Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 26

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 26
jjól sælgætið $808 8°“’ 3 júlnðrctnreti Þar sem ein mesta „sykurtiátið“ ársins fer nú í hönd þótti VERU viö hæfi að bjóöa upp á hollara sælgæti en oftast er á boðstólum. Flestir eru sammála um að ofvirk böm þoli illa sykur en þau eni ekki ein um það því margir foreldrar kannast við hvemig alheil- brigð böm spennast upp og hálf tryllast eft- ir að hafa látíð greipar sópa í sælgætisskái- inní. Eflaust hefur sykurinn ekkert betri áhrif á okkur sem eldri emm og er hann td. oft sagður orsaka spennu og stress og í kjötfar þess: langvarandi þreytu. Ájólunum gemm við okkur gjaman dagamun í mat og drykk og nú á dögum felst hann einmitt oft í aukirmi neyslu á sætindum. VERA fékk Sólveigu Eiriksdóttur á heilsubítastaðnum Grænum kosti til að gefa lesendum upp- skriftir að sælgæti sem við getum gefið bæði bömum og fullorönum - án þess aö fá snefil af samviskubití. Og þetta er ekki ein- ungis holtt hekiur einnig frábæriega gott, það geta ritstýran og Ijósmyndarirm stað- fest hér og nú því þær smökkuðu þetta báðari Haframjölskonfekt 60 g smjör (má nota hnetu- eöa möndtu- smjör) 1 dl haframjöl (má nota hirsiflögur) 1 dl kókosmjöl 1/4 dl Carobduft (fæst í heilsubúöum) 1 tsk. kornkaffi (fæst í heilsubúöum) 1/2 tsk. stevia (fæst /' heilsubúöum) 1/2 tsk. vanilludropar (má sleppa, en nátt- úrulegir vanilludropar fást í heilsubúöum) sjávarsalt á hnífsoddi þurrristaö kókosmjöl til aö velta upp úr 1. Kókosmjölið er þurristað í ofni við 200°C í 5 mín., eða á pönnu. 2. Smjörið hrært þar til mjúkt. Afganginum af uppskriftinni bætt út í. 3. Mótiö litlar kúlur og veltið upp úr þurrrist- uöu kókosmjöli. 4. Kælið. (Kúlurnar má líka frysta og segir Sólveig að þær séu örugglega góðar þegar þær eru aö þiðna.) Þessi uppskrift gefur um 25 litlar kúlur. Sólveig í Grænum kosti með heilsunammið góða. Hrísköku gott gott gott 4 hrískökur 2 bollar döölur 1 bolli vatn 11/2 bolli kókosmjöl, þurrristað 1 bolli möndlur, þurrristaöar og muldar 1/2 bolli hnetu/möndlusmjör 2 msk. appelsínuhýði 1 msk. sítrónuhýöi 1 tsk. kanilduft 1/4 tsk. sjávarsalt 1. Döðlurnar settar í pott ásamt vatninu, suðan látin koma upp, látið sjóða loklaust við vægan hita þar til vatnið gufar upp. Einnig er hægt að hella 2 bollum af sjóðandi vatni yfir döðlurnar, láta standa í 1 klst. og hella svo vatninu frá. 2. Allt sett í hrærivél og hnoðað saman með hnoð- ara. (Ef notaður er þeytari festist allt við hann.) 3. Mótað I kúlur eða teninga, skreytt ef vill (með t.d. möndlum, graskersfræjum, kashew- hnetum eða þurrkuðum papayaávöxtum, en þetta fæst allt í heilsubúðum). Kælt. Uppskriftin er vænn skammtur. Best er að geyma sælgætið T kæli.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.