Vera


Vera - 01.02.1997, Síða 5

Vera - 01.02.1997, Síða 5
ERU LÁGU LAUNIN NÁTTÚRULÖGMÁL? Um fátt er meira rætt um þessar mundir en þá óréttlátu stöðu sem ríkir í launa- og kjaramálum hér á landi. Samningar stéttarfélaganna hafa verið lausir síðan um áramót en enginn vilji virðist vera til þess að semja um neitt annað en áframhaldandi lág laun næstu árin. VERA tekur púlsinn á kjaramálunum í þessu blaði og ræðir við tvær launamanneskjur um þá list að lifa af allt of lágum launum, list sem stjórnendur fyrirtækja ættu að sjá sóma sinn í að létta af starfsmönnum sínum hið fyrsta. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefur tekið saman tölur um framfærslukostnað og birtum við dæmi af fjölskyldu sem hefur 157.000 krónur úr að spila á mánuði en vantar 106.000 krónur um hver mánaðamót til þess að ná endum saman. Vanskil þessarar fjölskyldu eru 1.053.614 krónur en meðalvanskil þeirra hundruða fjölskyldna, sem leitað hafa til Ráðgjafarstofunnar, eru 1.500.000 krónur. Þessar staðreyndir hljóta að sýna svart á hvítu að kostnaður við öflun húsnæðis er í engu samræmi við launakjör hér á landi. Tvær konur sem standa í eldlínu kjarabaráttunnar, þær Martha A. Hjálmarsdóttir formaður Bandalags háskólamanna og Guðrún Kr. Oladóttir varaformaður Sóknar, segja frá störfum sínum og Helga Garðarsdóttir kynnir nýja leið í skattheimtu sem felst í því að afnema persónuafslátt en lækka þess í stað skattprósentuna niður í 10 til 15%. Tilraun til þess að komast upp úr þeim hjólförum, sem skattheimtan hefur verið í, þar sem allt of há prósenta er innheimt af launum sem ekki duga til framfærslu.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.