Vera


Vera - 01.12.1995, Page 22

Vera - 01.12.1995, Page 22
kátt r um jólin bára Jólamaturinn er hefðbundinn á mörgum heimilum, hamborgarhryggur, nýtt kjöt af einhverju tagi, rjúpur eða annað fiðurfé og ekki má gleyma blessuðu hangikjöt- inu. Hefðirnir eru margar og misjafnar, sumir búa t.d. alltaf til síldarrétti, aörir baka laufabrauð og mörgum finnst ómissandi að finna ilm af smákökum í ofni á jólaföstunni. Á sambýli þroska- heftra i Blesugrófinni er jólaundir- búningurinn liður í skemmtilegu heimilishaldi og jólahaldiö með hefðbundnum hætti. Á sambýlinu í Blesugróf er fólk farið að hlakka til jólanna. íbúarnireru á aldrinum 53-72, þrjár konur og tveir karlmenn. VERA kom í heim- sókn að morgni til og þá voru þær Jóhanna Árnadóttir og Þorbjörg Guðlaugsdóttir á fullu í jólaundirbúningnum, búnar að gera herbergin sín hrein og taka til T skáþum eins og vera ber þegar allt ertekið 1 gegn. í Blesugrófinni var öll- um jólaundirbúningi lokiö í byrjun desember en sameiginlegt jólaboð heimilisfólks og starfsfólksins, með hamborgarhrygg og tilheyr- andi, er haldið um miðjan mánuðinn. Þá er búið aö skreyta allt nema jólatréð, svo heimil- isfólkiöfái aö veraíjólastemmningu heima hjá sér en þau fara í jólaboð til ættingja á aðfanga- dagskvöld ogjóladag, enda eiga þau öll góðar fjölskyldur og sum stórar. Sigríður Pétursdóttir er forstöðukona sam- býlisins og hún segir að jólahaldið sé hefð- bundið enda heimilisfólkið aliö upp við það. Þorbjörg segir að henni finnist kjúklingar með kokkteilsósu besti maturinn og Sigríður segir að stundum hafi verið kjúklingur á gamlárskvöld. Þorbjörg bætir viö að henni finn- ist hangikjötiö ITka gott. Að þessu sinni ætlar Jóhanna aö vera á Heilsuhælinu 1 Hveragerði yfir jól- in, ásamt systur sinni en þær hafa alltaf haldiö jólin Heimilisfólk og starfsmenn í Blesugrófinni: Þorbjörg Guölaugsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Jóhanna Árnadóttir, Hildur Ársælsdóttir, Kristinn Breiðfjörð, Guðmundur Hólm og Rebekka Þráinsdóttir. saman. „Við Lillý höf- um alltaf verið saman í íbúðinni okkar á Brávalla- götunni," segir Jó- hanna, en nú er systir hennar komin á elliheimili og því brugðu þær á þaö ráð aö fara í Hveragerði til þess aö geta ver- iö saman. „Ég er búin að kaupa mér úlpu og jóla- skó," segir Jó- hanna sem versl- aði í Kringlunni og hún talar um hvað jóla- skrautið hafi verið fínt: „Ég á Kringluna," segir hún svo og hlær, og Þorbjörg bætir við: „Og ég á Hagkaup!" Á annan í jólum eru allir heima og þá er borðaö hangikjöt og laufabrauð sem bakað er fyrir jólin. Þorbjörg hefur orð á því aö henni finnist gaman aö baka laufabrauðið. „Þaö er svo gaman að pota í þaö," segir hún. Með hangikjötinu eru einnig borðaðar hveitikökur sem eru líka mjög góðar með smjöri og osti og reyndar öllum mat. Þessar kökur eru svipaöar indversku nan-brauði nema hvaö þær eru ókryddaðar og viö fengum uppskriftina aö því, ef einhver skyldi vilja prófa eitthvað nýtt með jólahangikjötinu. Hveitikökur: 5 bollar hveiti 3 tsk. ger 1 tsk. natrón 1 bolli sykur 1 tsk. salt 3/4 I súrmjólk Öllu blandað saman og hnoðað. Flatt út eins og flatkökur nema dálítið þykkari. Bakað á þurri pönnu. Á annan í jólum er einnig boöiö upp á síldar- rétti og með þeim er borið fram heimabakað rúgbrauö.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.