Vera


Vera - 01.12.1995, Side 20

Vera - 01.12.1995, Side 20
 + u ð af hverju o-erðist p-ud karlmaður? Marglr hafa haldiö því fram aö þaö fari eftir kynferði hvort viökomandi geti gerst staögengill Krists á jöröu. Þessvegna hafa konur oft verið taldar ófærar um aö þjóna sem prestar. Innan rómversk kaþ- ólsku kirkjunnar eru þessi rök enn notuö gegn prestsvígslu kvenna (sbr. páfabréf frá 1976). Barátta kvenna fyrir jöfnum rétti til prestsvígslu er því dæmi um þaö hvernig túlkun kirkjunnar á persónu og starfi Krists hefur haft áhrif á stööu kvenna innan kirkjunnar. Gagnrýni kvenna Kvenguöfræðingar hafa á undanförnum 20 árum fengist við að endurskoða hinar ýmsu greinar guðfræðinnar út frá gagnrýnu sjónar- horni kvenna. Við endurskoðun guðfræöinnar hafa konur nýtt sér svipuð vinnubrögð og kyrv systur þeirra innan annarra fræðigreina, til dæmis þær sem leggja stund á þókmenntir, heimspeki, siðfræði, sagnfræði og listir. Kvennagagnrýnin gengur út frá þeirri staðhæf- ingu að hvers konar fræði, vísindi og listir hafi fram að þessu í yfirgnæfandi mæli verið stund- uð af körlum og þar hafi sjónarhorn karla ráðiö ríkjum. Konur hafa bent á að innan guðfræöinn- ar komi þetta fram m.a. í karlmiðlægu sjónar- horni ýmissa texta Biblíunnar, sem oft á tíðum innihalda mikla kvenfýrirlitningu. Kristin hefö, eins og hún hefur varðveist bæði í bundnu og óbundnu máli sem og ýmsum listformum, hef- ur leitast við að túlka Guös orð í gegnum aldirn- ar. Kvennagagnrýnin heldur því fram að kristin hefö hafi einnig stjórnast af sjónarhorni karla, sem m.a. kemur fram í notkun ritningarinnar I baráttunni gegn prestsvígslu kvenna. Kristur og konur Kristsfræöin, þ.e. þau fræði sem fjalla um per- sónu og starf Jesú Krists, er að mati margra kvenguðfræðinga sá kafli kristinnar hefðar sem hvaö mest hefur veriö notaður gegn kon- um á liðnum öldum. Jafnframt hafa fræðin um Krist reynst ótæmandi uppspretta frelsisbar- áttu kvenna. Þannig hafa konur leitað styrks þangað sem karlar hafa sótt stuðning fyrir karl- miðlæga mistúlkun sína á fagnaðarerindi Krists. Skýrt dæmi um þetta er túlkun hefðar- innar á þjáningu og dauöa Krists. Píslarsaga Krists hefur ósjaldan verið notuð til þess að upphefja gildi þjáningarinnar í lífi fólks. Ótelj- andi dæmi eru til um það að konur hafi verið hvattar til þess að líta á þjáningu sína sem Guðs gjöf, sem þær skuli þola í auðmýkt og hlýöni viö vilja Föðurins, líkt og Kristur forðum daga. Enn þann dag f dag má heyra röksemdir sem byggja á samanburði á barsmíðum og of- beldi gegn konum innan veggja heimilis síns, viö píslir Krists. Konur hafa því verið hvattartil þess að líta á ofbeldið sem þann kross er þeim hefur verið úthlutaður hér á jörð. Þeim er þá og ætlað að leita huggunar í boðskapnum um „himneska dýrð’’ sem bíður þeirra „handan þessa heims’’. Á meðan konur hafa veriö hvattar til þess „aö taka upp kross sinn’’ í undirgefni og auö- mýkt, hafa þær tíðum leitað styrks í þjáningu sinni hjá Kristi sem barðist fyrir málstaö þeirra sem líða og þjást og var tilbúinn að fórna lífi sínu fyrir þann málstaö. Þannig hefur Kristur, sem þátttakandi f þjáningunni, orðið upp- spretta vonar viö oft á tíöum vonlausar kring- umstæður. En Kristur hefur ekki aöeins gefiö þjáöum og vonlausum konum þrautseigu og úthald, heldur einnig kjark og þor til þess að rísa upp og ráðast að rótum óréttlætisins. í upphafi starfs síns, gaf Kristur eftirfarandi lýs- ingu á köllun sinni: „Andi Drottins er yfir mér, af því aö hann hefur sent mig til aö flytja fátæk- um gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn, og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náöarár Drottins” (Lúk. 4:18-19). Samkvæmt vitnisburöi guöspjallanna, fram- fylgdi Kristur þessu hlutverki sínu til hins ýtrasta, og galt að lokum Iff sitt fýrir. Hann hafði ekki reynst sá Messías, sem landar hans höfðu beðið eftir, í stað herskás konungs kom orðhvatur baráttumaöur lítilmagnans. Þeir sem væntu þjóðfélagsbyltingar urðu vitni aö gras- rótarhreyfingu, er samanstóð af konum og körlum sem flest tilheyrðu lægstu stéttum þjóö- félagsins. Kristur laðaði til sín sjúka, bersynduga, ekkjur, munaðarlausa, tollheimtumenn og fátæka fiskimenn. Áhrifamátt- ur orða og athafna Krists gerði sam- landa hans óörugga. Andlegir valdhafar ásökuðu hann um guðlast, meðan veraldlegir kollegar þeirra báru honum á brýn valdníðslu. Hann átti tveggja kosta völ: að bregðast köllun sinni, eöa hætta lífi sínu fýrir málstað sinn. Karlmennska Krists Ef að Kristur var holdtekning Guðs, og starf Krists og boðskapur voru opinberun á náð og sannleika Guðs (sbr. Jóh. 1:14), þá liggur nærri að spyrja: hversvegna gerðist Guð karl en ekki kona? Ýmis svör hafa komið fram en ef grannt er skoðað þá greinast þau flest í tvo flokka. Annaöhvort er karlmennska Krists tal- in hluti af „náð og sannleika” Guðs (sbr. rökin gegn prestsvígslu kvenna), eða þá að kynferði Krists er talið háð þeim takmörkunum að það var aðeins um tvo kosti að velja: karl eða kona. Varðandi síöari kostinn þá finnst mörg- um ólíklegt að kona (Krista) heföi náð eins miklum árangri í starfi sínu I karlaþjóöfélaginu eins og Kristur gerði, þar sem konur voru ekki taldar marktæk vitni fyrir rétti í ísrael á dögum Krists. Þannig er karlmennska Krists talin hafa haft þjóðfélagslega, en ekki guöfræðilega merkingu. Það má ætla aö orðin í Galatabréf- inu 3. kafla styðji þessa skoðun, þar sem seg- ir að fyrir samfélagið í Kristi sé þjóðernislegur og þjóðfélagslegur mismunur gerður að engu, sem og kynjamismunur, þar sem „í Kristi” eru allir jafnir sem „börn Guðs’’ (Gal. 3:28). Prestsvígsla kvenna íslenska þjóðkirkjan hefur nú í rúm 20 ár vígt konur til prestsþjónustu. Því er eðlilegt að það gleymist í daglegri umræðu hér á landi að víöa um heim hefur konum ekki reynst auösótt að

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.