Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 15

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 15
 I c starfa á sínum eigin vettvangi. „Núna tölum viö aðeins til kvenna og kvenkennum Guð,“ segirhún. „Við munum alltaf halda áfram að kvenkenna Guð en höfum aldrei sagt að Guö sé bara í kvenkyni. Við munum þess vegna þegar fram í sækir tala bæði um Guð í kvenkyni og karlkyni. Og enn sem komið er ávörpum við alla í kirkjunni í kvenkyni. Með þessu ávinnst tvennt. í fyrsta lagi finna kon- urnar sem eru komnar í messu Kvennakirkj- unnar að kirkjan talartil þeirra sjálfra í þeirra eigin kyni. í öðru lagi geta þau, sem ekki eru sátt við að við tölum í kvenkyni, séð hvað það er óréttlátt gagnvart konum að tala alltaf í karlkyni í almennum messum ís- lensku þjóðkirkjunnar." Kvennakirkjan er einnig þekkt að því að þrydda upp á mörgum nýjungum í messun- um. Auöur Eir segir þjóðkirkjuna vera bless- unarlega lausa við fastheldni og íhaldsemi og því hafi starfandi prestar mikið svigrúm til athafna. Þetta hefur Kvennakirkjan nýtt sér í ríkum mæli. Undirrituð bendir lesendum hér á, að sjón er sögu ríkari. Konur sem sækja messur Kvennakirkjunnar eru bland- aður hópur að sögn Auðar. Þær eru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum. í upphafi var það ætlun skrásetjara að inna séra Auði Eir eftir skoðunum hennar á því hvort kirkjan og boðskapur hennar hafi reynst konum hið mesta kúgunartæki, eins og margir femínistar hafa löngum haldið fram. Það var þó svo augljóst hvert svar Auð- ar myndi vera, aö spurningin var ekki borin upp. Lesa má út úr öllum orðum og athöfn- um sr. Auðar Eir að boðskapur kristninnar er einhver hin mesta blessun sem nokkur kvenréttindakona getur orðið aðnjótandi. Auður minnir undirritaða á kvekarakonurnar sem stofnuðu kvenréttindahreyfinguna í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldar og hrundu af stað hinni víðfeðmu alþjóðlegu kvennabaráttu. Kvekarar tóku fyrri sköpun- arsögu Biblíunnar trúanlega og unnu í sam- ræmi við hana. Konur og karlmenn voru bæði sköpuð í mynd Guðs og enginn munur þar á. í samræmi við þetta gat enginn haft vald yfir öðrum. Sérhver manneskja bar ábyrgð á eigin samvisku og varö að hlýða rödd hennartil að verða hólpin. Til þess varð manneskjan að hafa frelsi. Kvekarar voru og eru reyndar enn þekktir að því að leggja áherslu á þau gildi sem löngum hafa verið kvenkennd: Ástúð, umhyggju, kærleika, auðmýkt, samúð, friðarvilja, líknarstarf. Þessi sýn felur í sér að manneskjan hlýtur að bera fulla ábyrgð á eigin orðum og at- höfnum, en jafnframt ber hún ábyrgö á öðr- um. ÞvT er hverskonar umbótastarf mikil- vægt. í þessum anda eru lokaorð sr. Auðar Eir Vilhjálmsdóttur: „Innkomu kvenna í kirkjuna fylgir nýr og ferskur blær. Við eigum að nota hann - ekki til þess að ganga inn í þann heim sem fyrir er, heldur til þess að hugsa saman frelsishugsjónir." Biblían Uppspretta trúar siðgæðis menningar lista Hið íslenska Biblíufélag Guðbrandsstofu, Hallgrímskirkju Pósthólf 243, 121 Reykjavík Sími 551 7805 er g. d kona?

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.