Vera


Vera - 01.12.1995, Qupperneq 44

Vera - 01.12.1995, Qupperneq 44
jól diskar Trió Nordica er norrænt tríó en í því leika þær Bryndís Halla Gylfadóttir (selló), Mona Sandström (píanó) og Auður Hafsteinsdóttir (fiðla). Á diskinum leika þær píanótrió í G- moll, op. 17, eftir Clöru-Wieck Schumann, píanótrió No. 1, í E dúr eftir Franz Berwald og píanótríó No. 1, í D-moll, op. 49 eftir Felix Mendelssohn Bartholdy. Trió Nordica var stofnað áriö 1993, en hefur þegar leikið viö frábærar undirtektir víða í Evrópu og Bandarikjunum. Árið 1994 hlaut trióið menningarstyrk VISA. Þær Bryn- dís (*1964), Auður (*1965) og Mona (*1966), sem er sænsk, hafa allar hlotið Hrönn Vilhelmsdóttir textdhönnuöur Handmáluð og árituð sængurver og rúmteppi fyrir alla fjölskylduna. Flunnelsnátföt með nöfnum barnanna. TEXTÍLKJALLARINN Barónstía 59, sími 551-3584 (á horni Leifsgötu og Barónsstígs). Opið virka daga 12-17 og fyrsta laugardag í mánuði. ýmsar viöurkenningar fyrir leik sinn. Samspil þeirra í Trió Nordica er glæsilegt, en hér leika þær Ijóðræna og rómantíska tónlist. Þaö er ánægjulegt að þær stöllur skuli hafa valið að leika píanótrió eftir þýska tónskáld- ið Clöru Schumann, á þessum diski en tón- list hennar heyrist sárasjaldan. Hún er, ásamt Fanny Mendelssohn, ein örfárra kvenna úr tónskáldastétt, frá 19. öld. Clara var eiginkona tónskáldsins Roberts Schumann og dóttir píanókennara hans. Hún er sögö hafa átt stóran þátt í velgengni eiginmanns síns og ef til vill var það vegna frægðar hans sem eftir henni var tekið yfir- leitt. Óhætt er að fullyrða aö hún er eftirtekt- arvert tónskáld og þolir píanótrióið hennar alveg samanburö við önnur verk sömu teg- undar frá þessum tíma. Franz Berwald sýndi snemma, líkt og hin tónskáldin á þessum diski, óvenjumikla tón- listarhæfileika og var hann eitt helsta tón- skáld Svía á 19. öld. í tónlist hans má finna áhrif frá þýska rómantíska skólanum (t.d. Mendelssohn) en hann er þó að ýmsu leyti óvenjulegt og frumlegt tónskáld. Þýska tónskáldið Felix Mendelssohn er eitt vinsælasta tónskáld 19. aldarinnar. Var hann óvenju listfengur í æsku og samdi fjölda tónverka á barns aldri. Hann var af auðugu kaupsýslufólki kominn og hlaut mik- inn stuðning frá fjölskyldunni, ekki síst syst- ur sinni Fanny Mendelssohn. Hann lagði stund á fleira en tónsmíðar - var einnig af- bragðs hljómsveitarstjóri og konsertpíanisti. Hann lést á hátindi ferils síns í Leipzig árið 1847. Á umslagi disksins er rómantísk og falleg mynd af þessu kvennatríói. Vonandi á það langt og gott samspil fyrir höndum. Vala S. Valdimarsdóttir Sitit* Kristín Eysteinsdóttir Litir, geislaplatan sem Kristín Eysteinsdóttir gaf út í október, er fyrsta framlag hennar til íslensks tónlistarmarkaðar. Lögin á plötunni eru öll frumsamin nema lagið „My intimate dream" sem er eftir Jóhann Hjálmar Haraldsson. Aðstoö við hljóðfæraleik annast Elísa Geirsdóttir, Orri Haröarson, Ingólf- ur Sigurösson, Ólöf Sigursveinsdóttir og Jón Bjarki Bentsson. Söngur Kristínar er kröftugur og textarnir eru góðir, þeir eru ekki bara tómt orðagjálf- ur eins og oft vill veröa. Textaframburður er óvenju skýr og því vel skiljanlegur. Platan er skemmtilega fjölbreytt og gaman að heyra eitthvað nýtt, sem vantar oftí íslenskan tón- listarheim. Kristín og allir sem tóku þátt í gerð plöt- unnar eiga skilinn stóran plús. Hlustandinn fær það á tilfinninguna að Kristín hafi skrif- að þessa tónlist af innri þörf en ekki fyrir ein- hvern fyrirfram ákveðinn tónlistarmarkað. Mæli ég meö því að hlustað sé á plötuna á rólegu kvöldi með góðum vinum. Katrín Haröardóttir, 16 ára Geislaplatan sem Björk sendi frá sér í sum- ar heitir Post. Platan hefur allt til aö bera, hún er fjölbreytt, lögin eru skemmtileg og all- ur hljóöfæraleikur er með endemum góður, þótt einnig séu notaðar tölvur. Lögin vann Björk með úrvalstónlistar- fólki, þ. á m. Tricky, Nellee Hooper og Gra- ham Massey. Mér finnst Björk orðin framandi og útlend en haldi samt sérstöðu á alheimsmarkaði. Munurinn á Debut og Post er sá aö Post er meiri rólegheitaplata, Debut er að mínu mati dansplata. Katrín Har&ardóttir, 16 ára *. i

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.