Vera


Vera - 01.12.1995, Síða 30

Vera - 01.12.1995, Síða 30
jjól bækurnar valda í húsinu og þorpinu. Frásagnarstíll Krist- ínar Maiju er gáskafullur, sagan rennur liðugt milli hversdagslegra atburða og stórviöburöa en hnyttin samtöl og dönskuskotin tilsvör gæða textann hlýju og lífi. Hér glíma alþýðan og auðvaldið svo hart að jafnvel álfadrottningin sjálf - í söngleik um Ólaf Liljurós - verður að bitbeini þegar al- þýöustúlkan Freyja verður illu heilli að víkja fyrir dóttur sýslumanns. Saga þorpsins og stéttabaráttunnar er fjörleg og fróðleg, meö grátbroslegum mölétnum slagorðum afa úr kratablaðinu þá sjaldan hann er í landi. Kristín Marja dregur upp skemmtilegar myndir af körlum og öðrum aukapersónum í fáum, einföldum dráttum. Ástamál ungu kvennanna eru rúmfrek í sögunni, kitlandi og spennandi því yfir vofir ókennileg hætta, rökkurgrá og dulúöug. Af þessu fær sögu- konan Agga fiðring í magann sem skilar sér vel til lesanda, því það er aldrei alveg Ijóst hvort Agga er að rangtúlka eða verður vitni að yfirnáttúrulegu eða glæpsamlegu athæfi. Skemmtilegust og merkilegust er þó kvennasagan og/eða hversdagssagan - sag- an af öllu þessu amstri sem hvílir á konunum og veldur þeim ýmist gleöi eða sorg. í bókum og bíó hef ég fyrr séð þessum tíma lýst. En í Mávahlátri eru frásagnir af kvennamenning- unni; tertubakstri, hreingemingum, jólaundir- búningi, sláturtíð, tengdamæðrum, óléttu, bamsfæðingu og fleiru. Það er frábær skemmtun að lesa um verklagið og viöhorfin á þessum tíma, kaffispjallið, hjátrúna, tilstandið og daðrið, fatastússið, efni, liti, fas og fram- göngu kvennanna. Þó bókin sé ekki sagnfræði- rit er ilmurinn úr eldhúsinu fróölegur og gefur ærið tilefni til að skoða hvað sé breytt og þá hvernig. Merkust finnst mér kvennasamstað- an sem er eins og leiðarhnoða I sögunni, því hvort sem þaö er vináttan eöa neyðin sem knýr fram samstöðuna þá er hún einlæg og sönn. Frágangur og prófarkalestur á bókinni er góður og forsíöan ágæt þó litríkari mynd ætti betur við söguna að mínu mati. Mávahlátur er saga meö konur T aðal- og aukahlutverk- um, hnyttin og íslensk niður í hársrætur, - skáldkonunni Kristínu Marju til mikils sóma. Kristín Jónsdóttir * Ólína Þorvarðardóttir ritaði formála og bjó til prentunar Bóka- og blaöaútgáfan 1995. Ólína Þor- va rð a r- dóttir hef- ur gefið út rúmlega 80 þjóð- sögur T bókinni Álfar og tröll. í bók- inni eru m a rg a r skemmti- legar sög- ur af álf- um og tröllum og getur bókin orðið lesendum, bæöi börnum og fullorðnum, hin besta skemmtun. Sögurnar „Hildur álfadrottning" og „Smalinn á Silfrúnarstööum" eru vel til þess fallnar að auka bjartsýni manns. „Selmat- seljan" sýnir að vilji einstaklingsins má sín lítils gagnvart lögum og reglum samfélags- ins. Ástarþrá tröllskessa til manna birtist T nokkrum sögum og verður raunsæ og skilj- anleg T Ijósi þess að tröllkarlar eru aldauða eins og segir T sögunni „Skessu-Runki". Ólína segist með bókinni vilja „miðla sagna- hefðinni" (35) og fæ ég ekki betur séð en að það markmið nái fram að ganga. Ólína skrifar formála að sögunum ogfjall- ar um einkenni þeirra og hlutverk. í formál- anum virðist Ólína ætla aö fara einhvern milliveg milli fræðilegra skrifa og alþýðlegra. Hún notart.d. ekki gæsalappir um beinartil- vitnanir heldur skáletrun (sbr. nmgr. 2, bls. 2) en gefur enga skýringu á þvT hvers vegna hún víkur frá þeirri viöurkenndu aöferö. Þetta veldur nokkrum ruglingi því hún notar skáletrun líka til áherslu. Hún segirtil dæm- is: „Eitteraö varöveitafrumheimildir, annað er að viöhalda lifandi sagnahefð." (34). Hér er skáletrun greinilega notuð til áherslu og aðgreiningar en ekki sem bein tilvitnun. Ólína segir „forvitnilegt að skyggnast inn í þessa sagnaveröld og kanna hvernig þar er umhorfs" (8) og geta flestir veriö sammála því. Hún veltir fyrir sér hverju sögurnar lýsi, hvaða vandamál þærtaki fyrir og hvaða lausn- ir þær bjóði upp á en svör hennar og greining á sögunum er yfirborðskennd og oft þegar hún er komin að einhveiju spennandi lætur hún staðar numið. Til dæmis fjallar Ólína í örstutt- um kafla um sögur sem birta mikilvægi um- hverfisverndaren gaman hefði verið aö fá nán- ari greiningu og umfjöllun um þær. Best tekst Ólínu uþp þegar hún fjallar um samskipti álfa og manna T köflunum „Hætt- ir álfa og hegöun", „Ástir álfa og manna" og „Jóla- og nýársgleði álfa". Þá byggir Ólína á greiningu og kenningum Guðrúnar Bjart- marsdóttur sem birtust í greininni „Ljúfling- ar og fleira fólk" (TTmarit Máls og menning- ar, 3. 1982) Niðurstöður Ólínu eru þær sömu og Guðrúnar: Konur sameinast til hjálpar öðrum konum ? barnsnauð, hvort sem þær eru álfkonur eða aðrar og í sögun- um birtast ólík viöhorf til frumkvæðis og ásta karla og kvenna. Boðskapur sagnanna er að konur skuli vera óvirkir þolendur en karlar verði að taka málin t eigin hendur. í lok kaflans „Útrás fyrir ótta, hvatir og þrár" eru orð sem mér þykja athyglisverö og hefði gjarnan viljað að farið heföi verið nánar í. Ólína segir: Margar tröllasögur fela í sér fullan sigur mannfélagsins, en álfasögurnar - sem merkilegt nokk hafa orðið lífseigari - sýna velflestar svo ekki verður um villst að hin hulda (kvenna) menning má sín meira. (32) Hvers vegna hafa sögur sem fjalla um kvennamenningu orðið ITfseigari en sögur sem styðja viö ríkjandi skipulag? Þetta er spennandi viðfangsefni og ég vildi gjarnan fá nánari úttekt á því. Formáli Ólínu einkennist af því að farið er lauslega í margt en engu gerð tæmandi skil. Ég tel að betra hefði verið að hafa formálann styttri og markvissari. Sögurnar sjálfar standa hins vegar vel fyrir sínu. Sigurrós Erlingsdóttir Ó iiímtetunm Olga Gu&rún Árnadóttir Mál og menning 1995 Peðið er hún Magga Stína, fjórtán ára Reykja- víkurmær í 9. bekk Fífubrekkuskóla. Hún er bæöi skörp og skapandi persóna, hreinskilin, húmorísk og raungóö, en „meö kúkabrúnar lambakrullur, gleraugu og alltof stóran rass" (11) aö eigin áliti. Fjölskylda hennar er frekar vel lukkuð, litli bróöir elskulegt skinn, pabbinn Ijúf- ur og mamman skapmikil og glaðlynd kona sem má ekkert aumt vita. Magga Stína dáist aö bar- áttu móöur sinnar fýrir málstaö lítilmagna og það sýnir sig að hún sjálf er sömu geröar. Afi og amma

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.