Vera


Vera - 01.12.1995, Qupperneq 25

Vera - 01.12.1995, Qupperneq 25
sem viö söfnuðum saman á íslandi og í Berlin og ég flutti nær öll píanóverk Jóns Leifs. Þar sem ég flutti til íslands í september 1994 fékk ég söngkonu sem var í Berlín til aö æfa kórinn vikulega. Sjálf fór ég þrisvar sinnum til Berlínar fyrir tónleikana til aö æfa kórinn og síðustu vikuna æföum viö dag- lega. Tónleikarnir voru blandaðir, píanóverk, kórverk, einsöngur og strengja- kvartett, og þetta kom mjög skemmtilega út." Eftir þessa tónleika lagöist íslenski kórinn í Berlín af en önnur verkefni biöu Júlíönu heima á Islandi. „Ég fékk strax fasta vinnu viö Tónlistarskólann í Njarðvík viö píanó- kennslu en í vetur kenni ég eingöngu tónfræöi og tónheyrn og ekkert á píanó. Þess í staö kenni ég stæröfræöi í Menntaskólanum viö Sund. Égtók einnig aö mér aö vera meö undirbúningstíma fyrir stæröfræöikeppni fram- haldsskólanema og í vetur er ég auk þess meö fyrsta árs nema sem eru áhugasamir um stærðfræöi og stæröfræöiþrautir. Fyrir utan þetta stjórna ég kór Eimskipafélagsins einu sinni í viku. Þaö er því erfitt að finna tíma ef aö maður ætlar sér aö spila eitthvað aö ráöi - þaö er ekki hægt meö fullri vinnu og barn aö auki. Ég myndi vilja minnka kennsluna til aö geta notaö meiri tíma til aö spila en ég er nú í u.þ.b. 80% starfi. Þama finnst mér að hiö opinbera ætti að koma til móts viö tónlistarfólk og styöja okkur meira flárhags- lega, þaö mundi líka skila sér í lægra miöaverði og fleiri sæju sér fært að mæta á tónleika. í Berlín eru menningarviöburðir styrktir af hinu opinbera á ýmsan hátt auk þess sem mörg fyrirtæki leggja sitt af mörkum til styrktar og þar er líka vel borgað fyrir tónleika. Á íslandi er geysilega öflugt tónlistarlíf en þaö fær litla athygli og léleg aösókn aö tónleikum, sér- staklega úti á landi, er í mikilli mótsögn viö þaö hve mikið er af tónlistarskólum á landinu. Ríkis- sjónvarpiö viröist sniðganga list og menningu en íþróttir fá ómælda athygli. Þetta er óréttmætt aö mínu mati. Rás 1 sinnir að vísu sínu en sjónvarpið er sterkur miöill og nærtil annarra hópa en útvarpið. Þaö sem tekur viö hjá mér f framhaldi af Tón- Vaka, er aö nú þarf ég að ákveöa hvað ég vil hljóö- rita, en hljóðritun hjá RÚV var hluti af verðlaununum og ég get gefið út geisladisk ef ég fæ einhvern útgefanda. Síöan stefni ég aö því aö halda ein- leikstónleika og ég hef líka hug á aö spila erlendis og þá íslenska tónlist sem er ekki oft spiluð. Þaö væri líka gaman aö setja saman tónlistar- dagskrá meö norrænum höfundum." Ólíkir menningarheimar mætast Ári eftir aö Júlíana kom til Þýskalands kynntist hún barnsfööur sínum, Kamil, sem er alinn upp í Þýskalandi frá 6 ára aldri. „Meö innflytjendunum skapaöist sérstök menning sem er blanda af þýskri og tyrkneskri menningu. Innflytjendurnir hafa f ýmsu fjarlægst tyrk- nesk gildi og aölagast þýskum siðum, sérstaklega yngri kynslóðirnar, en á hinn bóginn haldið sterkum tengslum viö Tyrkland, t.d haldið múslimatrú og talað tyrknesku. Þaö hefur skapast kúltúr á milli tveggja töluvert ólíkra menningarheima. Kamil bar þess skýr merki, t.d. voru ýmsar skoöanir hans mótaðar af þýskum veruleika og í rökræöum gat hann veriö óskaplega „þýskur". Hins vegar voru hugmyndir hans um fjölskylduna og hlutverka- skiptingu innan hennar byggðar á hans eigin plskyldu eöa tyrknesku mynstri. Á meöan viö vorum bara kærustupar lék allt í lyndi og hinir ólíku menn- ingarheimar sem viö komum úr virkuöu fyrst og fremst áhugaveröir og aö- laöandi. Eftir aö ég varö ólétt og Kamil fór aö líta á mig sem konuna sfna, gjörbreyttust hins vegar kröfurnar sem hann gerði til mín, bæöi hvaö varö- aöi hegðun mína út á viö og hlutverkaskiptinguna innan heimilisins. Eftir aö dóttir okkar fæddist bar ég ein ábyrgö á uppeldinu og hann taldi sig ekki hafa miklar skyldur á heimilinu. Þaö virtist ekki skipta neinu máli aö viö vær- um bæöi í námi, þaö var mikilvægara aö hann lyki sínu námi. Aö vísu þarf ekki Tyrkja til aö hugsa svona því ámóta deilur eiga sér staö I fjölmörgum íslenskum samböndum. Þaö fór sérstaklega mikiö fyrir brjóstiö á mér aö tón- listarnám mitt skyldi ekki vera tekiö alvarlega, ég átti nú frekar aö drífa mig I aö fá mér einhverja vinnu í staö þess aö vera aö „dúllast" í kringum þetta píanó. Þaö var svo sem ekkert nýtt aö fólk tæki lítið mark á tónlistarnámi mfnu, því þaö heyrði til undantekninga þegar ég var bæöi í tónlistarnámi og stæröfræöinámi viö H.í. aö fólk spyröi mig hvernig mérgengi með tónlistina. Allir spuröu um stæröfræöina þótt ég legöi mun meiri vinnu í tónlistarnámiö og heföi meiri metnaö á þvf sviöi. Ég haföi engan áhuga á því aö veröa sú fyrirmyndarhúsmóöir sem Kamil og mamma hans óskuöu sér, lét mér nægja aö læra aö elda tyrkneskan mat en hann er mjög góöur. Þegar dóttir okkar var á fyrsta ári fórum viö til Tyrk- lands í sumarfrf og bjuggum hjá móöurfólki Kamils. Tyrkland er heillandi land og þar er margt að sjá. Fólkið er sérstaklega hlýlegt og almennilegt- hlýlegra en noröur Evrópubúar. Hins vegar fannst mér mjög erfitt aö vera hluti tyrk- neskrar flölskyldu og þurfa aö leika fyrirmyndar tengdadóttur því tengda- mamma mín vildi sýna aö ég væri jafnduglegoghinar „dyggöum" prýddu tyrk- nesku konur. Ég virtist heldur aldrei geta hagaö mér „rétt“ út á viö. Mér fannst líka mjög erfitt að geta ekki tjáö mig á tyrk- nesku og svo fór mikiö f taugarnar á mér hvaö þaö þótti sjálfsagt aö stjanað væri í kringum karlmenn þarna. Annars erum viö íslenskar konur svo miklar valkyrjur ogjafnvel enn sjálfstæöari en þýskar kon- ur svo aö vissulega mættust þarna tveir andstæöir pólar. Viö Kamil gátum ekki komiö til móts viö hvort annað og þegar dóttir okkar var á þriðja ári lauk sambúð okkar. Ég er ekki aö segja að ég hafi litla trú á alþjóðlegum hjónaböndum heldur þarf kannski enn meiri skilning og umburöarlyndi í slíkum sam- | böndum. Fólk verður aö geta mæst á miöri leið meö marga hluti og þetta getur oröiö mjög flókiö þegar maöur á börn og þarf aö koma sér saman um hvaöa leið eigi aö fara í upp- eldi þeirra. Neval Rakel elst upp hjá mér en viö reynum aö fara eins oft til Berlinar og hægt er til aö hún hitti pabba sinn og fööurfólkiö sitt.“ Alhæfingarnar varasamar „Á íslandi verö ég oft vör viö hálfgeröa fyrirlitningu á lituöu fólki og þeim sem koma úr ööru menningarumhverfi og íslendingar sýna oft skilningsleysi og þröngsýni gagnvart þeim. Fólk veröur stundum hálfskrýtiö þegar ég segist eiga hálf-tyrkneskt barn og ég gruna þaö um aö hugsa um mál Sophiu Han- sen, en maöur verður aö vara sig á alhæfingum um milljónaþjóðir eins og Tyrki, þar sem menningarlegur mismunur milli þjóöfélagshópa og stétta er miklu meiri en við þekkjum á Islandi. Ég átti góð samskipti viö útlendinga í Berlfn en margir þeirra eru mun þægilegri í umgengni en Berlínarbúar og íslendingar. Berlín er áhugaverö borg, þar sem mikiö er um aö vera og fráþært framboö af menningarvið- buröum, þar mætast ólíkir menningarheimar sem gefa borginni meiri lit, en Berlínarbúar eru sér kapituli út af fyrir sig. Almenn samskipti eru mjög hörð, árásargirni í loftinu og fólk stööugt aö rífast - Berlínarbúar eru sjúklega af- skiptasamir. Ég gæti vel hugsaö mér aö setjast að f Berlín ef ég fengi fasta vinnu og gott húsnæöi þar sem ég gæti æft mig, en mig langar einnig tii þess aö fara í nám til Bandaríkjanna. Ég hef margs aö sakna frá Berlín en sé litiö til fé- lagslegra aöstæöna þá er mun betra að vera hér á Islandi. Hér fæ ég mik- inn stuöningfrá fjölskyldu minni og margt er miklu einfaldara."

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.