Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 9

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 9
inu - ég meina stöðu húsmóður." Áriö 1823 fór Lea, móðir Mendelssohn- systkinanna að standa fyrir svonefndum „tón- listar-sunnudögum" á heimili fjölskyldunnar. Þessum samkomum var einkum ætlað að styðja við tónlistarferil Felix. Faðir hans réði litla hljómsveit og systkinin tóku sjálf mikinn þátt í tónlistarflutningi á þessum samkundum. Þarna voru sum tónverka þeirra flutt og léku þau einnig sem einleikarar. Fanny naut hæfi- leika sinna á þessum fundum og hafði auk þess yndi af að þlanda geöi við aðra listamenn sem þangað komu. Frá árinu 1830 tók hún við umsjón fundanna af móður sinni. Þessar sam- komur voru með mestu menningarviðburðum í Berlín á sínum tíma. Þarna mættu margir tón- listarmenn og aörir menningarvitar sem komu verkum sínum á framfæri. Má þar t.d. nefna: Heine, Robert og Clöru Schumann, Hegel, Liszt og Paganini. Áriö 1829 giftist Fanny Mendelssohn þrússneskum hirðmálara að nafni Wilhelm Hensel, og eignuðust þau einn son. Fyrir brúð- kaupið samdi hún brúðkaupssálm. Hæfileikar Fannyarvoru ekki eingöngu bundnirviðtónlist. Hún talaði fimm tungumál, var dáð fyrir orð- heppni og þótti hafa óbrigðult næmi á góða list. Þegar Felix tók að semja tónlist varð hún ráðgjafi hans og sérfræðingur sem hann leit- aöi mikið til. Hann mat gagnrýni hennar meira en nokkurs annars eins og dagbókarbrot Fann- yar frá árinu 1833 sýna. „Ég hef fylgst með hæfileikum hans þróast og upp að vissu marki hef ég lagt mitt af mörkum við menntun hans. Ég er hans eini tónlistarráðgjafi og hann skrif- ar ekkert án þess að hafa fýrst borið það und- ir mig. Til dæmis kunni ég óperurnar hans ut- anbókar áöur en hann skrifaði eina einustu Fanny Mendelssohn fæddist í Hamborg þann 14. nóvember 1805. Hún var elst fjögurra barna vel efnaðs bankastjóra, og eiginkonu hans. Fjölskyldan var af gyðingaættum, en tók mótmælendatrú. Tónlistargáfur fengu Fanny og bróðir hennar Felix í arf frá móður sinni, en hún var píanisti og fyrsti píanókennari barna sinna. Óvenju miklir hæfileikar systkinanna komu snemma í Ijós og fengu börnin góða tón- listarmenntun í Berlín, en þangað flutti fjöl- skyldan árið 1812. Þau lærðu tónfræði, tón- smíðar og píanóleik, en fengu auk þess góða alhliða menntun. Fanny haföi góða sópranrödd og fimmtán ára gömul hóf hún söngnám í söngakademíunni í Berlín. Síðar á ævinni stofnaði hún kór sem hún stjórnaði og æfði vikulega. Fanny var tjórum árum eldri en Felix, og fyrirmynd hans í uppvextinum. Þóttu hæfi- leikar hennar engu síðri en hans. 1 bernsku kennara af millistétt, gat leyft sér, var óhugs- andi fyrir Fanny. Hún þráði að fá viðurkenningu opinberlega, og óttaðist ekki samanburð við Felix, en fékk ekki þá útrás. Þegar Fanny var 22ja ára gömul skrifaði hún í dagbók sína: „Ég hef ekkert samið í allan vetur. Ég er búin að gleyma því hvernig manni líður þegar mann langar aö semja lag. Hvaöa máli skiptir þaö svo sem? Enginn gefur þvf hvort eð er gaum og enginn dansar eftir mínu lagi." Einn af söngvum Fannyar hlaut óvenju góöar viðtökur hlustenda og vakti það hjá henni löngun til útgáfu. Fjölskylda og vinirdáðu hæfileika henn- ar, en það voru einkum eiginmaður hennar og móðir sem hvöttu hana til dáða. Faðir hennar og bróðir voru hins vegar mótfallnir því að hún spilaöi opinberlega og gæfi út tónverk. Felix hafði gefið út sex af sönglögum hennar undir sínu nafni og leikið verk hennar á tónleikum og vom þau engu síðri hans tónsmíðum. Fanny kom því til leiðar árið 1837 að fyrstu sönglögin hennar vom gefin út, en aðeins einu sinni enn, árið 1846, átti hún eftir aö sjá verk sín á prenti. Um þær mundir ákvað hún að ganga til liðs við samtök tónskálda og þá loks lagði Felix blessun sína yfir útgáfuna. í dagbók sinni segir Fanny reyndar að það hafi hann ekki gert af einlægni. Ári síðar, 14. maí 1847, lést Fanny Mendelsson af hjartaslagi, að- eins 41 árs að aldri. Slagið fékk hún á tónlistar- æfingu, er hún var aö stjóma einu af kórverkum Felix bróður síns. Hann tók dauða hennar mjög nærri sér og lést sjálfur sex mánuðum síðar. Rómantískur biær hvílir yfir sambandi Felix og Fannyar Mendelssohn. Vitaö er að samband þeirra var mjög náið og sérstætt, en hulunni verð- ur aldrei svipt af þeirra leyndustu tilfinningum. Eftir Fanny Mendelssohn liggja Ijóðasöngv- ar og önnur sönglög, dúettar og kvartettar fyrir lifðu þau og hrærðust í tónlistinni sem jafningj- ar og voru mjög samrýnd. En staða konunnar var í föstum skorðum á þessum tíma. í bréfi frá föður Fannyar sem hann skrifar henni 14 ára gamalli dregur hann skýrar línur. Hann varar hana við þeim mun sem verði að vera á tónlistariðkun Felix og hennar sjálfrar. Starfsframi hans á tónlistar- brautinni var sjálfsagöur, en hjá henni yrði tón- listin aldrei annað en til ánægju. Hann skrifaði: „Þú veröur aö sína meiri staðfestu og undirbúa þig af alvöru fyrir þitt raunverulega hlutverk í líf- nótu.“ Þeirra nána samstarf hefur sennilega veitt hæfileikum hennar ákveðna útrás. Vegur Felix á tónlistarbrautinnni var opinn og greiður. í lifanda lífi hlaut hann mikla viður- kenningu á alþjóðlegum vettvangi sem tón- skáld og konsertpíanisti. Fanny mætti hins vegar andstöðu, fyrst og fremst vegna kynferö- is, en einnig vegna stéttar sinnar. Hún tilheyröi efstu stétt þjóðfélagsins og varð að gæta stöðu sinnar. Það var langt því frá sjálfsagt að hún stundaði tónsmíðar og gæfi út verk sín. Það sem Clara Schumann, dóttir tónlistar- rödd og píanó, píanólög, kórverk, kantötur, óratóría, hljómsveitarforleikur, orgeltónlist, strengjakvartettar, píanótríó o.fl. Tónlist henn- ar er hefðbundin, samin í anda rómantíska tfmabilsins. Hún er einkar Ijóðræn og falleg; höfðarí senn til ímyndunaraflsins og tilfinning- anna. Það er gleðiefni að vita að nú eru til geisladiskar með tónlist Fannyar Mendels- sohn. Þeir fást hjá JAPIS í Brautarholti. Vala S. Valdimarsdóttir fisHnkvödullinn

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.