Vera


Vera - 01.12.1995, Qupperneq 4

Vera - 01.12.1995, Qupperneq 4
thafnakonan ATHAFNAKONAN Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuöur hefur komiö sér fyrir í litlum kjallara á horni Barónsstígs og Leifsgötu, meö silkinu sínu, sængurverunum, rúmtepp- unum, bænapúðunum, náttfötunum og litunum sínum margvíslegu. Hún býr sjálf uppi en er búin aö vera meö vinnustofu sina og litla verslun þarna í kjallaranum í rúmt ár. „Það voru sængurverasettin sem komu mér af stað,“ sagði Hrönn þegar tíðindakona VERU var að dást að fallegu sængurverunum hennar með bænum handa börnum. Það er eitthvað svo hugljúft og hlýlegt að breiða ekki einungis sæng ofan á barnið sitt heldur einnig fallega bæn. „Ég byrjaöi á því að þróa sængurverin þegar ég var ólétt því ég gat ekki ímyndað mér að nokkur vildi ráða ólétta myndlistarkonu í vinnu! Ég bjó því fyrst til svona sængurföt handa syni mínum en þegar systkini mín og vinkona áttu von á börnum langaði mig til að búa til sængurgjafir handa þeim og þá urðu sængurfötin fyrir valinu. Eitt systkini mitt er nú að nota sín sængurföt fyrir þriöja barnið og það sér ekkert á þeim, þau halda sér alveg ef maöur þvær þau við 60’ hita.“ Hrönn vinnur sínar afurðir úr náttúrulegum efnum og litirnir sem hún notar eru þvottþolnir og Ijósekta. Þeirfara alveg inn í þræði efnisins og reyndar er ekki hægt aö nota þá nema á náttúruleg efni. Hún kauþir einungis hvitt efni og litar það allt og það má sjá á fingrum henn- ar aö það er heilmikil vinna! Silkið hefur löng- um verið eitt af helstu viðfangsefnum hennar og í kjallaranum hjá henni má sjá silkitrefla í öllum stærðum og geröum - litia mjúka kvef- klúta fyrir börnin og langar silkislæður sem undirstrika meðfæddan glæsileika allra kvenna! Hún fóörar líka treflana með mjúku ullarefni þannig aö þeir verða ákaflega hlýir og góðir í vetrar- kuldunum og stærstu fóöruðu trefl- ana er einnig hægt aö nota sem sjöl. Hrönn keypti kjallarann sinn fyrir rúmu ári. Hún fékk ekki lán úr lön- lánasjóði, námslánaskuldirnar komu í veg fyrir það, en hún hefur verið aö skúra undanfarin ár og það voru einmitt skúringarnar sem gerðu henni kleyft aö fá lán úr lífeyrissjóði. Henni | finnst frábært að búa þarna í næsta nágrenni I við Hallgrímskirkju sem hana langar til aö ■: klæða einhvern tíma að innan með silki. Kirkj- an veitir ákveðið öryggi eins og sonur hennar sagði þegar hann var lítill og gat ekki nefnt kirkj- una réttu nafni: „Ég týnist aldrei því að lakkrís- kirkjan er leiðarljósiö mitt." Svona fallegar bænir fylgja sængurver- unum hennar Hrannar en það er eitt- hvað svo hugljúft og hlýlegt að breiða ekki einungis sæng ofan á barnið sitt heldur einnig fallega bæn. Meðal þess sem Hrönn býr til í Textílkjallaranum eru teppi á hjónarúm, og púðar í stíl, allt saman skreytt með hjónafígúrunum hennar. Hrönn fékk „átakskonu" frá Reykjavíkur- borg til að aðstoða sig við saumaskapinn I hálft ár. Þær hafa m.a. veriö að sauma flón- elsnáttföt og púða sem bæði er hægt að fá með heföbundnu sniði og eins og fiðrildi í lag- inu. Hrönn skrifar það sem fólk vill á náttfötin og púðana, hvort sem það eru litlar bænir eða nöfn barnanna sem eiga að fá þau. Hún býr einnig til rúmteppi fyrir börn og fulloröna en kallarnir á barnateppunum eru búnir að fylgja henni síðustu þrjú árin eða svo. Hjónafígúrurn- ar sem eru á fullorðinsteppunum eru mjög skemmtilegar og Hrönn gerir púöa með sömu fígúrum til að skreyta hjónarúmiö með. Hún reynir líka að uppfylla óskir hvers og eins og hefur m.a. búið til rúmföt með kvennamerkinu handa einni gallharðri Kvennalistakonunni. Hrönn hefur haldiö fjölda sýninga á verkum sýnum og ekki færri en fimm á þessu ári, síðast í Stöölakoti í nóvember en það var fyrsta sýning- in sem byggðistekki á nytjalistinni heidur frjálsri listsköpun. Sem fyrr segir drýgir Hrönn tekjurnar með því aö skúra Laugarnesapótek hálfan mán- uöinn og þá fer hún einnig með lyf til eldri borg- aranna í hverfinu, en það segir hún aö sé afar skemmtilegt og þakklátt starf: „Gamla fólkinu finnst svo gaman að fá heimsókn, þótt ekki sé nema örstutta stund. Það þarf ekki nema lítið bros til aö gleöja þaö og ég tala nú ekki um hvað því finnst gaman að fá stelpuna mína, sem er þriggja ára, í heim- sókn. Annars vonast ég auðvitað til þess aö geta haft textílhönnunina að aöalstarfi innan tíðar - þetta er skemmtilegasta vinna sem hægt er að hugsa sér. Þaö skemmir heldur ekki að eiga heima hér í húsinu því þá get ég fylgst með börnunum mínum. Þessar aöstæður sem ég bý viö eru, fyrir utan peningana náttúrlega, skólabókardæmi um það hvernig konur vilja haga lífi sínu - viö viljum vinna fulla vinnu en Ifka hugsa um börnin okkar og það er einmitt það sem mértekst að sameina hér." Sonja B. Jónsdóttir 4 4 4 >

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.