Vera


Vera - 01.02.1997, Qupperneq 13

Vera - 01.02.1997, Qupperneq 13
ERU LÁGU LAUNIN NÁTTÚRULÖGMÁL? Krefjumst 20 til 30% kaupmáttaraukningar segír Guðrún Kr. Óladóttír, varformaður Sóknar „Við höfum gert kröfur í 22 liðum um launa- og réttinda- mál en erum ekki komin svo langt að ræða beinar kaup- kröfur,” segir Guðrún, en þegar viðtalið var tekið hafði verið unnið I langan tíma samkvæmt viðræðuáætlun án ár- angurs. „Við leggjum áherslu á að ræða um starfsöryggi því það hefur farið mjög þverrandi hjá aðalviðsemjanda Sóknar - hinu opinbera. Eg finn mikinn mun á því, frá þvi ég byrjaði hjá Sókn fyrir tíu árum, hvað fólk er óöruggara nú um starf sitt. Áður hringdu konur óhræddar til félags- ins, sögðu til nafns og hvar þær ynnu ef þeim fannst á sér brotið. Nú þarf hins vegar að véla þær til þess að gefa upp vinnustað og helst vilja þær ekki segja hvað þær heita. Þessi ótti er ekki ástæðulaus því við vitum dæmi þess að fólki hafi verið sagt upp ef það hefur unnið of mikið í réttindamálum sínum.” þeir lækki aftur ef tekjur minnka eða fólk missir atvinnu. Ástandið hefur því víða verið mjög slæmt,’' segir Guðrún. Um stðrfin í félagsmálaráði segir hún: „Kjörnir fulltrúar í ráðinu koma ekki að ein- stökum málum heldur sinna stefnumörkun. Það er hins vegar einna algengast að leitað sé til mín vegna skorts á hjúkrunarplássum fyrir aldraða en þar eru langir biðlistar. Reykjavíkurborg, Rauði krossinn og nokkur stéttarfélög standa saman að byggingu Guðrún segir að Sókn sé tilbúin að semja til þriggja ára ef gengið yrði að kröfum þeirra en þær hljóða upp á 20% kaupmáttaraukn- ingu með tryggingarákvæðum. Ef skattkerf- ið væri einnig lagfært að kröfum Sóknar myndi samningurinn veita félagsmönnum 30% kaupmáttaraukningu. En um hvaða töl- ur er hér að ræða? „Lægstu Sóknartaxtar, fyrir 16 og 17 ára unglinga, eru aðeins hærri en atvinnuleys- isbætur eða um 53 þúsund krónur. Sókn var fyrsta félagið sem fékk húsmóðurstarfið metið til launa og fara launataxtar nú eftir lífaldri og námskeiðum. Laun fullorðinna Sóknarkvenna eru á bilinu 65 til tæplega 80 þúsund krónur, ef öll námskeið hafa verið sótt. Ef okkur tækist að ná fram kröfum okk- ar myndu unglingataxtarnir nálgast 70 þús- und krónur og hærri launin verða um 100 þúsund krónur. Það finnst mér sjálfsagðar upphæðir miðað við aðstæður í dag. Við- semjendur halda hins vegar fast við 3% kauphækkunina sem okkurfinnst út í hött.” I húsnæöisnefnd og féiagsmálaráði Guðrún er varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans og á sæti í húsnæðisnefnd og félags- málaráði. Húsnæðisnefndin hét áður Stjórn verkamannabústaða og var Guðrún fýrst kjörin til setu í henni af Kvennaframboðinu árið 1982. Hún varð síöan fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í nefndinni 1990. Guðrún þekkir því vel aðstæður Reykvíkinga í hús- næðismálum. „Fyrir tíu til fimmtán árum vildi fólk helst eignast nýjar, félagslegar íbúðir enda var þá mikið byggt. Nú er ásóknin hins vegar mest í ódýrustu íbúðirnar og eru íbúðir í Fellunum í Breiðholti orðnar vinsælar en þangað vildi helst enginn fara fyrir nokkrum árum. Þetta segir mikla sögu um ástand á heimilum launafólks. Eftirsþurn eftir kaupleiguíbúöum er einnig mikil en þær fær fólk leigðar í fimm ár og öðlast síðan rétt til aö kauþa þær. Leiga fyrir 3 herbergja íbúð af þessu tagi er 24 til 27 þúsund krónur. Vanskil í félags- lega kerfinu hafa aukist mikið undanfarið og margar íbúðir fara á nauðungarsölu. Vand- ann má m.a. rekja til þess að um svipað leyti og atvinnuleysi jókst voru vextir af fé- lagslegum íbúðum hækkaðir úr 1% upp í 2.4%. Þetta hækkaöi afborganir um 30% sem er meira en margt láglaunafólk ræður við. Tekjutengdir vextir fóru á sama tíma upp í 4.9% en kerfið gerir ekki ráð fýrir að „Áður sögðu konur óhræddar til nafns þegar þær hringdu til okkar en nú eru þær bæði hræddar við að gefa upp vinnustað og nafn, “ segir Guðrún.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.