Vera


Vera - 01.12.1995, Síða 21

Vera - 01.12.1995, Síða 21
gerast vígðir þjónar kirkju sinnar. Til dæmis var finnskum kvenguðfræðingum ekki veitt heimild til prestsvígslu fyrr en í lok áttunda áratugarins og á síðasta ári lauk áratuga langri baráttu kvenna innan ensku biskupakirkjunnar fyrir jöfnum rétti kvenna til prestsþjónustu. Eins og áöur var minnst á þá er konum innan margra kirkjudeilda enn neitað um prestsvígslu, þar á meðal innan rómversk kaþólsku kirkjunnar, þrátt fyrir mikinn skort á rómversk kaþólskum prestum um allan heim. Það má minna á í þessu samhengi að það var ekki fyrr en árið 1911 að lög um fyrirvaralaust jafnrétti til náms og allra emþætta voru samþykkt á Alþingi Is- lendinga. Heimildir herma að á elleftu stundu hafi breytingartillaga þess efnis að konurgætu ekki orðið prestar (hvað þá biskupar!) verið felld og lögin samþykkt án allra undantekn- inga. Það liðu þó 63 ár frá samþykkt þessara laga þangað til fyrsta konan var vígð til þrests- þjónustu hér á landi. Svo er bara að bíða og sjá hve langt veröur þar til íslensk kona skipar sér I þann fámenna hóp kvenna sem kjörnar hafa verið til biskups um allan heim. Hér má benda á að guðfræöileg rök gegn vígslu kvenna til prestsþjónustu (eða biskupsembættis) hafa ekki veriö eins hávær hér á landi eins og víða annars staðar. Kannski íslendingar séu í raun uppteknari af siðum og venjum, heldur en guð- fræðilegum forsendum fyrir hverskonar nýjung- um í starfsháttum kirkjunnar. Kristur boöaöi jafnrétti Hvaö sem öðru líður þá er mikilvægt að við ger- um okkur grein fyrir afleiðingum þeirrar guðfræði sem viö aðhyllumst. Þannig hefur skilningur okk- ar á Guði, Kristi og kirkjunni áhrif á sjálfsskilning okkar sem og viöhorf okkar til annarra. Sem dæmi má nefna skilning okkar á karlmennsku Krists. I fyrsta lagi hefur karlmennska Krists á liðnum öldum verið notuö til þess að styrkja ein- hliða notkun á karlkyns hugtökum í tali okkar um Guð. í öðru lagi hefur karlkyn Krists verið not- að til að réttlæta þá skoöun að karlar séu æöri konum, þar sem þeirséu samkynja Kristi. Ef aft- ur á móti áhersla er lögð á mennsku Krists, í stað karlmennsku, þá er að finna í fagnaðarer- indinu um Krist grundvöll allrar réttlætisbaráttu, þar sem við erum öll eitt í Kristi, hvort sem við erum Gyðingar eða Grikkir, þrælar eða frjálst fólk, konur eða karlar. Sé spurningin um karlmennsku Krists skoð- uö í samhengi frásagna guðspjallanna um líf og starf Krists, má sjá fjölmörg dæmi um það hvernig Kristur braut gegn gildum feðraveldis- ins með því m.a. að umgangast konur sem jafningja. Það má því ætla að tilgangur hold- tekningarinnar hafi hvorki verið að sýna yfir- burði karla eða undirstrika karlmennsku Guös. Vel má vera að Kristur hafi verið karlmaður til þess að boðskapur hans fengi athygli í því samfélagi sem hann lifði og starfaði í. En meira máli skiptir sá takmarkalausi kærleikur og umhyggja Guðs fyrir sköpun sinni sem mennska Krists ber vitni um (Fil. 2:6-11). Kristur kom til að boða komu Guðsríkisins, þar sem hinir síðustu munu verða fyrstir, hinir veiku sterkir, bölvun snýst í blessun, og dauði í líf. Slíkur boðskapur er fagnaðarerindi öllum þeim sem hafa orðiö fyrir misnotkun valds, svo sem þeim konum sem hafa haft köllun til prestsþjónustu, en hefur verið meinað um prestsvígslu. Annað dæmi um misnotkun valds er ofbeldi gegn konum, sem hefur verið réttlætt með tilvísun til þjáningar Krists. Gagn- rýni kvenna beinist m.a. gegn slíkri mistúlkun og misnotkun fagnaðarerindisins um Krist. Og enn er mikið verk óunnið. rabd 4 má Myndir meö greinum um kvennaguöfræöi voru teknar í messu í kvennakirkjunni 22. október s.l. þegar minnst var 20 ára afmælis kvennafrídagsins. LJósm.: bára RISQ skafmidi sem endisf tiljóla Tíu 100.000 kr. vinningar. Vinningur á ööru hverju dagatali. 54.270 vinningar. Þod eru spennandi rnor<jr\ar fmrnundan!

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.