Vera - 01.02.1997, Page 18
Fátækt var fylgikona þessar-
ar þjóðar um aldir. í upphafi
þessarar aldar bjuggu að-
eins örfáir við mannsæm-
andi lífskjör hér á landi, ef
miðað er við þær kröfur sem
okkur þykir sjálfsagt að
gera nú við lok hennar.
Sagnfræðingar hafa talið að
um 40% þjóðarinnar hafi
búið við sára örbirgð og að
um 1880 hafi um fjórðungur
þjóðarinnar verið of fátækur
til að giftast og stofna til
heimilis. Stórkostlegar
framfarir hafa orðið hér á
landi á þeirri rúmu öld sem
liðin er. Óumdeilt er að
þessar framfarir hafa jafnað
kjör landsmanna gífurlega
og raunar eru vísbendingar
um að le'rt sé af löndum sem
hafa eins jafna tekjuskipt-
ingu og ísland.
Vera lagði eftirfarandi spurningar fyrir Davíð Oddsson,
forsætisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismann:
Hvað er fátœl\tl
Er tií fátœ\t á íslanái1
DAVÍÐ 0DDSS0N, FORSÆTISRÁÐHERRA
FÁTÆKT ER AFSTÆÐ
Kröfur nútfmans gera afkomu, sem áöur
heföi talist ásættanleg, meö öllu óbærilega.
Með sögulegt baksvið er þó ekki sjálfgefið
aö nota hugtakiö fátækt í okkar samfélagi
meö þá samhjálp sem þjóöfélagiö reiöir af
hendi. Þannig virðist sú fátækt sem menn
telja sig skynja meðal þróaöra ríkja vera
fremur sú að sá sé fátækur sem ekki getur
veitt sér þaö sem fólk almennt getur veitt
sér. Fátæktin verður þannig ekki algild held-
ur afstæð. Það er þannig sem Félagsvísinda-
stofnun skilgreinir fátækt í athugunum sínum.
Fátækt er óljóst hugtak og vandmeðfarið,
en sannanlega afar tilfinningaþrungið. Það
er álitaefni hvort umræður um þjóðfélags-
mál verði markvissari með því að nota það
hugtak. Eðli málsins samkvæmt verður
ávallt erfitt að lifa af lægstu tekjum. Þetta á
við hér á landi sem annars staðar. íslend-
ingar fara víða og hafa því séð með eigin
augum viö hvers konar aðstæður fólk býr í
öðrum nútímaríkjum. Þeir vita því að fátækt
er ekki alvarlegra vandamál á íslandi en í
öðrum löndum. Fátækt er að finna í öllum
rikjum. Við þessu þurfa menn að þregöast
með öllum tiltækum ráðum. Upphrópanir
þjóna hins vegar engum tilgangi, heldur
veröa menn að leggja áherslu á markvissar
aðgerðir sem byggja á varanlegum grunni.
í svari mínu um þetta efni á Alþingi í fyrra
var bent á vankanta á fátæktarhugtakinu.
Ef við skilgreinum fátækt sem afstæða þá
er gefið aö ekki geti allir veitt sér það sem
fólk almennt getur veitt sér. í þeirri merk-
ingu verður alltaf til fátækt. Mest er þó um
vert að athuganir Félagsvísindastofnunar
staðfesta að úr fátækt í þeirra skilningi hef-
ur dregið á íslandi frá 1995 til 1996. Kaup-
máttur lægstu tekna hefur batnað undanfar-
in ár og úr atvinnuleysi hefur dregið. Þetta
hefur bætt hag þeirra sem erfiðast hafa átt.
Það þýðir þó ekki aö allir erfiðleikar séu úr
sögunni og enginn búi lengur við kröþp kjör.
Þaö þýðir hins vegar að úr vandanum hefur
dregið og efnahagslegar forsendur viröast
vera fyrir þvt að ná meiri árangri á þessu
sviði á næstu árum.
Jafnréttisráðstefna í Lettlandi
Dagana 7. til 10. ágúst n.k. veröur haldin
alþjóöleg ráðstefna um jafnréttismál í
Valmiera í Lettlandi. Ráöstefnan er haldin á
vegum Norrænu ráðherranefndarinnar I
samstarfi við ráöherraráö Eystrasalts-
ríkjanna. Yfirskrift ráöstefnunnar er Women
and Men in dialogue og er markmiðið að
fjalla almennt um jafnréttismál og skiptast á
skoðunum og reynslu af starfi að jafnréttis-
málum. Einnig að búa til vettvang fyrir
félagasamtök til aö kynnast og mynda tengsl
sem haldið gætu áfram að ráðstefnunni
lokinni.
Tengiliðir ráðstefnunnar á íslandi eru
Herdís A. Sæmundsdóttir, s. 453 6618 og
Guörún Jónsdóttir, s. 563 0705. Hægt er
aö fá skráningareyðublöö á Skrifstofu
jafnréttismála, Pósthússtræti 13, s. 552
7420 en skráningarfrestur rennur út 20.
febrúar. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni
í næsta tölublaði Veru.
IS