Vera - 01.02.1997, Page 3
£ f n i s y f i r I i t
■ Eru lágu launin náttúrulögmál? ..5
Þema blaðsins eru kjaramálin. Vera ræðir við
Esther Hlöðversdóttur smurbrauðsdömu og
Draumeyju Aradóttur kennara um baráttuna við
að láta enda ná saman frá degi til dags. Elín S.
Jónsdóttir forstöðumaöur Ráðgjafarstofu um
fjármál heimilanna segir frá hrikalegum
skuldum margra heimila og rætt er við Mörthu Á. Hjálmarsdóttur
formann Bandalags háskólamanna og Guðrúnu Kr. Óladóttur
varaformann Sóknar um pattstöðuna í samninga-málunum. Loka-
orðin á Helga Garöarsdóttir sem skrifar grein um nýja og réttlátari
leið í skattheimtu.
Hvernig var áriö 1996 í
kvennabaráttunni?..................30
Steinunn Halldórsdóttir formaður Félags stjóm-
málafræöinga fékk það hlutverk að l'rta um öxl og
meta árangur jafnréttisbaráttunnar á síðasti ári.
Eru ungir karlmenn e.t.v. vaxtarbroddurinn?
Nóbeishátíð í Ósló..................................32
Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans segir frá ferð þriggja
kvennalistakvenna til Óslóar í desember þegar friðarverðlaun
Nóbels voru veitt þeim Belo og Ramos-Horta frá Austur-Tímor.
Konur í tölum.......................................35
Ma Qi Min...........................................17
Skyndimyndin er af kínversku konunni Ma Qi Min sem var
framkvæmdastjóri á skrifstofu íþróttaháskóla í Kína en vinnur nú í
fiski í Sjólastöðinni í Hafnarfirði.
Hvaö er fátækt? Er til fátækt á íslandi? .... 18
Ofangreind spurning er álitamál í þessu blaði. Við fengum Davíð
Oddsson forsætisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur alþingis-
mann til að svara spurningunni.
Femínismi er ekki hræðilegur . 20
Sl. haust var byrjað að kenna kvennafræði
sem aukagrein við HÍ. Agla Sigriður Björns-
dóttir ræddi við Önnudís G. Rúdólfsdóttur
félagssálfræðing og þrjá nemendur um kvenna-
fræðin.
Er jafnréttisbaráttan oröin aö menntaelítu? . 22
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar pistil og gerir að umræðuefni
þá staðhæfingu að kvennabaráttan sé bara fyrir menntakonur.
Konur eru gerendur I eigin lífi. 24
Forsíðuviðtalið er við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur borgarstjóra sem hefur nú í tæp þrjú ár
stjórnaö Reykjavíkurborg með miklum sóma. í
samtali við Súsönnu Svavarsdóttur kemur
borgarstjóri víða við og hvetur konur m.a. til að
vera gerendurí eigin lífi.
Guðný Eydal félagsfræðingur rýnirí ritfrá Norrænu ráherranefndinni
um stöðu karla og kvenna á Norðurlöndum. Margar sláandi
staðreyndir koma þar fram um þága stöðu íslenskra kvenna.
HHver býr þig til?...............................38
Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur ræðir
við dr. Dagnýju Kristjánsdóttur sem varði
doktorsritgerð sína, Kona verður til, 15.
febrúar. Ritgerðin fjallar um Ragnheiði Jóns-
dóttur en í viðtalinu ræða Úlfhildur og Dagný
einnig um stöðu femínismans.
Hvlskur frá Kyrrahafi............................44
Flestir lesendur Veru kannast við Valgerði H. Bjarnadóttur,
fyrrverandi jafnréttisfulltrúa á Akureyri. Hún stundar nú nám í
gyðjufræðum og kvennakrafti í San Fransiskó og segir I bréfi til
Veru frá broti af þeim kræsingum sem þar eru bornar fram.
Starfsnám í Hinu húsinu..........................46
Reykjavíkurborg stendur fyrir jákvæðu starfi í Hinu húsinu þar sem
atvinnulausu, ungu fólki stendur til boða nám og starfskynning I
stað þess aö fá eingöngu greiddar atvinnuleysisþætur.
Fræöikonan.......................49
Nýr þáttur í blaöinu þar sem rætt veröur við
flHr jps* 4L.1
konur sem sinna fræðistörfum. Fyrsti viðmæl-
andinn er Unnur Dís Skaptadóttir mann-
fræöingur sem hefur rannsakað líf kvenna í
■ sjávarbyggðum.
e
tímarit um konur og kvenfrelsi
1/97 - 16. árg. • Pósthólf 1685 • 121 Reykjavík • Símar 552 2188 og 552 6310 • Fax 552 7560
útgefandi Samtök um kvennalista / forsíða sóla • Rton / ritnefnd Agla Sigríöur Björnsdóttir • Annadís G. Rúdólfsdóttir • Hugrún Hjaltadóttir • Jóna Fanney Friöriksdóttir • Ragnhildur Helga-
dóttir • Sigrún Erla Egilsdóttir • Sigurbjörg Ásgeirsdóttir • Sólveig Jónasdóttir • Stefanía Óskarsdóttir • Svala Jónsdóttir • Vala S. Valdimarsdóttir / ritstýra og ábyrgðarkona Elísabet
Þorgeirsdóttir / skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir / útlit og tölvuumbrot Rton - halla / Ijósmyndir sóla, bára o.fl. / auglýsingar Áslaug Nielsen • Sími: 564 1816 • Fax: 564 1526
/ filmuvinna Offsetþjónustan hf. / prentun Grafík / bókband Flatey / plastpökkun Vinnuheimiliö Bjarkarás / © VERA ISSN 1021-8793 / ath. Greinar í VERU eru birtar á ábyrgö höfunda
sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.
^^5kásáfw7^