Vera


Vera - 01.12.1995, Qupperneq 38

Vera - 01.12.1995, Qupperneq 38
s mstaðan borgar sig Styttri vinnudagur og jafnari skipting vinnunnar eru m.a.: vijiiUi vniiiuuagui ug jcii iicia ■ 01 hTQrtQílS mál norrænna venna „Þaö er mikilvægt fyrir konur í áhrifa- stööum aö standa saman. Þegar ein okk- ar stendur upp á stjórnarfundi og flytur mál sitt, standa alltaf upp ein til tvær í kjölfarið og styðja mál hennar. Þetta er ótrúlega áhrifamikiö herbragö og gerir málflutninginn sterkari." Sú sem talar heitir Lisbeth Gundersen stjórn- arkona í NGF, félagi bókageröarmanna í Noregi en konur eru 29% félagsmanna. Hún er einnig fulltrúi í jafnréttisnefnd norrænna bókagerðar- manna. í haust var haldin hér á landi kvenna- ráöstefna Félags bókagerðarmanna en bar hittust tæplega tuttugu bókageröarkonur, norskar og íslenskar og ræddu sameiginlegar kröfur og markmið; svo sem sömu laun fyrir sömu vinnu, baráttu gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum, styttingu vinnudagsins og stofnun samnorræns tengslanets kvenna í prentiðnaði. Gestirnir eru allar félagar í GKL, sem eru samtök kvenna í prentiðnaði en upphaf þeirra má rekja allt til ársins 1891 og hefur Oslóar- deildin haldið reglulega fundi mánaðarlega í rúm 60 ár, án þess aö missa úr einn einasta fund! Eftir margra ára þaráttu fyrir tilveru sinni eru samtökin nú virt og vinna með stjórn NGF að ýmsum málum, auk þess sem þær eiga gott samstarf við önnur kvennasamtök í Noregi. Þeim hefur orðið vel ágengt og jafnréttisum- ræöa er opnari og jákvæðari innan norsks prentiðnaðar en við eigum að venjast hér á landi. Mai Gythfeldt, formaður GKL í Noregi og Os- lódeildarinnar og Lisbeth Gundersen, sem vitn- að var í hér að ofan, gáfu sér tíma til að setj- ast niður á Café List og leyfa lesendum VERU að fræðast svolítið um starf þessara merku samtaka og við byrjum á því að ræða um tengslanetið. Lisbeth: Tengslanetið er stuðningur fyrir okkur sem stöndum framarlega í verkalýösbaráttunni sjálfri, en við höfum starfrækt slíkt net um all- an Noreg um árabil og ég nota það sem upp- lýsingabanka auk þess sem samtökin eru grið- arlegur stuðningur og gefa máli okkar þyngra vægi. Þegar ég byrjaði í prentiðnaöinum fyrir tuttugu árum var ég ófaglærður setjari. Okkur var gert kleift aö fá réttindi með skólanámi en þegar náminu lauk komumst við að því að ekk- ert hafði breyst, það var ennþá komið fram viö okkur sem ófaglærðar. Ég leitaði þá til GKL og komst að því að ég var alls ekki ein í þessari stööu. Samstaðan auðveidaði okkur að berj- ast fyrir réttindum okkar en karlar voru þá alls staðar við stjórnvölinn. Okkur tókst að koma 6 konum ínn í stjórn NGF og ég var ein þeirra, en við máttum okkar lítils á móti 40 körlum. Þá var það sem við uppgötvuöum samtakaaflið. Fyrir hvern stjórnarfund héldum við okkar eigin aukafund þar sem við konurnar úr stjórninni fórum vandlega yfir dagskrá komandi stjórnar- fundar og mótuðum sameiginlega afstöðu til allra mála. Þegar svo á fundinn kom var rödd okkar alltaf ein og óskipt. Þetta féll ekki í góð- an jarðveg hjá körlunum en gaf mjög góða raun og við komum mörgum málum inn á borð stjórnarinnar. Mai: Lykillinn að slíku samstarfi er að hver haldi sérkennum sínu. Það sem ég tel mikil- vægast er gott samstarf viö önnur kvennasam- tök, t.d. hafa konur sem stunda kvennarann- sóknir við Oslóarháskóla leitaö mikið til okkar eftir upplýsingum og við til þeirra. Fagleg málefni og mataruppskriftir - Hvert er svo umræöuefnið á þessum sögu- frægu mánudagsfundum GKL? Mai: Allt sem við teljum okkur viðkoma; fag- leg málefni, kvennamál, áhugamálin, matar- uppskriftir eða hvað sem er efst á baugi hverju sinni. Við reynum að hafa efni fundanna sem fjölbreyttast og fáum fyrirlesara víða að úr sam- félaginu, stundum úr okkar eigin rööum og oft frá öörum kvennasamtökum. Þannig hittumst við, styðjum hver aðra og fræðumst. Lisbeth: Það er áríðandi að virkja konur til að taka meiri þátt í jafnréttis- og verkalýðsbar- <c i' i

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.