Vera


Vera - 01.02.1997, Page 16

Vera - 01.02.1997, Page 16
ERU LÁGU LAUNIN NÁTTÚRULÖGMÁL? 9,9% íslensku þjóðarinnar hafa tekjur sem eru helmingur af meðaltekjum. Fyrir einhleyp- ing eru það 44.000 kr. á mánuði og 75.000 kr. fyrir hjón. Félagsmálastofnun Reykjavíkur veitir einhleypum 53.596 kr. í fjárhagsað- stoð á mánuði og hjónum 96.473 kr. Það á því enginn Reykvíkingur að þurfa að draga fram lífiö á 44.000 kr. á mánuði. En í raun skiptir ekki máli hvort ráðstöfunarfé manns er 44.000 kr. eða 53.596 kr., því af hvorugri fjárhæðinni er hægt að reka heimili, hvort heldur er í leiguhúsnæði eða „eigin" húsnæði. Aft- ur á móti eiga þessartölur að vekja þá sem stýra kjörum fólks af vær- um blundi. Laun dugi til framfærslu Flvað ertil ráða? Svar mitt er einfaldlega; byltum skatt- og launakerf- inu og leggjum bótakerfið niður í þeirri mynd sem það er í nú, með það að markmiði að fullvinnandi fólk framleyti sér og sínum á dag- vinnulaunum. Gætum þess, við skipulagsbreytinguna, að missa aldrei sjónar á því takmarki að fólk sem vinnur fullan vinnudag fái lif- að lífinu lifandi á launum sínum án bóta. Því miður verður alltaf til fólk sem uppsker ekki næg laun sér og sínum til framfærslu. Fyrir það fólk ber samfélaginu að reka einfalt, ódýrt og gagnsætt velferð- arkerfi. Reiknað hefur verið út að ef persónuafslátturinn verður afnuminn megi lækka staðgreiðsluprósentu skatta úr 41,98% T15%. Það má að sjálfsögðu einnig hugsa sér að staðgreiðsluprósentan hækki með hækkandi tekjum og að lægst verði hún 10%. Með því að lækka tekjuskattsprósentuna trúi ég að ná megi samkomulagi um að lægstu mánaðarlaun verði 100.000 kr. meðal annars vegna þess að ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með hærri laun en það aukast vegna lækkunar á staðgreiðslu skatta (tekjuskatti og útsvari). Til glöggvunar fyigir hér með tafla sem sýnir hve mikill skattur er greiddur af launum sem verða að teljast nokkuð góð miðað við þaö sem mörgum er skammtað. Tafla 1 Fleildarlaun Greiddur skattur Útborguð laun 100.000,00 17.436,00 82.564,00 125.000,00 27.931,00 97.069,00 150.000,00 38.426,00 111.574,00 175.000,00 48.921,00 126.079,00 200.000,00 59.416,00 140.584,00 / töflu 1 er „greiddur skattur" 41,98% mínus persónuafsláttur. Án efa hrista sumir höfuðið yfir þessu, en þeir verða þá að leggja fram tiilögur um hvernig gera á fólki kleift að vinna fyrir framfærslu sinni og að leggja ríkissjóði til rekstrarfé. Ljóst er að vinnuframlag lág- launafólks er meira virði en laun þeirra benda til og að samfélag manna þar sem stór hluti fólks er utanveltu vegna krappra kjara, sem hefur leitt til þess að einungis 1/3 hluti framteljenda greiðir tekju- skatt, er óeðlilegt. Eða finnst fólki það ekki? Þegar „þjóðarsáttin" svokallaða var undirrituð í formi kjarasamninga fýrir u.þ.b. 6 árum var stefnt að því að hækka laun þegar fyrirtækin hefðu rétt úr kútnum. Hygg ég að sá tími sé runninn upp. Víða má sjá að nægir peningar eru til í þjóðfélaginu. Tafla 2 Heildarlaun Greiddur skattur Útborguð laun 100.000,00 10.000,00 90.000,00 125.000,00 12.500,00 112.500,00 150.000,00 22.500,00 127.500,00 175.000,00 26.250,00 148.750,00 200.000,00 40.000,00 160.000,00 / töflu 2 hefur persónuafslátturinn verið lagður niður. Reiknaður er 10% skattur af 100.000 og 125.000 kr. launum, 15% af 150.000 og 175.000 kr. launum og 20% af200.000 kr. launum. Kerfið orðið að kolkrabba Bylting á launa-, skatt og bótakerfinu þyrfti að koma fram í nauðsyn- legri hugarfarsbreytingu þorra fólks. Eða finnst ekki fleirum en mér sárgrætilegt að heyra fólk tala um það hvernig hægt sé að komast hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins en njóta um leið allr- ar þeirrar þjónustu sem það telur sig þurfa á að halda; þjónustu sem sameiginlegur sjóður landsmanna stendur undir; sjóður sem er pr- magnaður með sköttum? Skynsamasta fólk heldur því t.d. fram að það sé sanngirnismál aö sambýlingar og hjón fái að fullnýta persónu- afslátt maka síns. Þetta er ein þeirra tillagna (krafna) sem miða að því að „foröa" sumum frá því að greiða tekjuskatt. Nær væri að fólk sameinaðist um kröfuna um réttlát laun (laun sem hægt er að fram- fleyta sér af á íslandi) svo hægt sé að innleiða það heilbrigða viðhorf að sem flestir leggi samfélaginu til rekstrarfé en haldi jafnframt eftir stórum hluta tekna sinna, sér og sínum til framfærslu. Upp á sTðkast- ið hefur mikið verið rætt um fyrirbærið „jaðarskatt", sem ranglega er nefnt svo, því um er að ræða afleiðingar („jaðaráhrif") tengingar launa og bóta en ekki sérstakan skatt. Sú staðreynd að ráðstöfunartekjur fólks geti lækkað við það að launatekjur þeirra aukast sýnir vel hvern- ig heila kerfið er kolkrabba líkast og hve nauðsynlegt er að bylta því. Án efa sakna einhverjir þess að ég skuli ekki nefna þá sem hafa lífeyri sértil framfærslu. Ástæða þess er einfaldlega sú að launakerf- ið er eitt og lífeyriskerfið annað. Lífeyriskerfiö er þar aö auki stórt og flókið mál sem ræða veröur í sérstakri grein. í lokin hvet ég alla, hvar i pólitík sem þeir standa, til að taka nýjar leiðir í launa-, skatt- og bótakerfinu til gagnrýninnar umræðu, því við verðum að snúa blaðinu við. Höfundur var opinber starfsmaður en nýtur nú lífsins á skattlögðum biðlaunum. Reiknað hefur verið út að ef persónuafsláttur- inn verður afnuminn megi lækka stað- greiðsluprósentu skatta úr 41,98% í 15%.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.