Vera


Vera - 01.12.1995, Page 42

Vera - 01.12.1995, Page 42
 Sigrún Erla Egilsdóttir er: kvennafnlltriíi lláskóla Islaiids Kvennafulltrúi við háskóla hér er nýlunda en slík staöa hefur veriö til í nágrannalöndum okkar um árabil. Áriö 1990 var stofnaöur kvenna- hópur innan ESIP (nefnd stúdentaráða í Evrópu) að frumkvæöi íslend- inga sem verður aö teljast merkilegt þar sem enginn kvennafulltrúi var starfandi hér þá en úr því var bætt áriö 1994 þegar Málfríöur Gísladóttir varö fyrsti kvennafulltrúi við Háskóla íslands. Heitið kvennafulltrúi hefur veriö umdeilt og fram hafa komið hugmyndir um að kalla þaö frekar jafnréttisfulltrúa en staðan verður tekin til endur- skoðunar voriö 1996 og þá veröur tekin endanleg ákvöröun um heitið. Núverandi kvennafulltrúi er Sigrún Erla Egilsdóttir og náði VERA tali af henni. VERA: í hverju felst starf kvennafulltrúa? SIGRÚN: Reglugerð um kvennafulltrúa kveður á um að starf kvennafulltrúa felist aðallega í því að fylgjast með stöðu ogframgangi kvenna innan HÍ, safna upplýsingum um jafnréttismál sem miðla á til nemenda og að vinna að mót- un stefnu Stúdentaráðs HÍ í jafnréttismálum. Hingað til hefur mesturtími far- iö í það að þreifa fyrir sér og sjá hvað fólk hefur mestan áhuga á og hvar mestra úrbóta er þörf. Fyrsta árið sem kvennafulltrúi varstarfandi fórt.d. mik- ill tími í að ræða um þá nýútkomna launaskýrslu. Á þessu ári var nýlega stað- ið fyrir „Kynlegum dögum" þar sem rætt var um hin ýmsu jafnréttismál og var tilgangurinn með þeim að reyna að komast að því hvar áhugi fólks lægi en ekki síst að sýna fram á þann margbreytileika sem þessi umræða hefur upp á að bjóða. Ég held að „Kynlegu dögunum" hafi tekist að koma því vel til skila PRÓFANÁM Öldungadeild á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Innritun fer fram 9. og 10. janúar. kl. 17.00 - 19.00. FRÍSTUNDANÁM Fjölbreytt tungumálanám. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið. Innritun fer fram 18. og 19. janúar, kl 17.00 -19.00. Miðbæjarskólinn, Fríkirkjuvegi 1, s: 551 2992 og 551 4106

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.