar á milli. VERA: Hver eru brýnustu verkefnin innan HÍ? SIGRÚN: Það sem við munum helstvinna að á næstunni er að skoða tölur um t.d. fjölda innritaðra kvenna á móti fjölda útskrifaöra, hversu margar konur eru í framhaldsnámi og hvort útskrifaðar konur skili sér út á vinnumarkaöinn og þá hvert. Annað mikilvægt atriöi er t.d. að skoða reglur deildarfélaga og lánasjóðinn og má þart.d. athuga hvort konur detti frekar úr námi með tilkomu nýrra lánasjóðslaga en áður. VERA: Finnst þér hafa oröiö vakning innan HÍ? SIGRÚN: Alveg tvímælalaust og þá helst í kjölfar bæði launaskýrsl- unnar og útkomu síðustu kosninga. Ég held að þetta tvennt hafi vald- ið því að konur fóru að endurskoða sína stöðu og kemur það helst fram í hugmyndum um hvort nýrra áherslna í kvennapólitík sé þörf. Ég hef aðallega fundið fyrir þessari vakningu meö auknum áhuga á því að starfa að málefnum kvenna en þessi áhugi hefur enn sem komið er aðallega komið frá kvenþjóðinni. Þó hafa nokkrir karlmenn lagt hönd á plóginn og var það m.a. að tilstuðlan Ragnars Ólafsson- ar að kvennafulltrúinn varð að veruleika. Jafnréttisviðurkenningin VERA: Nú fékk Stúdentaráð viöurkenningu Jafnréttisráös, haföi þaö ekki mikiö aö segja fyrirykkur? SIGRÚN: Þetta var mikil viðurkenning á stöðu kvennafuíltrúans og sýnir að þetta er mjög þarft starf. Það má líta á viðurkenninguna sem hvatningu til stúdenta til að láta eitthvað af sér leiða í jafnréttisbar- áttunni. Ég geri mér vonir um að þegar fram líöa stundir verði hægt aö hafa launaða stöðu kvennafulltrúa við Háskólann og mér fyndist athugandi hvort Félagsmálaráðuneytið væri ekki tilbúið að borga þá stöðu líkt og LÍN borgar stöðu lánasjóðsfulltrúans í Stúdentaráði. VERA: Erum viö eftirbátar nágrannalanda okkar í þessum málum? SIGRÚN: Ég er hrædd um aö staöreyndin sé sú. Umræðan um þessi mál er ekki komin eins langt á veg hérlendis og þv! er nauðsynlegt fyrir okkur að auka samstarf okkar viö önnur lönd til þess að nýta okkur reynslu þeirra. Á hinn bóginn tel ég að á síöustu árum hafi fólk orðið meövitaðra um að þetta séu mál sem nauðsynlegt er að vinna aö jafnt og þétt. Háskólinn er góður vettvangur til aö kynna hvernig ástandiö er og ég tel nauðsynlegt að hann beiti þeim þrýstingi út í þjóöfélagið sem hann er fær um. Vera óskar Sigrúnu Erlu velfarnaðar I starfi kvennafulltrúa Háskóla íslands. Ingibjörg Þóröardóttir A5 þessu sinni veitir VERA eintóma plúsa og hamingjuóskir fá allar þær konur sem hafa verið að gera það gott á árinu - t.d. þessar: Björk Guðmundsdóttir - söng- kona ársins í MTV. Fráhær árang- ur hjá henni, en meðfylgjandi mynd er af forsíöu VERU, 2. tbl. 1986. Auður Guðjónsdóttir sigraði kínverska herinn sem neyddisttil að senda henni lækni til að skera upp dóttur hennar eftir að forseti Kína blandaði sér í málið. Auður naut við þetta afrek aðstoðar Vig- dísar Finnbogadóttur forseta sem ræddi málið við kínverska forsetann þegar hún varí Kína í haust. Áshildur Haraldsdóttir varö í 2. sæti í alþjóölegri flautukeppni á ítal- íu og hlaut auk þess verðlaun fyrir besta flutninginn á nútímaverki. Guðrún Arnardóttir varð I 12. sæti I 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í sumar. Helga Jónsdóttir tók við embætti borgarritara og formennsku ! stjórn Landsvirkjunar og er hún fyrsta konan sem gegnir þessum embættum. Hulda Gústafsdóttir varð í öðru sæti í fimmgangi á heimsmeistara- móti íslenskra hesta í Sviss. Linda Björg Árnadóttir sigraði í alþjóðlegri hönnunarkepþni. Margrét Frimannsdóttir varö fyrst kvenna til að vinna sæti formanns í einum af fjórflokkunum og af því tilefni skrifar hún nú pistilinn á bls. 3. Ragnhildur Vigfúsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir sömdu frá- bæran leikþátt í tilefni 20 ára afmælis kvennafrídagsins og var hann fluttur við mikla hrifningu áhorfenda, hlátur-ogjafnvel tár þeirra sem lifðu þessa sögu. Sophia Hansen hefur háð hetjulega baráttu fyrir dætrum sínum undanfarin ár. íslenskir valdhafar ættu að lesa einhverjar af þeim bókum sem lýsa lífi stúlkubarna og kvenna meðal heittrúaðra múslima. Þá myndu þeir eflaust gera betur í þessu máli. Valgeröur Magnúsdóttir sálfræðingur var ráðin í stöðu félagsmála- stjóra Akureyrar. ...ogfleiri ogfleiri...

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.